Skjákortið bilað/gallað?

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Skjákortið bilað/gallað?

Pósturaf DoofuZ » Fim 24. Ágú 2006 14:30

Ég gæti varla verið ánægðari með kaupin á lappanum mínum en núna undanfarið hef ég tekið eftir svolitlu sem veldur mér pínu áhyggjum. Stundum gerist það nefnilega að þegar ég t.d. hægri smelli á eitthvað hjá klukkunni og smelli svo á eitthvað í valmyndinni sem kemur svo valmyndin hverfur að þá verður stundum eftir svona smá partur af valmyndinni, aðallega sá partur sem var yfir taskbarinum á skjánum. Hvað er eiginlega í gangi?

Hér fyrir neðan er smá mynd sem ég setti saman, þ.e.a.s. hún er "photoshoppuð" (gerði hana reyndar í paint en whatever...), en hún ætti að gefa góða hugmynd um hvað ég er að meina.
Viðhengi
rugl.JPG
rugl.JPG (2.5 KiB) Skoðað 715 sinnum


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


corflame
Tölvutryllir
Póstar: 678
Skráði sig: Fim 15. Apr 2004 20:05
Reputation: 0
Staðsetning: Keyboard central
Staða: Ótengdur

Pósturaf corflame » Fim 24. Ágú 2006 14:37

Get lofað þér því að þetta er ekki skjákortið, þetta hefur gerst í nánast öllum tölvum sem ég hef notað. Hlýtur því að vera stýrikerfis(vanda)mál.

Ekkert til að hafa áhyggjur af, bara ljótt :)



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Lau 26. Ágú 2006 01:24

Já ok, ég hef reyndar einmitt sjálfur séð þetta áður í einhverri af borðtölvunum mínum, man bara ekki hverri, hvenær og í hvaða stýrikerfi (þá xp eða 2000 t.d.). En gott að heyra að þetta þýðir ekki að skjákortið sé gallað. Pínu pirrandi samt, sérstaklega þegar ég er í movie maker og hægri smelli inná video preview gluggan þar. Þarf þá bara að sjá hvort það séu ekki til einhver updates fyrir xp sem gætu fixað þetta...

Einhver kannski lennt í svona, náð að leysa vandan og man hvernig?

Svo var ég reyndar að muna eftir einum öðrum skrítnum galla/bögg eða hvað svosem þetta kallast sem ég sé OFT svotil á hvaða tölvu sem er, aðallega í xp, en það er það að stundum þegar ég fer með bendilinn yfir eitthvað hjá klukkunni þá kemur textinn sem byrtist í þessu gula stundum bakvið taskbarinn :? Kannast ekki einhver hérna við það?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Heliowin » Lau 26. Ágú 2006 12:25

Ég kannast við þetta altt saman og þetta er svona hjá flestum held ég. Lítið vandamál, en góð spurning samt.

Varðandi gula dæmið, þá geturðu ýtt á logg off og svo tilbaka :)

Edit: ýta á logg of en samt ekki logga af heldur hætta við!



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Mán 28. Ágú 2006 14:41

Já, ég hef prófað það og það virðist ekki virka en ég hef tekið eftir því hins vegar að þetta lagast mjög fljótt ef ég prófa bara að fara með bendilinn yfir aftur og aftur í svona 2 til 3 skipti í viðbót eða svo. Þannig er þetta amk. á lappanum en ég hef reyndar ekki enn prófað þetta á borðvélinni minni. Báðar tölvurnar eru með nákvæmlega sama XP Pro, s.s. sett inn af sama disk og meira og minna allt stillt og set upp eins. Skrítið... :?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Heliowin » Mán 28. Ágú 2006 21:19

Ef þetta allt saman verður til vandræða aftur þá er til ráð sem gæti hjálpað!

Þú verður að hafa vistað allt sem þarf að vista og ágætt væri að loka opnum forritum áður en þú reynir þetta.

Fara í Task Manager og velja EXPLORER.EXE og ýta á 'End Process' og ýta á yes ef þú færð aðvörun.

Velja síðan File flipan í Task Manager velja Run og skrifa: explorer
Edit: Ctrl-Alt-Delete til að komast í Task Manager

Ég veit ekki betur en svo að þetta sé í lagi.

Edit: ef vandamálið kemur oft upp, þá gæti verið ágætt að athuga með hvort það þurfi að defragmentera windows diskinn :?