Acer Aspire slekkur á sér í leikjum


Höfundur
Alcatraz
Nörd
Póstar: 131
Skráði sig: Mán 17. Apr 2006 16:50
Reputation: 6
Staðsetning: Hér og þar
Staða: Ótengdur

Acer Aspire slekkur á sér í leikjum

Pósturaf Alcatraz » Þri 30. Jan 2007 18:33

Vinur minn er núna að lenda í því að fartölvan hans slekkur alltaf á sér í leikjum. Svo þegar hann kveikir aftur á henni kemur blár skjár og disk check fer í gang. (Hef ekki séð þetta, hann lýsti því svona) Veit einhver hvað gæti hugsanlega verið að?



Skjámynd

DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Þri 30. Jan 2007 22:08

Það gæti verið margt. En ég myndi byrja á því að ná í nýjustu drivera fyrir skjákortið, prófa minnið með einhverju þannig forriti, keyra SFC (system file checker) og vírus-/spywarehreinsa tölvuna. Svo ef það virkar ekki þá getur vinur þinn boot-að í windows setup (ef hann hefur disk) og valið þar repair. Svo að lokum væri sniðugt að setja inn service pakka ef það er enginn svoleiðis inná.

Ef allt þetta lagar ekkert þá er skjákortið eitthvað gallað og þá verður að fara með tölvuna í viðgerð. Alveg svosem hægt að spara allt vesenið fyrir ofan með því að gera það bara strax. Samt aldrei að vita nema þetta sé eitthvað einfalt.


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Höfundur
Alcatraz
Nörd
Póstar: 131
Skráði sig: Mán 17. Apr 2006 16:50
Reputation: 6
Staðsetning: Hér og þar
Staða: Ótengdur

Pósturaf Alcatraz » Mið 31. Jan 2007 15:48

Takk fyrir það, að vísu sagði ég honum bara að senda hana í viðgerð þar sem ég vissi að ég þyrfti að gera þetta allt fyrir hann... :roll: