Kæru Vaktarar

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild

Höfundur
Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Kæru Vaktarar

Pósturaf Yank » Sun 18. Mar 2007 13:33

Kæru Vaktarar

Eins og þið hafið kannski tekið eftir er búið að stofna nýjan flokk undir Vélbúnaður sem nefnist Review eða vélbúnaðarumfjöllun. Þetta mun þráðurinn heita á meðan ekki finnst betra íslensk nafn. Ábendingar um íslensk nafn eru vel þegnar.

Forsagan að þessum þræði er sú að mér hefur fundist vanta hér í flóruna á Íslandi eitthvað sem líkist því sem tíðkast mikið erlendis og við allir þekkjum, sem review á vörum sem tengjast tölvum og tölvubúnaði. Að sjálfsögðu er hægt að nálgast slíkt víða og það er ekkert verið að finna upp hjólið hérna. Það sem skilur okkur á Íslandi t.d. frá BNA er verðlag og mismikið vöruúrval. Það hefur óneytanlega mikil áhrif á endanlegar niðurstöður og ályktanir sem draga má af prófunum á vélbúnaði. Það var því ekkert annað í stöðunni en að gera tilraunir með þetta sjálfur. Forsvarsmenn Vaktarinnar tóku vel í þá hugamyd að leyfa birtingar á slíkum umfjöllunum, og því þessi þráður.

Ég sjálfur kaupi vélbúnað oftar en skokka eða nærbuxur, og að vesenast í kringum tölvur er mitt aðal áhugamál. Ég ætla mér að halda þessu áfram svo lengi sem einhver sýnir áhuga á að lesa þetta.

Ef einhver annar hefur áhuga á að skrifa um vöru sem hann keypti eða einhver eða eitthvað fyrirtæki hefur veitt honum tækifæri til að prufa þá er honum velkomið að hafa samband við mig í pm. Sett verður síðar beinagrind með leiðbeiningum um hvernig byggja megi gróflega upp slík review. Ég get líka verið mönnum innan handar ef þeir þurfa hjálp með þá takmörkuðu reynslu sem ég hef af þessu.

Það er ætlunin að halda þessum þræði eins hlutlausum og „faglegum“ og hægt er. Það er ástæða til þess að biðla til þeirra sem stunda innflutning eða sölu á vörum í þessum geira að þarna er komið fyrir þá tækifæri til þess að koma vöru sinni á framfæri.

Ég er tilbúinn að gera slík review fyrir hvern sem er um hvað sem er án endurgjalds og einungis ánægjunar vegna. Ef menn eru að velta því fyrir sér hvort ég hafi tæknilega getu eða kunnáttu eða sé yfirhöfuð treystandi fyrir þeirra vöru, þá geta þeir haft samband við mig í pm.

Vonandi byrjar þetta smátt en hver veit þetta gæti undið upp á sig. Ekki er endilega þörf á því að næsta umfjöllun sé um Q6600 örgjörva, þó það væri að sjálfsögðu mjög gaman, hún gæti jafnvel verið um 2500 kr. USB drif.

Kveðja Yank



Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Pósturaf ManiO » Sun 18. Mar 2007 13:46

Það verður gaman að fylgjast með þessu. En hugmynd að íslensku orði, ritdómar?


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Sun 18. Mar 2007 14:50

Thumbs up!



Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2784
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 128
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf zedro » Sun 18. Mar 2007 15:16

=D>


Kísildalur.is þar sem nördin versla


CraZy
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1694
Skráði sig: Þri 02. Des 2003 15:44
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Pósturaf CraZy » Sun 18. Mar 2007 15:20

Flott :)




Tjobbi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 366
Skráði sig: Fös 07. Apr 2006 19:25
Reputation: 0
Staðsetning: Gbr
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Tjobbi » Sun 18. Mar 2007 16:10

Frábært Framlag :)


- asus a8n-sli - amd 3700@2.7ghz - watercooled - sparkle 7800gtx - g-skill 2x1gb ddr500 cl3 - 250gb - 22" acer -


Birkir
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fim 13. Nóv 2003 15:57
Reputation: 0
Staðsetning: Utan þjónustusvæðis
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Birkir » Mán 19. Mar 2007 01:11

„Ritdómur“ er ágætis orð, svo kannski „gagnrýni“ en í þessu samhengi myndi ég frekar velja „ritdómur“.




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2542
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Mán 19. Mar 2007 10:55

Rýni er rétta orðið.

Vélbúnaðarrýni ætti því flokkurinn að heita.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s

Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Pósturaf ManiO » Mán 19. Mar 2007 11:07

ÓmarSmith skrifaði:Rýni er rétta orðið.

Vélbúnaðarrýni ætti því flokkurinn að heita.


Eigum við ekki bara að skella upp könnun og lofa notendunum að kjósa? :8)


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,

wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."


gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Mán 19. Mar 2007 12:25

Afhverju þarf að velja eitthvað undarlegt nafn á þetta?

Prófun á vélbúnaði. Einfalt og gott.




wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1293
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Reputation: 35
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf wICE_man » Þri 20. Mar 2007 12:51

Þetta er glæsilegt framtak og vonandi að það verði áframhald á slíku.


Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla :)
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal


Cikster
spjallið.is
Póstar: 400
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Pósturaf Cikster » Þri 20. Mar 2007 20:03

Fara ekki tölvuverslanir að bjóða vörur til prófana ... til að auglýsa hágæða vörur sem þeir eru að selja. *hint**hint* :)



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Þri 20. Mar 2007 20:17

Glæsilegt hjá þér Fiddi minn ;)