ZyXel P-660HW Hjálp....


Höfundur
Dabbz
Nörd
Póstar: 110
Skráði sig: Fös 15. Des 2006 00:24
Reputation: 0
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

ZyXel P-660HW Hjálp....

Pósturaf Dabbz » Mán 12. Mar 2007 20:51

Ég er að reyna að finna inn á þessum ráter hvernig ég get séð hvaða ip addressur eða tölvur eru tengar við hann, held að það sé einhver brandarakagl að dl stundum á því þráplausa hérna heima hjá mér :evil:

Ætla að banna mac address hjá honum eða allaveg sjá hvort það sé einhver á því vegna þess að ég fæ stundum "download ping" þegar ég er að spila online og það er enginn annar en ég á netinu....

Einhver sem kann eitthvað á þetta dæmi, og já, ég er búinn að skipta um passa nokkrum sinnum, það er ekki að ganga.


Lappi=Mitac, Intel Cereon 2gz duo, 2gb RAM, ATI X1600 512 mb, 120gb HDD.

Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2783
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 126
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf zedro » Mán 12. Mar 2007 22:42

Ertu ss. ekki með wep lykil á honum?

Getur prufað að komast inná hann með "192.168.1.1" þá ætti að koma up login gluggi default password er "1234"

Svo bara fikta eikkað :P

Kíkja í Security flipan og stilla WEP keyinn ef það er stilltur wep key veldu þá annann og sjáum hvort essi brandarakall nái enn að DL.


Kísildalur.is þar sem nördin versla


Dusilmenni
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Þri 06. Feb 2007 18:57
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dusilmenni » Þri 13. Mar 2007 12:25

Ég mæli frekar með að þú læsir þráðlausa kerfinu þínu þannig að einungis MAC-addressur sem þú leyfir sérstaklega komist inn á kerfið hjá þér ásamt því að þú hefur WEP lykil. Ef ég man rétt þá ættir þú að sjá Advance Setup þegar þú loggar þig inn á routerinn þinn fyrir miðju.
Advance Setup > Wireless LAN > MAC filter. Velur þarna í active "Yes" og hamrar inn fyrir neðan í listann þær MAC-addressur sem þú vilt að komist á þráðlausa netið hjá þér. Þú getur líka bætt við vörnina á WEP lyklinum og sett hann í 128 bita kóðun en þess ætti ekki að þurfa.
Ef þetta er einhver baneitraður snillingur sem er að komast á netið hjá þér þá getur hann líka verið með forrit og vitleysu til að komast í gegnum þetta en það eru fáir sem myndu nenna því og þeir sem hafa það mikla tæknilega þekkingu myndu örugglega hafa sína eigin tengingu í staðinn fyrir að vera að stela frá öðrum. I know i would :þ
Vonandi hjálpaði þetta eitthvað.
Ps. Og auðvitað ef þetta er eins og meistari Zedro spyr um, að þú ert ekki með neinn WEP í gangi þá ertu bara að bjóða öllum heim :þ


-
How do you get a cisco certified administrator off your porch ?

You pay for your pizza.


Höfundur
Dabbz
Nörd
Póstar: 110
Skráði sig: Fös 15. Des 2006 00:24
Reputation: 0
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dabbz » Þri 13. Mar 2007 17:14

jú jú ég er með wep, nenni ekki að fara of læsa honum með mac því það eru margar tölvur sem tengjsat studnum við það þannig að ég nenni ekki að þurfa að skrá þær inn. Geri það líklega ef þetta heldur áfram eftir að ég skiptum aftur um wep....

og já, ég er búinn að vera að gramsa í 192.168.1.1. og maður þarf að skrá sig inn með admin ekki 1234 ef maður skráir sig inn þannig þá getur ekkert aðhafst þarna inni.

Ætlaði frekar að reyna að blocka mac addressuna hjá þessum ef einhver er...


Lappi=Mitac, Intel Cereon 2gz duo, 2gb RAM, ATI X1600 512 mb, 120gb HDD.


Dusilmenni
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Þri 06. Feb 2007 18:57
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dusilmenni » Mið 14. Mar 2007 20:49

Þegar þú grunar að hann er tengdur eða það að hann hafi verið tengdur nýlega þá getur þú farið í "Wireless Lan" undir "Maintenance" og valið "Association List". Þar finnur sérð þú allar MAC addressur sem tengjast þráðlaust. Minnir samt að ef kappinn er með manual IP addressu þá birtist MAC addressann ekki ( ábyrgist það ekki samt ). Þá getur þú bara tekið DHCP service af routernum og gert þetta allt manual-ly. Það væri pain in the ass ef þú ert með margar tölvur.


-

How do you get a cisco certified administrator off your porch ?



You pay for your pizza.


Höfundur
Dabbz
Nörd
Póstar: 110
Skráði sig: Fös 15. Des 2006 00:24
Reputation: 0
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dabbz » Fös 16. Mar 2007 18:12

Sry að ég var ekki búinn að svara fyrr, ég var búinn að finna þetta, þetta er undir Network-> LAN-> Client list

Fann einn barandarkall þarna og blockaði mac address hjá honum, hef ekki séð hann aftur :D


Lappi=Mitac, Intel Cereon 2gz duo, 2gb RAM, ATI X1600 512 mb, 120gb HDD.

Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1902
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf emmi » Mið 21. Mar 2007 12:06

Auðvelt að komast framhjá MAC og WEP fyrir þá sem virkilega vilja komast inná netið hjá þér. Ég myndi frekar nota WPA2.