Tölvuvarinn

Skjámynd

Höfundur
Skrekkur
Fiktari
Póstar: 95
Skráði sig: Lau 09. Ágú 2003 20:51
Reputation: 4
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Tölvuvarinn

Pósturaf Skrekkur » Lau 09. Des 2006 15:07

Ég var að skoða umræður um stuld á tölvum hér á spjallinu og sá að einhverjir voru að plugga Tölvuvara símans.

Tölvuvarinn virðist vera íslenskun á pc-mapper, og ég sá allavega ekki í fljótu bragði að það væri nokkuð bætt við þennan búnað. Þegar þetta er heimasíða pc-mapper niðri, sem getur ekki verið traustvekjandi ef þessi hugbúnaður reiðir sig á uppitíma viðtökuþjónustu.

Mér finnst þessi tölvuvari mjög undarlegur hugbúnaður, sem virðist gera meira útá það að þjófurinn sé alger nýliði frekar en eitthvað annað.

Flestar vélar í dag eru varðar með lykilorði í stýrikerfið, þannig ég býst við að ef þjófurinn ætlar að nota sama kerfi, þá kunni hann að resetta passwordi. Sæmilega algengt er að vélar séu læstar með bios passwordi, og er lítið mál á flestum vélum að resetta því með nokkrum trixum.

Einnig má telja miklar líkur á því að ef þjófur kann að hakka windows password á annað borð til að komast í fdisk, séu allar líkur á því að hann láti það ekki stöðva sig. Fyrir utan að ef þú þarft að nota fdisk... hvað þá?

Hvernig er svo staðsetningin send? í formi ip-tölu? Það er allavega eitthvað, Þetta virðist vera hugbúnaður sem ég gæti skrifað á ca. einum degi og hennt í startup. Eina sem mögulega vert er að borga fyrir semsagt mögulegur aðgangur í gagnagrunn, sem væntanlega er með 99,999% uppitíma sem tekur við innsendingum.

Síminn heldur því fram að 98% þeirra með þennan vara fái tölvurnar aftur, en gaman væri að sjá heimildir hve margir fá tölvurnar sínar yfir höfuð aftur og hve margir sem keypt hafa tölvuvarann hafa misst vélarnar sínar.

Eru til einhverjar alvöru lausnir við þessu? Eins og mini-gps sendir sem hægt er að setja inní vélinna (eða annað sem þjófar eru ekki beint að búast við).

Ég gæti líka mögulega verið að ofmeta þessa þjófa, en well, mesta öryggið finnst mér er að hugsa eins og maður sjálfur væri þjófur og þyrfti að brjótast inn, og eftir að hafa lesið um tölvuvarann á heimasíðu símans spottaði ég strax leiðir framhjá þessu.




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Lau 09. Des 2006 15:40

Eru fartölvuþjófar ekki oft illa farnir fíklar að leita sér að einhverju til að selja? Gæti vel verið að einhver sem kaupir vélina í góðri trú, eða þá þjófurinn sjálfur kveikji á henni. Getur ekki verið að þetta forrit byrji að virka áður en þú skráir þig inn ef þú ert tengdur gegnum ethernet? (sem er kanski frekar ólíklegt)

Ef þetta gerir ekkert slæmt þá held ég að þetta sé bara gott mál, eykur líkurnar kanski eitthvað að þú fáir tölvuna þína aftur ef henni er stolið.



Skjámynd

Höfundur
Skrekkur
Fiktari
Póstar: 95
Skráði sig: Lau 09. Ágú 2003 20:51
Reputation: 4
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Skrekkur » Lau 09. Des 2006 16:04

Það er spurning, en jú þetta keyrir sem service og fer því í gang áður en login fer fram, en já þyrfti að vera tengd við ethernet. Ég hef bara enga hugmynd hvernig þetta er samt hér, með hverjir stela og hvernig þeir koma hlutum í verð. En ef það eru einhverjir sem stunda þetta, þó ekki nema bara nett-skipulega, þá hljóta þeira að vita allavega eitthvað.

Ég myndi halda að það séu allavega einhverjir í undirheimunum sem kunna að hreinsa tölvur fyrir eitthvað verð, annars well, myndi engin komast upp með að selja stolnar tölvur, ef allir þjófarnir eru skemmdir fíklar.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Lau 09. Des 2006 17:46

Ég myndi nú halda að ef þjófurinn er með internettengingu á annaðborð, þá hafi hann líka heyrt af þessum "tölvuvara" og hafi vit á að tengja hana ekki við netið. Og ef hann er með internet tengingu er frekar líklegt að hann hafi lágmarks tölvuþekkingu og geti með litlu móti aflað sér þeirra upplýsinga til að komast framhjá þessu og setja tölvuna upp uppá nýtt.


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvarinn

Pósturaf Voffinn » Lau 09. Des 2006 19:41

Skrekkur skrifaði:[...]Eins og mini-gps sendir sem hægt er að setja inní vélinna (eða annað sem þjófar eru ekki beint að búast við).[...]


Hvað ert þú oft að nota fartölvuna þína úti?



Skjámynd

Höfundur
Skrekkur
Fiktari
Póstar: 95
Skráði sig: Lau 09. Ágú 2003 20:51
Reputation: 4
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvarinn

Pósturaf Skrekkur » Mán 11. Des 2006 10:40

Voffinn skrifaði:
Skrekkur skrifaði:[...]Eins og mini-gps sendir sem hægt er að setja inní vélinna (eða annað sem þjófar eru ekki beint að búast við).[...]


Hvað ert þú oft að nota fartölvuna þína úti?


Hvað meinarðu eiginlega með þessu, gps virkar jafnt inni sem úti, en ég ferðast sæmilega mikið með vélina mína, en bara svona pæling.



Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvarinn

Pósturaf Voffinn » Mán 11. Des 2006 12:01

Skrekkur skrifaði:
Voffinn skrifaði:
Skrekkur skrifaði:[...]Eins og mini-gps sendir sem hægt er að setja inní vélinna (eða annað sem þjófar eru ekki beint að búast við).[...]


Hvað ert þú oft að nota fartölvuna þína úti?


Hvað meinarðu eiginlega með þessu, gps virkar jafnt inni sem úti, en ég ferðast sæmilega mikið með vélina mína, en bara svona pæling.


Hvaða súper gps tæki átt þú félagi? Eða býrðu kannski í timburhúsi? Ég á Garmin 60Cx, sem er bara eitt af bestu hand gps tækjunum frá garmin, það dettur út um leið og þú ferð inní byggingu sem steinsteypt.




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Mán 11. Des 2006 13:16

Mitt 60CSx virkar inni ef ég er nálægt glugga, svo það er möguleiki á að þetta virki þótt það sé ekki öruggt.




Xyron
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 23:36
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Xyron » Mán 11. Des 2006 19:43

heyrði einhverstaðar að þetta forrit þeirra væri rootkit..

svo eina leiðinn til að losna við það væri format.. væntanlega sendir þetta rootkit forrit packa til einhverjar simnet tölvu




dos
Nörd
Póstar: 132
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:05
Reputation: 0
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Pósturaf dos » Sun 11. Feb 2007 00:29

Er þetta ekki mikið sniðugra? Þeir segja að þetta sé alveg ósýnilegt og þoli format og ég veit ekki hvað, hvernig sem þeir fara að því.


http://www.absolute.com/Public/computra ... curity.asp



Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Pósturaf ManiO » Sun 11. Feb 2007 11:37

Fá sér bara apple laptop, efast um að þessir þrjótar sem stela fartölvum kunni e-ð á þær :lol:


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."