Kaup á nýrri tölvu

Skjámynd

Höfundur
MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Kaup á nýrri tölvu

Pósturaf MezzUp » Sun 20. Okt 2002 23:23

Sælir

Ég er að fara að kaupa mér tölvu en er ekki alveg viss hvað ég ætla að fá mér.
Ég ætla að setja saman mína eigin og ég hef verið skoða hluti á netinu og ég vil fá álit ykkar á þessum hlutum og svo vil ég líka fá ráðleggingar ykkur um það sem að ég hef ekki ákveðið.
Tölvan verður notað í allt á milli himins og jarðar. Ég er mikið á netinu og er að fara að fá ADSL þannig að hún verður örugglega í gangi 24/7. Ég ætla nokkuð örugglega að fá mér Windows 200 og setja upp SP3 til þess að fá sem mestan stöðugleika. Ég spila nokkuð mikið af leikjum og þar fer CS fremstur í flokki. Ég nota skannann minn c.a. þriðja hvern mánuð og er aðallega Paint Shop Pro en soldið líka í Photoshop. Ég hlusta mikið á tónlist og er með Winamp í gangi allan dagnn. Svo er ég líka með TV-Out og á eftir að horfa soldið mikið á myndir (DivX aðallega) í sjónvarpinu.
Ég ætla að reyna að eiga sem mest viðskipti við Tölvuvirkni en þeir eiga örugglega ekki allt sem að ég vill.
Ég legg mikið uppúr því að tölvan verði hljóðlát og þessa vegna ætla ég ekkert að OC'a (svo kann ég líka ekkert í þeim efnum). Hún á að kosta innan við 170 þús

Kassi: Ég er búinn að kaupa mér tölvukassann. Það er 340W Svartur Dragon ATX kassi með 4 stórum hólfum (5 og eitthvað úr tommu) og 6 litum hólfum (3 og eitthvað úr tommu) þar af 2 sem að geta notast fyrir floppy drif. Ég keypti þennan kassa notaðan á 10.000kr.

Örgjörvi: Hérna er ég ekki viss. Ég hef verið AMD maður í þónokkra mánuði aðallega vegna þess að maður getur fengið miklu öflugri AMD örgjörva fyrir sama pening og lélegri Intel örgjörva en núna nýlega var Intel að lækka verðið á örrunum sínum og P4 2.5Ghz kostar eitthvað um 200$ úti. Veit einhver hvenær þessi verðlækkun nær til íslands? Hérna þarfnast ég sérfræði álits ykkar. Ég er farin að hallast þónokkuð að P4 einkum vegna hærri FSB heldur en Athlon. Hinsvegar kosta RDRAM meira heldur en DDR-RAM og manni finnst nú eiginlega rambus eina vitið með P4.

Móðurborð: Hérna veit ég náttúrulega ekki ákveðið mig vegna þess að ég veit ekki hvernig örgjörva ég ætla að nota. Ég hef verið að horfa mest á Asus og þar á eftir koma Shuttle og Soyo. Er til dual CPU móðurborð fyrir Socket 370? (Via). Ef að þið vitið um eitthvað solleis þá endilega látið í ykkur heyra.

Vinnsluminni: Þetta fer náttúrlega eftir móðurborðinu en ég hef heyrt að Kingston séu með mestu gæðin í bransanum.

Skjákort: Ég ælta að fá mér GF4 Ti4200 og mé líst best á Abit (souliero eða hvernig sem að það er skrifað) þar sem að þeir eru sagðir vera með þeim bestu í skjákorta bransanum. Þar sem að ég þarf er bara einn skjár, TV-Out, (TV-In jafnvel líka) og kannski passive-heatsink. Er til solleis 4200 kort?

Hljóðkort: Ég var að spá í að nota bara sound'ið á móðurborð'inu til að byrja með og kaupa síðan Audigy MP3+ eða Audigy Bundle. Hvernig reynslu hafa menn af móðurborðs sándkorti eða Audigy kortum.

HD: Hérna er WD 8MB nokkuð pottþétt mál (100-120 GB) en hinsvegar er ég opin fyrir hljóðlátum drifum. Ég ætla að kaupa mér svona gúmmí hringi og ef að það dugir ekki þá ætla ég að fá mér svona NoVibes dót eins og ég var að tala um fyrir nokkru.

Floppy: Ætla að kaupa þetta svarta frá Tölvulistanum. Veit einhver um eitthvað annað svart floppy drif hér á landi.

DVD-Drif: Er að spá í þessu svarta frá tölvulistanum. Hafa menn einhverja reynslu af því drifi?

Skrifari: Ég ætla að nota skrifarann sem að ég á. Mitsumi 8x/4x/32x sem að er alveg nóg fyrir mig.

Mús: Ekkert ákveðið hérna en er að spá í Microsoft IntelliMouse Explorer Optical með tvem geislum á 6 þús. Mér lýst illa á þráðlaust vegna þess að sumir hafa átt í vandræðum með sambandssleysi.

Lyklaborð: Bara eitthvað einfalt með nokkrum auka tökkum. Ég hef að eins verið að spá í svona skiptum lyklaborðum, á einhver solleis lyklaborð og var erfitt að venjast því?

Skjár: SAMTRON 19" 96P 1600x1200@76Hz frá Tölvuvirkni á 31 þús.

Jæja, þetta er svona það helsta. Ég á prentara og skanna og ætla að nota gömlu hátalaran mína.
Now tell me what you think :)

ps. það hljóta að vera einhverjar prentvillur í þessu hjá mér en þið ættuð að skilja þetta.



Skjámynd

PeZiK
Græningi
Póstar: 42
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 12:29
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf PeZiK » Sun 20. Okt 2002 23:57

Mér sýnist þú hafa nokkurn veginn hafa gert upp hug þinn en því ekki að eyðileggja það aðeins :D Svo vill til að ég er einmitt að fara festa kaup á nýrri vél og er búinn að vera skoða ýmsar tæknisíður um allt það sem mig vantar á góðu verði og gæðum. Hérna er listi yfir það sem ég ætla fá mér :

SKJÁKORT - MSI G4TI 4200, auðvelt að overclocka með click of a mouse.

ÖRGJÖRVI - Intel P4 2.53 GHz 533 MHz brautarhraði, 478 pinna og 512k flýtiminni

MÓÐURBORÐ - Gigabyte GA-8SG667 Pentium 4, 533 MHz F.S.B. Intel 845G kubbasett, með innbyggðu hljóðkorti, USB2.0, ATX, 8xAGP sjáðu grein mína um það http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=19

2 MINNI - 512 MB 184pin DDRAM PC2700 333 MHz

HARÐUR DISKUR - Western Digital 80 GB WD800JB Special Edition Cavier 7200 með 8 MB flýtiminni

HLJÓÐKORT - Sound Blaster Audigy I - Gamer, margir eru í veseni með þetta kort enda Creative ekki þeir bestu í supporti en það er hægt að laga flest vandamál nú í dag með "hjálp" annarstaðar frá.

KASSI - óráðið ( Vil helst ekki Dragon, glymur svo rosalega í þeim en flottir)

Allt þetta á ca. 140.000

----------------------------------------------

Anyhow - þetta er draslið sem mig langar í og vonandi virkar það ! :naug



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Mán 21. Okt 2002 00:06

Þetta er megaflott dæmi en ég tæki samt frekar 120gb WD 8mb buffer diskinn...þú borgar ekki það mikið fyrir auka 40gb en það munar um þau.

Ég fékk mér einn svoleiðis um daginn hélt að það myndi duga mér það sem eftir væri...svo kynntist ég DC++ og ég á örfá gíg laus...

:roll:



Skjámynd

PeZiK
Græningi
Póstar: 42
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 12:29
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf PeZiK » Mán 21. Okt 2002 00:30

Ég er búinn að vera með 30GB disk í 2ár og hef ekki enn tekist að fylla hann :D enda sjúkur maður í backup málum. Þannig að ég byrja fyrst á 80 og svo skal ég troða þessum texta ofan í mig ef það dugar ekki..cheers! :brush



Skjámynd

kemiztry
Gúrú
Póstar: 592
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:15
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Pósturaf kemiztry » Mán 21. Okt 2002 01:50

Þessi harða-disks-mál fara mikið eftir hvort maður sé að brenna á fullu eða ekki. Persónulega er ég hundlatur við að brenna og kýs að eiga helst allt á disknum (ég veit það er heimskulegt) :D

En ég myndi taka mér P4 2.53 533MHz FSB (Intel örgjörvar hafa líka lækkað eitthvað hér á klakanum, en samt ekki nóg! :urr: )

512MB DDR 333 (Þetta virðist gera sama hlut og RAMBUS 400MHz með rétta chipsetinu (845G))

120GB Western Digital Special Edition (Meira space segi ég :D )

Myndi taka ábyggilega sama kort og PeZiK talaði um. Sérstaklega þar sem þetta kort er mjög sambærilegt og 4600 týpan (mjög lítill munur á 4200 og 4600 í benchmark)


kemiztry

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Mán 21. Okt 2002 19:51

Intel er ekki spurning ef þú vilt stöðugleika og "kaldari" örgjörva.
Ég er kannski svo gamaldags að ég tæki RAMBUS fram yfir DDR hiklaust. Enda er ég með P4+RAMBUS og hefur það reynst mér ákaflega vel.

:ass



Skjámynd

Castrate
spjallið.is
Póstar: 435
Skráði sig: Mið 25. Sep 2002 14:27
Reputation: 0
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Castrate » Mán 21. Okt 2002 20:27

Þetta lítur bara vel út hjá þér :D ég var búin að vera með 40gb í 1 og hálft ár og núna nýlega fékk ég mer 80 gb wd 8mb buffer og mér bara tekst ekki að filla hann :thumb


kv,
Castrate

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Mán 21. Okt 2002 21:25

Castrate hvað ertu með öfluga ADSL tengingu ??? og...ertu búinn að prófa DC++ ???
:clock



Skjámynd

Castrate
spjallið.is
Póstar: 435
Skráði sig: Mið 25. Sep 2002 14:27
Reputation: 0
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Castrate » Þri 22. Okt 2002 11:43

ég er með adsl 256k og nei ég hef ekki prufað dc++ mikið er hægt að niðurhlaða því einhverstaðar? og hvernig virkar þetta? er eikkur íslenskur server eða? :ee


kv,
Castrate

Skjámynd

Atlinn
Ofur-Nörd
Póstar: 264
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 14:33
Reputation: 0
Staðsetning: Nordock Iceland
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Atlinn » Þri 22. Okt 2002 12:13

Það er eiginlega bara músin sem fer í mig... miklu frekar að kaupa Explorer 3 frá microsoft með einum geisla sem er samt betri en báðir til samans í hinni...

Það sem ég var að kaupa mér er reyndar soldið budget.

MSI kt4V móðurborð (nýjasta frá MSI)
Amd xp1600+ (kaupi xp2800+ næsta sumar þegar maður á pening)
DDR 256mb 333 mhz

Svo notaði ég bara gamla drasið mitt

Fjólublár Dragon kassi
64mb Geforce mx 400 með tv-out
Soundblaster Live eitthvað (virkar finnt)
DVD rom, Skrifari og Floppy sem ég hafði litað svart fyrir gamla kassann minn


hah, Davíð í herinn og herinn burt

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Þri 22. Okt 2002 21:53

Castrate...Klikka hérna til að sækja DC++

Svo er flottur íslenskur server þarna "legoland"
IP: 213.213.144.106
Þú getur líka skrifað: legokall.gormur.net í staðin fyrir IP töluna.

Kíktu þarna inn...og þú verður ekki lengi að fylla hörðu diskana þína.
:reye



Skjámynd

odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Pósturaf odinnn » Þri 22. Okt 2002 22:16

Þetta DC++ er ekkert að virka hjá mér :( . Ég connecta og disconnecta strax aftur. Annas sýnist mér þetta vera mjög svipað og Minus irc.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Þri 22. Okt 2002 23:14

Þú þarft að fara í "settings" og share-a einhverju stöffi...ég held að það séu 10GB lágmark, annars er þér kickað af servernum.

:jar



Skjámynd

halanegri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 955
Skráði sig: Mán 23. Sep 2002 21:17
Reputation: 0
Staðsetning: Err Vaff Ká
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf halanegri » Mið 23. Okt 2002 10:53

ég verð að vera ósammála PeZik og ráðleggja þér að kaupa ALLS EKKI skjákort kort frá MSI. þau eru þau háværustu á mrkaðnum(hefur verið líkt við hárþurrku), kauptu Abit kortið frekar. þeir eru bestir í bransanum og með laaaanghljóðlátustu kortin.

síðan er ekki til microsoft mús með 2 leiserum en sú næmasta á markaðnum er MS Intellieye Explorer Optical 3.0. síðan er Logitech Mouseman Dual Optical músin með 2 tveimur leiserum og er svipað næm og er mjög smooth.

rdram er ekki endilega eina vitið fyrir p4 sko. ddr400 er með mjög mikla bandvídd og er alveg nóg fyrir p4 og er auk þess mun ódýrara en rdram


"open source fólkið gerir ekkert nema að stela hugmyndum annara" -- "open source fólk hugsar bara um sinn eigin rass" - IceCaveman, 2003

Skjámynd

PeZiK
Græningi
Póstar: 42
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 12:29
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf PeZiK » Fim 24. Okt 2002 00:41

Ég er búinn að vera með MSI G4 TI4200 núna í tvo mánuði og tek ekki eftir neinu sérstöku hárþurrku-viftuhljóði, en það er satt hjá þér að MSI kortið er með háværustu kortunum á markaðinum en plúsinn er sá að það kælist vel og er því hægt að overclocka það mjög auðveldlega án áhættu. Allavega kom MSI best út úr hraðakönnun á http://www.anandtech.com og fyrir mig skiptir smá auka dB ekki máli fyrir smá Xtra hraða. Asus er eflaust mjög gott kort og ekki hika við að kaupa það ef þú vilt ekki smá auka hávaða.

-PeZiK-



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Fim 24. Okt 2002 20:54

MezzUp ertu búinn að ákveða hvernin tölvu þú ætlar að fá þér ??
:pcangry



Skjámynd

Höfundur
MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Fim 24. Okt 2002 22:06

nope, er búinn að vera að skoða Gigabyte GA-8IHXP (eða hvernig sem að það er skrifað) og líst ágætlega á það, nema það að RDRAM er helv. dýrt.
why?



Skjámynd

PeZiK
Græningi
Póstar: 42
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 12:29
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf PeZiK » Fös 25. Okt 2002 02:46

Skoðaðu þráðinn http://www.anandtech.com/showdoc.html?i=1708&p=6 og sjáðu hvað það munar sáralitlu á performance á milli DDR og RamBus...enjoy

-PeZiK-



Skjámynd

halanegri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 955
Skráði sig: Mán 23. Sep 2002 21:17
Reputation: 0
Staðsetning: Err Vaff Ká
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf halanegri » Sun 27. Okt 2002 20:09

reyndar hafa GF4 kortin frá Abit einmitt verið þekkt fyrir hve mikið er hægt að yfirklukka, þá að þau séu lágværust. T.d. er hægt að yfirklukka Abit GF4 Ti4400 upp í 4600 án nokkurra vandræða.


"open source fólkið gerir ekkert nema að stela hugmyndum annara" -- "open source fólk hugsar bara um sinn eigin rass" - IceCaveman, 2003

Skjámynd

Höfundur
MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Sun 27. Okt 2002 21:54

Hefur einhver keypt sér svona fanless heatsink fyrir GF4 hjá task.is?



Skjámynd

Hannesinn
Gúrú
Póstar: 583
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Reputation: 80
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Hannesinn » Mið 30. Okt 2002 23:42

MezzUp Skrifað: Sun Okt 27, 2002 19:54 Bréfsheiti:

--------------------------------------------------------------------------------

Hefur einhver keypt sér svona fanless heatsink fyrir GF4 hjá task.is?


Það er á döfinni hjá mér.. Í ofanálag við að vera með GF4 sem í eðli sínu eru með háværar viftur, þá skröltir mín í þokkabót.
Þetta var ekki komið þegar ég ætlaði að kaupa þetta í byrjun mánaðar en átti að koma seinna í mánuðinum. Ég á eftir að smella mér á eina svona strax eftir Skjálfta


Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.

Skjámynd

Höfundur
MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Fim 31. Okt 2002 11:38

Endilega segðu okkur svo frá þegar þú ert búinn að kaupa



Skjámynd

Höfundur
MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Sun 22. Des 2002 17:41

Jæja, ætli maður sé ekki búinn að ákveða hvað mar ætlar að kaupa, mig vantar bara álit ykkar á þessu.......... (don't be afraid to comment)

Asus A7V8X <- Boðeind var að lækka verðið á þessu úr 27 þús í 21 þús
AMD 2100XP
256 DDR-RAM (333)
Sparkle GeForce Ti4200 128MB DDR 8X
WD 80GB 8MB
Sony floppy drif
DVD Goldstar LD 16x/48x
Logitech Dual
Mitsumi millenum lyklaborð
19" SAMTRON 96P - 1600x1200@76Hz - 0.22mm <- er þessi ekki fínn? http://www.tolvuvirkni.net/pw?inc=view& ... n%2019%20T

samtals 125 þúsundkall (119 með 5% staðgreiðslu afsl.)

ps. Hannesinn ertu búinn að kaupa þér heatsink'ið hjá task?



Skjámynd

Castrate
spjallið.is
Póstar: 435
Skráði sig: Mið 25. Sep 2002 14:27
Reputation: 0
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Castrate » Sun 22. Des 2002 21:50

þetta er fínt ég hef samt tekið eftir því að ég þarf 512mb minni ég finn alveg fyrir því ég er með 256mb DDR 333mhz núna. Byðja mömmu og pabba um kubb í jólagjöf :D


kv,
Castrate

Skjámynd

halanegri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 955
Skráði sig: Mán 23. Sep 2002 21:17
Reputation: 0
Staðsetning: Err Vaff Ká
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf halanegri » Mán 23. Des 2002 01:21

jújú, þetta er fínt. nema að það væri kannski gáfulegra að kaupa 512mb ram en ekki 256mb.

btw, þarf enga hátalara með þessu? eða áttu þá kannski?


"open source fólkið gerir ekkert nema að stela hugmyndum annara" -- "open source fólk hugsar bara um sinn eigin rass" - IceCaveman, 2003