Heitir Reitir


Höfundur
Robinho
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Fös 29. Sep 2006 16:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Heitir Reitir

Pósturaf Robinho » Fös 29. Sep 2006 16:08

Heitir reitir
Nú langar mig að fræðast aðeins um heita reiti svokallaða.
Ég er notandi hjá Hive en þeir virðast ekki vera bendlaðir við neina heita reiti ens og Síminn og Ogvodafone. Ég fór t.d. á einn heitan reit um daginn sem síminn er með og reyndi að tengjast en þar stóð að ég þyrfti að kaupa skafkort eða vera með áskrift hjá símanum.
Mín spurning er því: Get ég ekki notað neinn af þessum heitu reitum og hvernig stendur á því að Hive er ekki með slíka þjónustu?
Með von um svör
Robinho



Skjámynd

Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Heliowin » Fös 29. Sep 2006 17:08

Það ættu að finnast opnir heitir reitir hér og þar, t.d. í borgarbókasafninu í Tryggvagötu í Reykjavík (OgVodafone) á fyrstu og fimmtu hæð, þjóðarbókhlöðunni (Hive) og kaffihúsi í Ráðhúsinu (Hive).

Ég hef lifað sældardögum á þeim bæjum :P



Skjámynd

kemiztry
Gúrú
Póstar: 592
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:15
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Pósturaf kemiztry » Fös 29. Sep 2006 17:44

Þú átt að geta notað þessa svokölluðu "heitu reiti" hvort sem það er hjá OgVodafone eða hjá Símanum. Eflaust þarftu að fá eitthvað password hjá viðkomandi til að komast inn á þessi kerfi.


kemiztry

Skjámynd

Fumbler
spjallið.is
Póstar: 493
Skráði sig: Mið 23. Apr 2003 17:15
Reputation: 25
Staðsetning: Vestfirðir
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Fumbler » Lau 30. Sep 2006 14:57

Þú átt að fá þessi skafkort frítt í verslunum og afgreiðslu staðana sem eru með svæðin fyrir þessi þráðlausu netsvæðin hjá símanum.
Eða vera með internet áskrift hjá símanum eða GSM númer í áskrift hjá símanum.