Jó Boyz! Varð bara aðeins að tjá mig um þessi mál og vona til þess að skapa hér skemmtilega og málefnilega umræðu um þetta stórmál...! En kosið verður 31. mars n.k.
Ég er nú að vinna þarna og er algerlega á móti þessari stækkun.
Hér koma nokkrir punktar...
*** Mengun - Ljóst er að mengun frá álverinu mun aukast gríðarlega og er það umhugsunarvert vegna nálægðar við íbúðarbyggð í Vallarhverfi og Stór-Reykjavíkursvæðinu. Flúorlosun mun fara úr 270 kg á DAG í 675 kg á DAG. Koltvíoxíðlosun úr 880 tonnum á DAG í um 2.200 tonn á DAG!! Brennisteinsdíoxíd-losun (sem breytist í brennisteinssýru ef því er andað að sér) fer úr 7,2 tonnum á DAG í 18 tonn á DAG. Til þess að átta sig á samhengi þessara stærða er áhugavert að benda á það að heildarútblástur koltvíoxíðs frá álverinu mun jafnast á við allan bílaflota landsmanna!!
Svifrykslosun mun aukast meira en tvöfalt en nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar svifryks. Rannsókn var framkvæmd á 50.000 konum í Bandaríkjunum og niðurstöður sýndu það að líkurnar að deyja úr hjartasjúkdómum jukust um 76% og á heilablóðfalli um 83% fyrir hver 10 mg á rúmmetra svifryksmengunar. Niðurstöðurnar benda til þess að svifryk sé hættulegasta tegund loftmengunar sem til er.
En öll mengun er slæm alveg sama hvort heilsuverndamörk segja annað. Það getur líka verið að þau mörk séu of há. Þynningarsvæðið mun spanna um 18 ferkílómetra sem er mun meira en allur Hafnarfjarðarbær til samans.
*** Sjónmengun – Lóðin verður jafn breið og hún er löng. 5 nýjar virkjanir munu vera gerðar til að framleiða allt það rafmagn sem þarf fyrir þessa stækkun. Ein virkjun er nú þegar komin á Hellisheiði og önnur mun rísa þar svo og 3 virkjanir í Þjórsá. BARA til þess að þessir álfurstar geti grætt meiri pening en þeir gera nú. Ég tala nú ekki um allar þær háspennulínur sem munu koma og háspennumöstur og tengivirki. Þeir segjast ekki geta sett línurnar í jörðu vegna þess að 1/3 af öllu rafmagni sem framleitt er á Íslandi fer í þetta álver og þegar um er að ræða svona mikið magn af rafmagni, þá er ekki til sú tæknikunnátta að grafa línurnar.
*** Samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunnar sem gerð var fyrir Hafnarfjarðarbæ getur ábati Hafnfirðinga af stækkun á 50 árum orðið sem nemur 3,4 - 4,7 milljörðum samtals. eir sem eiga að leggja til verðmætasta byggingaland á höfuðborgarsvæðinu undir verksmiðjuna, taka á sig loftmengun, sjónmengun, leggja útivistasvæði bæjarins undir stærstu Línumannvirki íslandssögunnar og búa í stærsta álframleiðslubæ Evrópu fá í besta falli 1% af ávinningnum í sinn hlut (þar sem tekjur Hafnarfjarðarbæjar eru nú um 11 milljarðar á ári)...
*** Sagt er að verði stækkunin ekki samþykkt verði álverinu lokað því núverandi stærð sé svo óhagkvæm í rekstri. Hún er þó ekki óhagkvæmari en svo að aðeins þrjú þeirra 22 álvera sem ALCAN starfrækir nú eru stærri. Af hverju ætti álverið í Straumsvík að vera lagt niður? Af því að það er svo þreytandi að græða bara fjóra milljarða á því á hverju ári? Enginn hefur nefnt að loka eigi einhverju hinna álveranna.
*** Og þótt lokað yrði, bættur sé skaðinn. Nýlega misstu um 600 manns vinnuna við brotthvarf Bandaríkjahers. Samt lagðist byggð á Suðurnesjum ekki af eins og hótað hafði verið. Íslenskt atvinnulíf þyrstir í vinnuafl. Vinnufær Íslendingur er ekki vandamál, hann er tækifæri. Það er ALCAN sem þarf Hafnarfjörð, ekki öfugt - sama hve mörghundruð milljónum fyrirtækið ver til þeirrar blekkingar.
***ISAL (ALCAN) er með lóðarsamning þarna til ársins 2024 og orkusamning til 2014, sem ekkert mál er að framlengja. Þannig að það er engin þörf fyrir stækkun. Við (Íslendingar) erum ekki á barmi gjaldþrots né atvinnuleysis.
*** Svo er þessi hræðsluáróður hjá ALCAN að gera mig brjálaðann!! "Vinnan mín, vinnan mín!" Oooh! Þeir sem missa vinnuna sína ef álverið lokar hafa allavega 7 ár til að finna sér nýja vinnu sem er mun betra en 3 mánuðir sem flestir fá ef þeir missa vinnuna sína...!
*** Ég vil sjá nýja atvinnustefnu í landinu. Ísland á að hafa metnað til að vera í fremstu röð þekkingarþjóðfélaga en ekki stefna að því að verða mesta álbræðslu- og mengunarþjóð pr. mann í heiminum. Framtíð Íslands liggur ekki í álverum og virkjunum heldur í mér og fólkinu um land allt!!!
Þakka fyrir þá sem hlýddu...
Hjálmar.........
http://blog.central.is/theboyz/
http://framtidarlandid.is/