Internetið ekki að anna allri umferðinni? Hrun framundan?
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5592
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1053
- Staða: Ótengdur
Internetið ekki að anna allri umferðinni? Hrun framundan?
Sá á Slashdot fjallað um hugsanlegan bandvíddarskort innan skamms.
http://ask.slashdot.org/askslashdot/07/ ... 5230.shtml
Video er byrjað að nota óhemjumikið af bandvídd internetsins, og einsog staðan er nú þá eru símafyrirtæki og þau fyrirtæki sem tengja saman nethnúta þurfa að fjárfesta grimmt í meiri búnaði og bandvídd bara til að halda í núverandi stöðu.
Við höfum alltaf gengið að því sem vísu að bandvídd aukist jafnóðum, hafi engin takmörk, en það er greinilegt að nú í dag með aukinni notkun breiðbandstenginga þá erum við komnir ansi nálægt endamörkunum.
BitTorrent eða P2P traffík er ábyrg fyrir um 60-80% af allri umferð á netinu, og eru það þá yfirleitt kvikmyndir og sjónvarpsþættir sem fara þar um. Nú eru menn yfirleitt að sækja kvikmyndir sem eru 700mb að stærð og sjónvarpsþætti sem eru um 350mb að stærð, en það sem ég velti fyrir mér er High-Definition byltingin. Nú þegar er byrjað að dreifa vinsælustu sjónvarpsþáttunum í "High-Res", þ.e. í stað 350mb sjónvarpsþátta þá er verið að dreifa þeim í 700mb. Og þegar HD-DVD/Blu-Ray diskarnir koma út þá verður kvikmyndum sennilega dreift í bestu gæðum, og rjúka þá í 2GB eða þar um bil.
Við erum að horfa á að innan við 2-3 ára muni P2P traffík hugsanlega tvöfaldast, þrefaldast, ef ekki meira. Þá eru þessi 60-80% búin að sprengja sig út í 300% miðað við núverandi stöðu.
Ljóst er að símafyrirtæki/net-hubbar geta ekki sinnt þessu, hvað er þá til ráða?
- Tollar á bandvídd (borga fyrir erlent dl)
- Verulegar takmarkanir á netumferð, t.d. lokað á YouTube, P2P
- Mismunandi áskriftarleiðir, eftir því meira sem þú borgar því hærri forgang færðu
Þeir sem þekkja eitthvað til netmála þá eru nethnútar, þessir massívu routerar sem transferra einhverjum Gbit á sek, hjartað í netinu, og sjá um að transferra pökkum.
Þessir routerar taka við pökkunum, setja í biðröð, og senda svo út. Ef að þessi biðröð er "full" þá verður packet-loss og leiðin er orðin "clogged" af traffík. Það gæti tekið 2-3 tilraunir, e.t.v. tugi tilrauna til að koma einum pakka í gegn. Það veldur gríðarlegri sóun á bandvídd, svo ekki sé á minnst gríðarlegri tímasóun (delay, packet loss etc.)
Þetta er virkilega mjög mikill raunveruleiki, og hef ég nokkrar áhyggjur af þessari stöðu. Ég hef þegar tekið eftir ofangreindum takmörkunum, sem ég held að séu þegar teknar gildi. Þó er ekki gengið svo langt að loka á vefsíður, en umferð er nú þegar af skornum skammti. Þegar menn eru með 8mbit tengingar og geta ekki spilað 2mín flash-video straum af YouTube án þess að buffera í 5 mín þá er eitthvað mikið að.
Það eru sennilega margir sem efast um þetta, og segja að tæknin muni bara þróast. Sennilega er það rétt, vandamálið mun leysast, en ég hef áhyggjur af hvernig ástandið verður eftir þessi 2-3 ár, e.t.v. eftir 1 ár, þegar Hi-Res byrjar að "kicka" inn.
Í tilefni þessa vil ég hvetja fellow-vaktara að vera opna fyrir öðrum leiðum til að nálgast video efni á netinu það eru til aðrar leiðir en að sækja beint erlendis frá.
http://ask.slashdot.org/askslashdot/07/ ... 5230.shtml
Video er byrjað að nota óhemjumikið af bandvídd internetsins, og einsog staðan er nú þá eru símafyrirtæki og þau fyrirtæki sem tengja saman nethnúta þurfa að fjárfesta grimmt í meiri búnaði og bandvídd bara til að halda í núverandi stöðu.
Við höfum alltaf gengið að því sem vísu að bandvídd aukist jafnóðum, hafi engin takmörk, en það er greinilegt að nú í dag með aukinni notkun breiðbandstenginga þá erum við komnir ansi nálægt endamörkunum.
BitTorrent eða P2P traffík er ábyrg fyrir um 60-80% af allri umferð á netinu, og eru það þá yfirleitt kvikmyndir og sjónvarpsþættir sem fara þar um. Nú eru menn yfirleitt að sækja kvikmyndir sem eru 700mb að stærð og sjónvarpsþætti sem eru um 350mb að stærð, en það sem ég velti fyrir mér er High-Definition byltingin. Nú þegar er byrjað að dreifa vinsælustu sjónvarpsþáttunum í "High-Res", þ.e. í stað 350mb sjónvarpsþátta þá er verið að dreifa þeim í 700mb. Og þegar HD-DVD/Blu-Ray diskarnir koma út þá verður kvikmyndum sennilega dreift í bestu gæðum, og rjúka þá í 2GB eða þar um bil.
Við erum að horfa á að innan við 2-3 ára muni P2P traffík hugsanlega tvöfaldast, þrefaldast, ef ekki meira. Þá eru þessi 60-80% búin að sprengja sig út í 300% miðað við núverandi stöðu.
Ljóst er að símafyrirtæki/net-hubbar geta ekki sinnt þessu, hvað er þá til ráða?
- Tollar á bandvídd (borga fyrir erlent dl)
- Verulegar takmarkanir á netumferð, t.d. lokað á YouTube, P2P
- Mismunandi áskriftarleiðir, eftir því meira sem þú borgar því hærri forgang færðu
Þeir sem þekkja eitthvað til netmála þá eru nethnútar, þessir massívu routerar sem transferra einhverjum Gbit á sek, hjartað í netinu, og sjá um að transferra pökkum.
Þessir routerar taka við pökkunum, setja í biðröð, og senda svo út. Ef að þessi biðröð er "full" þá verður packet-loss og leiðin er orðin "clogged" af traffík. Það gæti tekið 2-3 tilraunir, e.t.v. tugi tilrauna til að koma einum pakka í gegn. Það veldur gríðarlegri sóun á bandvídd, svo ekki sé á minnst gríðarlegri tímasóun (delay, packet loss etc.)
Þetta er virkilega mjög mikill raunveruleiki, og hef ég nokkrar áhyggjur af þessari stöðu. Ég hef þegar tekið eftir ofangreindum takmörkunum, sem ég held að séu þegar teknar gildi. Þó er ekki gengið svo langt að loka á vefsíður, en umferð er nú þegar af skornum skammti. Þegar menn eru með 8mbit tengingar og geta ekki spilað 2mín flash-video straum af YouTube án þess að buffera í 5 mín þá er eitthvað mikið að.
Það eru sennilega margir sem efast um þetta, og segja að tæknin muni bara þróast. Sennilega er það rétt, vandamálið mun leysast, en ég hef áhyggjur af hvernig ástandið verður eftir þessi 2-3 ár, e.t.v. eftir 1 ár, þegar Hi-Res byrjar að "kicka" inn.
Í tilefni þessa vil ég hvetja fellow-vaktara að vera opna fyrir öðrum leiðum til að nálgast video efni á netinu það eru til aðrar leiðir en að sækja beint erlendis frá.
*-*
-
- Kóngur
- Póstar: 6486
- Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
- Reputation: 312
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Hvernig kemst hlutfall af p2p uppfyrir 100% ?
Ástæðan fyrir því að youtube er svona lengi að hlaða myndskeiðum er vegna bandvíddartakmarkana frá netfyrirtækjum en ekki vegna þess að netið er að "springa".
Ég verð að segja að mér þykir þessi grein hjá þér frekar röklaus og eiginlega bara byggð á hræðsluáróðri sem að kvikmyndaútgáfufyrirtæki hafa verið að dreifa til vanvita almúga.
Hefuru einhver tæknileg rök fyrir þessu sem þú ert að segja?
Ástæðan fyrir því að youtube er svona lengi að hlaða myndskeiðum er vegna bandvíddartakmarkana frá netfyrirtækjum en ekki vegna þess að netið er að "springa".
Ég verð að segja að mér þykir þessi grein hjá þér frekar röklaus og eiginlega bara byggð á hræðsluáróðri sem að kvikmyndaútgáfufyrirtæki hafa verið að dreifa til vanvita almúga.
Hefuru einhver tæknileg rök fyrir þessu sem þú ert að segja?
"Give what you can, take what you need."
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1058
- Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
- Reputation: 0
- Staðsetning: www.tech.is
- Staða: Ótengdur
Yank skrifaði:áhugaverð grein.
Bara benda á að kvikmyndir í HD DVD og Blu-Ray eru tugir GB að stærð (allt að 20-40 GB hver mynd)
Scene released HD-DVDRips eru kringum 4GB. Downscaleuð niður í 720p (úr 1080p) og yfirleitt með bara einni Dolby Digital hljóðrás eða DTS í staðinn fyrir Dolby TrueHD. Yfirleitt encodeaðar í X.264 líka.
Allavega þau rip sem ég hef séð so far.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1058
- Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
- Reputation: 0
- Staðsetning: www.tech.is
- Staða: Ótengdur
Stebet skrifaði:Yank skrifaði:áhugaverð grein.
Bara benda á að kvikmyndir í HD DVD og Blu-Ray eru tugir GB að stærð (allt að 20-40 GB hver mynd)
Scene released HD-DVDRips eru kringum 4GB. Downscaleuð niður í 720p (úr 1080p) og yfirleitt með bara einni Dolby Digital hljóðrás eða DTS í staðinn fyrir Dolby TrueHD. Yfirleitt encodeaðar í X.264 líka.
Allavega þau rip sem ég hef séð so far.
http://www.torrentz.com/search?q=1080+movie
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5592
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1053
- Staða: Ótengdur
gnarr skrifaði:Hvernig kemst hlutfall af p2p uppfyrir 100% ?
P2P gagnatraffíkin eftir 2-3 ár væri þá 300% miðað við bandvíddargetu í dag.
gnarr skrifaði:Ástæðan fyrir því að youtube er svona lengi að hlaða myndskeiðum er vegna bandvíddartakmarkana frá netfyrirtækjum en ekki vegna þess að netið er að "springa".
Og hver er ástæðan fyrir þessum bandvíddartakmörkunum? Mér finnst ansi skrýtið að fyrir 3 árum síðan, áður en "frítt niðurhal" kom þá var ekkert mál að streama video erlendis frá, á 2mbit tengingum. Núna í dag erum við með margfalt "öflugri" tengingar, en náum ekki sömu gæðum. P2P umferð (erlendis) hefur einnig hrapað í hraða.
gnarr skrifaði:Ég verð að segja að mér þykir þessi grein hjá þér frekar röklaus og eiginlega bara byggð á hræðsluáróðri sem að kvikmyndaútgáfufyrirtæki hafa verið að dreifa til vanvita almúga.
Hefuru einhver tæknileg rök fyrir þessu sem þú ert að segja?
Ég er ekkert að boða internet-armageddon, ég er aðeins að segja frá því sem ég las og álit mitt á því. Þú getur kallað þetta hræðsluáróður ef þú vilt, en fyrirtæki einsog Google eru að tala um þetta svo og ýmis stór óháð netfyrirtæki.
Ég efast um að Google væri að tala um þetta nema að þetta væri raunverulegt vandamál, þar sem þeir hafa verið að byggja upp video þjónustu og keypti nýverið YouTube, þannig að þeir hafa hag af því að video streymi vel um internetið.
Innanlandstraffík á Ísland er sennilega í lagi, en það er traffíkin erlendis til/frá sem er í ólagi að mínu mati. Ég hef tekið eftir því núna undanfarið 2-3 ár (eftir að ókeypis download kom) að það er orðið nær ómögulegt að streama video erlendis frá, t.d. af gametrailers.com, gamespot.com, video.google.com (er þó skárra en youtube), og svo YouTube.com.
P2P traffík, BitTorrent, hefur versnað. Áður var maður að fá 100-200kb/s, núna 10-20kb/s á algengum torrentum.
Mér finnst þetta skrýtið sérstaklega þar sem fyrir 3 árum síðan voru flestir með 2mbita tengingar, en núna eru flestir með 8-12mbit tengingar en geta samt ekki streymt erlendis frá?
*-*
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5592
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1053
- Staða: Ótengdur
Yank skrifaði:áhugaverð grein.
Bara benda á að kvikmyndir í HD DVD og Blu-Ray eru tugir GB að stærð (allt að 20-40 GB hver mynd)
Já, "hrein" rip eru það. Ég hef ekki séð þessar stærðir ennþá, en miðað við þessi hd-rip sem ég hef séð á torrent þá er þetta í kringum 2-4GB.
En 20-40GB er náttúrulega brjálæði. Ef fólk væri að downloada þannig að staðaldri þá þyrfti aldeilis að taka netkerfin í gegn.
*-*
Yank skrifaði:Stebet skrifaði:Yank skrifaði:áhugaverð grein.
Bara benda á að kvikmyndir í HD DVD og Blu-Ray eru tugir GB að stærð (allt að 20-40 GB hver mynd)
Scene released HD-DVDRips eru kringum 4GB. Downscaleuð niður í 720p (úr 1080p) og yfirleitt með bara einni Dolby Digital hljóðrás eða DTS í staðinn fyrir Dolby TrueHD. Yfirleitt encodeaðar í X.264 líka.
Allavega þau rip sem ég hef séð so far.
http://www.torrentz.com/search?q=1080+movie
Enda eru þetta ekki rips. Þetta er clean copies annaðhvort úr sjónvarpi eða af HD-DVD, svipað og DVD-R releases. Þessvegna er þetta með Dolby TrueHD og eða í 1080i eða 1080p.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1058
- Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
- Reputation: 0
- Staðsetning: www.tech.is
- Staða: Ótengdur
Stundum verð ég gjörsamlega gáttaður á svörum sem ég fæ eftir að pósta hér á vaktin.is. Það ætla alltaf allir að leiðrétta allt og alla. Hélt málið í þessum þræði væri framtíða og þróun netnokunar. Ekki stærð rip af HD disk eða ekki sem ég hef ekki minnst á einu orði.
En alla vega. Svo ég skýri betur hvað ég átti við. Ef mönnum finnst P2P mikið í dag. Bíðið þá þangað til þess að HD menninginn gengur í garð næsta ár eða tvö og menn fara daglega að dl af torrent HD-DVD diskum í heild sinni 30-40 GB á sama hátt og þeir eru í dag að dl DVD diskum 4,7 -8,5 GB. Sumir eru þegar eflaust byrjaðir
Kvikmynd rip af HD disk í H264 720p er í lámarks gæðum rúmlega eða um 4 GB.
1080i fer leikandi yfir 10 GB. Svo ég minnist nú fyrst á það sem sumir eru að commenta á. HD-DVD á að geta rúmað einhver 30-40 GB og Blu-Ray meira.
En alla vega. Svo ég skýri betur hvað ég átti við. Ef mönnum finnst P2P mikið í dag. Bíðið þá þangað til þess að HD menninginn gengur í garð næsta ár eða tvö og menn fara daglega að dl af torrent HD-DVD diskum í heild sinni 30-40 GB á sama hátt og þeir eru í dag að dl DVD diskum 4,7 -8,5 GB. Sumir eru þegar eflaust byrjaðir
Kvikmynd rip af HD disk í H264 720p er í lámarks gæðum rúmlega eða um 4 GB.
1080i fer leikandi yfir 10 GB. Svo ég minnist nú fyrst á það sem sumir eru að commenta á. HD-DVD á að geta rúmað einhver 30-40 GB og Blu-Ray meira.
Yank skrifaði:Stundum verð ég gjörsamlega gáttaður á svörum sem ég fæ eftir að pósta hér á vaktin.is. Það ætla alltaf allir að leiðrétta allt og alla. Hélt málið í þessum þræði væri framtíða og þróun netnokunar. Ekki stærð rip af HD disk eða ekki sem ég hef ekki minnst á einu orði.
En alla vega. Svo ég skýri betur hvað ég átti við. Ef mönnum finnst P2P mikið í dag. Bíðið þá þangað til þess að HD menninginn gengur í garð næsta ár eða tvö og menn fara daglega að dl af torrent HD-DVD diskum í heild sinni 30-40 GB á sama hátt og þeir eru í dag að dl DVD diskum 4,7 -8,5 GB. Sumir eru þegar eflaust byrjaðir
Kvikmynd rip af HD disk í H264 720p er í lámarks gæðum rúmlega eða um 4 GB.
1080i fer leikandi yfir 10 GB. Svo ég minnist nú fyrst á það sem sumir eru að commenta á. HD-DVD á að geta rúmað einhver 30-40 GB og Blu-Ray meira.
Sorrí, ég viðurkenni að ég á það til að vera leiðréttingaglaður. Ég læt bara hluti sem er ekki nákvæmlega réttir fara í taugarnar á mér of auðveldlega. Ég lít nefnilega á HD-DVD rip allt öðruvísi en HD-DVD disk kóperaðann í heild sinni eða upptekna HDTV útsendingu. Tómeitó, tómató
Ég er hins vegar sammála gnarr. Þetta er talsvert ýkt grein. Þó hlutirnir séu stærri þá þýðir það ekki að bandvíddin rjúki upp úr öllu valdi. Ég downlóda 700mb þætti alveg jafn hratt og 4 GB HD mynd. Er bara lengur að ná í HD myndina og finn mér bara eitthvða annað að sækja þegar ég er búinn að sækja 700mb þáttinn. Eyði nánast jafn-mikilli bandvídd. Reyndar verður "nýtingin" á tengingunni væntanlega aðeins meiri yfir tíma þar sem menn eru að "maxa" hana í lengri tíma en venjulega en hins vegar held ég að routerar höndli þetta alveg. Tala nú ekki um þegar ljósleiðaravæðing er sífellt að færast í aukana. Það sem á helst eftir að valda okkur íslendingum vandræðum eru blessuðu útlandatengingarnar okkar
Edit: Póstur númer 200... zomg!
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2783
- Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
- Reputation: 126
- Staðsetning: FL410
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Jæja í fyrsta lagi þá var þetta mjög góð grein. Hvort hún sé 100% rétt veit ég ekkert um en
skemmtileg lesning og fær mann til að hugsa. Mjög vel sett upp líka
En að meginmálinu er ég ekkert að stressast yfir þessu. Ég hugsa aftur og minnist þess þegar ég
var með 56kb módem og 256kb adsl var draumurinn. Svo fékk maður loksins adsl, ahhh þessir góðu
tímar svo áður en mar vissi af var maður kominn með 1MB 2MB 4MB tengingar og maður var bara
WOW en um leið og maður er nýbuinn að uppfæra uppur 256 og kominn í 1MB bamm
það hverfur og 8MB kemur í staðinn. Svo koll af kolli hámarkið núna er hvað 12MB mér
finnst mín 2MB á sek allveg nóg fyrir mína leikjaspilun og niðurhal.
Hver man ekki eftir 100MB hámarks dl á mánuðu? Það var agalegt maður fór alltaf yfir núna er
mar kominn með 6GB og ég er heppinn ef ég fer hálfa leið með það
En jæja long story short við erum alltaf að þróa eitthvað sem verður hraðara en það fyrra og ef
ein lína er ekki nóg bætum við annari einfaldlega við.
Góð regla er að njóta einhvers meðan maður hefur það. Ef það hverfur í lokin getur maður verið
sáttur meðvitaður um að mar naut þess meðan mar gat Nemar maður hafi auðvitað verið að
stressast yfir því og eytt tímanum sem maður hafi í að skrifa á spjallborð í staðinn fyrir að
specca YouTube uppur öllu valdi
skemmtileg lesning og fær mann til að hugsa. Mjög vel sett upp líka
En að meginmálinu er ég ekkert að stressast yfir þessu. Ég hugsa aftur og minnist þess þegar ég
var með 56kb módem og 256kb adsl var draumurinn. Svo fékk maður loksins adsl, ahhh þessir góðu
tímar svo áður en mar vissi af var maður kominn með 1MB 2MB 4MB tengingar og maður var bara
WOW en um leið og maður er nýbuinn að uppfæra uppur 256 og kominn í 1MB bamm
það hverfur og 8MB kemur í staðinn. Svo koll af kolli hámarkið núna er hvað 12MB mér
finnst mín 2MB á sek allveg nóg fyrir mína leikjaspilun og niðurhal.
Hver man ekki eftir 100MB hámarks dl á mánuðu? Það var agalegt maður fór alltaf yfir núna er
mar kominn með 6GB og ég er heppinn ef ég fer hálfa leið með það
En jæja long story short við erum alltaf að þróa eitthvað sem verður hraðara en það fyrra og ef
ein lína er ekki nóg bætum við annari einfaldlega við.
Góð regla er að njóta einhvers meðan maður hefur það. Ef það hverfur í lokin getur maður verið
sáttur meðvitaður um að mar naut þess meðan mar gat Nemar maður hafi auðvitað verið að
stressast yfir því og eytt tímanum sem maður hafi í að skrifa á spjallborð í staðinn fyrir að
specca YouTube uppur öllu valdi
Kísildalur.is þar sem nördin versla
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5592
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1053
- Staða: Ótengdur
Zedro: Að vissu leyti er þetta rétt hjá þér.
Hinsvegar ber að hafa í huga að koparinn, sem ADSL fer yfir, ræður ekki við meiri hraða en þennan fræðilega hámarkshraða á ADSL2plus, sem er eitthvað um 24mbit. Hinsvegar er ljóst að langflestir ná ekki þessum hámarkshraða þar sem hann er miðað við "bestu aðstæður", þ.e. engar truflanir á línu og að vegalengdin frá símstöð og húsi sé ekki meiri en eitthvað ákveðið.
Þetta hefur ekkert með nýja tækni sem nýtir koparinn betur að gera, ADSL er gömul tækni sem nýtir tíðnisviðin sem koparinn býður upp á. Það er ekki hægt að bæta við tíðnisviðum. Það er búið að rannsaka þetta vandamál gríðarlega mikið.
Þannig að stærsta vandamálið sem við stöndum frammi fyrir eftir um 3 ár er að skipta koparnum út fyrir ljósleiðara, þ.e. skipta um physískan mediumið...og það er stórt stökk. Þá þurfa allir inntak inn í húsið, sem ekki allir hafa, en það er þó búið að leggja ljósaleiðara útum held ég. Hver man ekki eftir Línu.Net sem var að grafa upp hálft höfuðborgarsvæðið á sínum tíma?
Reyndar er ljósið mjög dýrt einsog er, endabúnaðurinn er nokkuð dýr, og miðað við að það þyrfti að leggja svona í hvert einasta hús á a.m.k. höfuðborgarsvæðinu þá erum við að tala um ansi háar fjárhæðir.
Miðað við að margir eru komnir með HD sjónvörp og þeir sem eru með gömlu túbusjónvörpin eru að hugsa um að skipta þá tel ég að krafan um bandvídd verðir háværari. Fólk vill nýta þessi sjónvörp. Fáránlegt að kaupa flott HD sjónvarp og engin útsending í HD! Þá downloadar fólk bara efni! (eina leiðin)
En þetta er ekki bara vandamál hérna á Íslandi, erlendis er þetta enn meira vandamál þar sem mjög erfitt er að stækka kerfi sem nú þegar eru orðin gríðarstór. Ekkert mál á Íslandi þar sem kerfin eru það lítil, miðað við það sem gerist erlendis. Enda er enginn flöskuháls á innlendri traffík.
Hinsvegar ber að hafa í huga að koparinn, sem ADSL fer yfir, ræður ekki við meiri hraða en þennan fræðilega hámarkshraða á ADSL2plus, sem er eitthvað um 24mbit. Hinsvegar er ljóst að langflestir ná ekki þessum hámarkshraða þar sem hann er miðað við "bestu aðstæður", þ.e. engar truflanir á línu og að vegalengdin frá símstöð og húsi sé ekki meiri en eitthvað ákveðið.
Þetta hefur ekkert með nýja tækni sem nýtir koparinn betur að gera, ADSL er gömul tækni sem nýtir tíðnisviðin sem koparinn býður upp á. Það er ekki hægt að bæta við tíðnisviðum. Það er búið að rannsaka þetta vandamál gríðarlega mikið.
Þannig að stærsta vandamálið sem við stöndum frammi fyrir eftir um 3 ár er að skipta koparnum út fyrir ljósleiðara, þ.e. skipta um physískan mediumið...og það er stórt stökk. Þá þurfa allir inntak inn í húsið, sem ekki allir hafa, en það er þó búið að leggja ljósaleiðara útum held ég. Hver man ekki eftir Línu.Net sem var að grafa upp hálft höfuðborgarsvæðið á sínum tíma?
Reyndar er ljósið mjög dýrt einsog er, endabúnaðurinn er nokkuð dýr, og miðað við að það þyrfti að leggja svona í hvert einasta hús á a.m.k. höfuðborgarsvæðinu þá erum við að tala um ansi háar fjárhæðir.
Miðað við að margir eru komnir með HD sjónvörp og þeir sem eru með gömlu túbusjónvörpin eru að hugsa um að skipta þá tel ég að krafan um bandvídd verðir háværari. Fólk vill nýta þessi sjónvörp. Fáránlegt að kaupa flott HD sjónvarp og engin útsending í HD! Þá downloadar fólk bara efni! (eina leiðin)
En þetta er ekki bara vandamál hérna á Íslandi, erlendis er þetta enn meira vandamál þar sem mjög erfitt er að stækka kerfi sem nú þegar eru orðin gríðarstór. Ekkert mál á Íslandi þar sem kerfin eru það lítil, miðað við það sem gerist erlendis. Enda er enginn flöskuháls á innlendri traffík.
*-*
-
- Kóngur
- Póstar: 6486
- Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
- Reputation: 312
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
appel skrifaði:Reyndar er ljósið mjög dýrt einsog er, endabúnaðurinn er nokkuð dýr, og miðað við að það þyrfti að leggja svona í hvert einasta hús á a.m.k. höfuðborgarsvæðinu þá erum við að tala um ansi háar fjárhæðir.
Ljós 30 með heimasíma – 7.990 kr. á mánuði
1. Hive háhraðatenging inn í hús, allt að 30Mb á sekúndu
2. Ótakmarkað erlent niðurhal
3. Tilbúið fyrir sjónvarp í gegnum Ljósleiðara GR
4. Frí símtöl í alla heimasíma
5 Ódýrari útlandasímtöl
6. Sama símanúmer - Sama símtæki
7. Þrjú frí netföng, @hive.is
Þetta er btw 30Mbps í báðar áttir.
"Give what you can, take what you need."
-
- Besserwisser
- Póstar: 3963
- Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
- Reputation: 0
- Staðsetning: Seltjarnarnes
- Staða: Ótengdur
gnarr skrifaði:appel skrifaði:Reyndar er ljósið mjög dýrt einsog er, endabúnaðurinn er nokkuð dýr, og miðað við að það þyrfti að leggja svona í hvert einasta hús á a.m.k. höfuðborgarsvæðinu þá erum við að tala um ansi háar fjárhæðir.Ljós 30 með heimasíma – 7.990 kr. á mánuði
1. Hive háhraðatenging inn í hús, allt að 30Mb á sekúndu
2. Ótakmarkað erlent niðurhal
3. Tilbúið fyrir sjónvarp í gegnum Ljósleiðara GR
4. Frí símtöl í alla heimasíma
5 Ódýrari útlandasímtöl
6. Sama símanúmer - Sama símtæki
7. Þrjú frí netföng, @hive.is
Þetta er btw 30Mbps í báðar áttir.
Fook, bara ef ég ætti 5000 kalli meir til að spandera í tengingu
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
-
- Nýliði
- Póstar: 15
- Skráði sig: Þri 06. Feb 2007 18:57
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
-
- Gúrú
- Póstar: 529
- Skráði sig: Mán 04. Ágú 2003 00:56
- Reputation: 0
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Gáfað og ógáfað fólk hefur árum saman verið að spá fyrir um endalok heimsins, hrun internetsins, eða segjandi að nú sé búið að finna öll eðlisfræðilögmál sem eru til.
Ef þú hefur miklar áhyggjur af þessu appel, mæli ég með að stinga puttunum í eyrun og syngja "Don't worry. Be happy".
Þetta reddast á endanum.
Ef þú hefur miklar áhyggjur af þessu appel, mæli ég með að stinga puttunum í eyrun og syngja "Don't worry. Be happy".
Þetta reddast á endanum.
On with the show..
Eldgamall þráður en datt í hug að einhverjum þætti þetta hérna áhugaverður linkur
http://traffic.simnet.is/public/utlond/ ... mtals.html
Síminn kominn í 1,3 gig og sjáið vöxtinn eftir áramót o_O
En varðandi efni þráðarins þá mun internetið alveg örugglega ekki hrynja en mjög líklega verða einhverjir vaxtarverkir af og til (les : ISParnir seinir til að stækka).
http://traffic.simnet.is/public/utlond/ ... mtals.html
Síminn kominn í 1,3 gig og sjáið vöxtinn eftir áramót o_O
En varðandi efni þráðarins þá mun internetið alveg örugglega ekki hrynja en mjög líklega verða einhverjir vaxtarverkir af og til (les : ISParnir seinir til að stækka).
----o-o-o----
Síðan er alltaf spurningin hvað framtíðin ber í skauti sér. Þarf ekki endilega að verða heimsendir ef fólk hugsar "outside the box"
http://www.megagames.com/news/html/hard ... mbps.shtml
http://www.megagames.com/news/html/hard ... mbps.shtml