getur einhver hjálpað ?


Höfundur
babbi
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Mið 14. Mar 2007 16:10
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

getur einhver hjálpað ?

Pósturaf babbi » Fös 23. Mar 2007 21:03

Sælir aftur hérna.

Þar sem ég er ekkert mjög góður á tölvu ( eignaðist mína fyrstu tölvu 2003, þá 22 ára ) þá vil langar mér að biðja um smá hjálp.

Ég átti í vandræðum með að setja hljóðið á tölvuna mína þegar ég setti hana upp fyrir nokkrum dögum, en það reddaðist.

En ég er ekki sáttur þar sem hljóðið er ekki tært, heldur eru svona skruðningar í hljóðinu, sama hvort ég er að spila tölvuleik eða að hlusta á músik.

Veit einhver hvað þetta getur verið, getur einhver hjálpað mér ?

Svo annað, áður en ég logga mig inní tölvuleik, þá kemur alltaf þú verður að updatea grafíkkortið þitt og þá er mér bent á heimasíðu og hef ég reynt að gera það en ég veit voða lítið hvað ég er að gera, ég á bara nvida ge forcea 5500 eitthvað gamalt.


Svo eitt í viðbót......þetta á kannski ekki heima á þessum þræði, en þegar ég er að setja efni á tölvuna af vídeóupptökuvélinni, hvernig get ég þá fengið fælinn út í .avi ( sem er ekki 10 gb eða eitthvað álíka ) vill helst ekki hafa fælinn í vmw.

Getur einhver hjálpað ?

Æji allra síðasta, þegar ég fer á spjöll og þess háttar þá helst aldrei notendanafnið mitt og password inni, en gerði það alltaf áður fyrr, vitið þið hvaða stillingaratriði það er ?

kveðja,



Skjámynd

Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: getur einhver hjálpað ?

Pósturaf Heliowin » Lau 24. Mar 2007 03:02

babbi skrifaði:En ég er ekki sáttur þar sem hljóðið er ekki tært, heldur eru svona skruðningar í hljóðinu, sama hvort ég er að spila tölvuleik eða að hlusta á músik.


Getur verið hljóðkortið (innbyggt?), buggað eða slitið. Kannski myndi BIOS update vera af hinu góða en það er kannski langsótt. Kannski myndi það hjálpa til að vita af gerð móðurborðsins ef hljóðkortið er innbyggt. Þú gætir reynt að hlaða niður frá framleiðandanum uppfærðan hljóðkorts driver og taka hinn út og setja upp þann nýja og endurræsa í millitíðinni. Kannski eru þetta sjálf tengin út sem eru að fara eða þarfnast einhverrar leiðréttingar.

babbi skrifaði:Svo annað, áður en ég logga mig inní tölvuleik, þá kemur alltaf þú verður að updatea grafíkkortið þitt og þá er mér bent á heimasíðu og hef ég reynt að gera það en ég veit voða lítið hvað ég er að gera, ég á bara nvida ge forcea 5500 eitthvað gamalt.


Ef þú ert með stakkt kort í rauf en ekki innbygt þá ferðu á http://www.nvidia.com/content/drivers/drivers.asp og velur Graphics driver og því næst Geforce and TNT2 og stýrikerfið sem þú ert með og hleður niður drivernum. Síðan tekur þú út NVIDIA display driver sem er þegar til staðar í Add/Remove Programs. Endurræsir og slekkur á vírusvörn sem gæti verið kveikt á og setur upp þann nýja og endurræsir.




Höfundur
babbi
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Mið 14. Mar 2007 16:10
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf babbi » Lau 24. Mar 2007 11:56

Takk kærlega fyrir svarið :-)

Ég náði að upfæra skjákortið, skil ekki hvað ég gerði alltaf vitlaust áður en ég fékk svar frá þér :-)

En með hljóðkortið, þá er ég ekki að skilja.

Sko, hljóðið var líka óskýrt áður en ég straujaði vélina, en vinur minn náði í einhvern driver ( það var áður en ég straujaði vélina ) og þá virkaði hljóðið krystaltært og fínt, en það var bara einn galli, ég þyurfti ALLTAF að setja upp þennan driver í hvert einasta skipti semég restartaði eða slökkti á tölvunni, það er frekar pirrandi.

Svo ég hélt að hljóðið myndi lagast með straujun á tölvunni, en svo var ekki.

Þetta er bara innbyggt hljóðkort heitir örugglega eitthvað Realtek AC97 Audio getur það verið ?

Veit ekki hvað móðurborðið í tölvunni heitir, getur það verið AMT Athlon(tm) 64 processor ?

Væri æðislegt ef þú eða einhver annar gæti hjálpað mér með þetta hljóðvesen, svoleiðinlegt að hlusta ámúsik og spila leiki með skruðninga í hljóðinu.

kveðja,




Vitium Vita
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Lau 24. Mar 2007 22:07
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Vitium Vita » Sun 25. Mar 2007 01:21

Það gæti líka verið að þú sért með "Volume" í 100. Settu það niður í svona 50! Ef ekki þá verð ég eiginlega að sjá þetta með berum augum!


"Mannkynið er spillt og verk þess er mengað"


Höfundur
babbi
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Mið 14. Mar 2007 16:10
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf babbi » Sun 25. Mar 2007 13:02

Takk fyrir svarið, en nú kem ég alveg af fjöllum :/ hvar breyti úr 100 niður í 50 :oops:

En allavega, ég er búinn að komast að því hvað móðurborðið í tölvunni heitir, það heitir Fujitsu Siemens K8V-F

Hjálpar það ykkur eitthvað, ef þið getið hjálpað mér með þetta núna ?

kveðja,




gunnargolf
Ofur-Nörd
Póstar: 235
Skráði sig: Þri 07. Mar 2006 13:08
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gunnargolf » Sun 25. Mar 2007 17:27

babbi skrifaði:Takk fyrir svarið, en nú kem ég alveg af fjöllum :/ hvar breyti úr 100 niður í 50 :oops:


Volume control, neðst í vinstra horninu, ef ekki þar þá í: Start - Control Panel - Sound and Audio Devices


Intel Core2 Duo E6400@2,4GHz, GeForce 7950 GT, 2x1gb Corsair XMS DDR2 800Mhz og MSI 975X Platinum Powerup ed.