gnarr skrifaði:nei, það verður að vera sambærilegt móðurborð.. góð hugmynd samt
Það hjálpar ekkert í mínu tilfelli, móðurborðið mitt er löngu komið úr sölu.
gumol skrifaði:Það er nú ekki eins og allar nýjar tölvur séu með móðurborðum sem komu fyrst út í gær. Þú getur keypt þér seinasta eintakið af móðurborði sem framleitt er og látið setja saman tölvu fyrir þig. Þá ertu samt með nýja tölvu og OEM stýrikerfi en getur hugsanlega ekki fengið eins eða mjög svipað móðurborð ef það bilar.
Stebet skrifaði:Taxi skrifaði:Moneysoft kemst bara upp með svona,vegna þess að þeir eru í einokunarstöðu á markaðnum.
Þeir komast upp með svona vegna þess að enginn annar gerir samkeppnishæf stýrikerfi fyrir PC vélar.
Taxi skrifaði:Stebet skrifaði:Taxi skrifaði:Moneysoft kemst bara upp með svona,vegna þess að þeir eru í einokunarstöðu á markaðnum.
Þeir komast upp með svona vegna þess að enginn annar gerir samkeppnishæf stýrikerfi fyrir PC vélar.
Og M$ hefur ekki gert neitt til að hindra samkeppni frá öðrum sem skrifa forrit fyrir neytendur.
Moneysoft hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að berja niður alla samkeppni og leyfa engum nýjum aðilum að komast inn á markaðinn.
Einu aðilarnir sem eru færir um að skrifa stýrikerfi,eru allir háðir M$ á einn eða annan veg í gegnum samstarf t.d. IBM og Apple.
Mín von er sú,að fljótlega verði hægt að keyra Mac stýrikerfi á PC og öfugt án neinna takmarkanna.
þetta er allt að verða sami vélbúnaðurinn hvort sem er.
Linux á Mac er líka skemmtileg tilhugsun.
Flest held ég. Það er líka hægt að keyra Windows á sumum apple vélum og Mac OS á sumum Windows vélum.Birkir skrifaði:Myndir þú bara bjóða samkeppnisaðilana velkomna á markaðinn ef þú værir að reyna að reka fyrirtæki með sem mestan hagnað?
Auðvitað myndi maður reyna að gera eitthvað til þess að þeir nái sem minnstri markaðshlutdeild.
P.S. er ekki hægt að keyra einhver linux distró á Mac?
CendenZ skrifaði:Ubuntu er alveg meiri háttar distró.