Skjákort, 7900 GTX 512MB vs. X1900 CrossFire 512MB


Höfundur
Harvest
Geek
Póstar: 819
Skráði sig: Lau 13. Maí 2006 01:25
Reputation: 1
Staðsetning: artæki
Staða: Ótengdur

Skjákort, 7900 GTX 512MB vs. X1900 CrossFire 512MB

Pósturaf Harvest » Þri 16. Maí 2006 11:37

Daginn drengir/stúlkur (ef eitthverjar eru)

Mig langaði til að forvitnast um skjákort, þó aðallega þessi:

7900 GTX 512MB og
X1900 CrossFire 512MB

(þar sem maður er búinn að safna í smá tíma fyrir almennilegri tölvu á maður allveg fyrir svona dýrum hlutum :)).

Hver er munurinn á þessum kortum og hvort á ég að fá mér? las í pc format minnir mig að x1900 CrossFire væri betra, en þó finst mér rétt að fá álit sérfræðinga :).

Á ég kanski að bíða í smá stund lengur, er eitthvað betra að koma eða eitthvað svoleiðis? eða eru þessi kort ekki að henta manni nægilega vel osf. osf. osf.

Vona að ég fái breiða lýsingu á þessum korum og fleirum, svo ég geti nú ákveðið mig :).


Takk fyrir, kv. Harvest


ps. afsakið að ég búi til 2 nýja þræði með stuttu millibili, er bara orðinn frekar spenntur að fara fjárfesta í þessum hltutum og byrja að spila eitthverja almennilega tölvuleiki, í hærri grafík en 800x600 (gróft til orða tekið).



Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2730
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Pósturaf SolidFeather » Þri 16. Maí 2006 11:51

Held að það sé ekki mikill munur ef þú horfir á FPS. En ATi á að vera með betri myndgæði og getur notað AA með HDR.

Ég tæki ATi X1900XTX



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1701
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 37
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Þri 16. Maí 2006 11:53

Crossfire er til þess að tengja saman tvö ATI kort, hefur þannig séð ekkert við það að gera nema þú ætlir að kaupa tvö x1900 kort.

Og varðandi hinn þráðinn um LCD skjáina, þá veistu að ef þú ætlar að spila tölvuleiki í hárri upplausn þá skaltu gleyma 19" LCD skjám!

Annars myndi ég persónulega fá mér x1900xt eða x1900xtx (ef ég væri að hugsa um að kaupa mér skjákort í dag) en það er kannski meira af því að ég er hrifnari af ATI en nVidia.

Held að munurinn á þessum kortum sé nánast engin í td. 1280x1024, fps lega séð, helst smá munur eftir því hvort leikurinn er gerður í DirectX eða OpenGL.

7900gtx virðist vera 'inn' hjá þeim sem eru að fikta í OC.




Höfundur
Harvest
Geek
Póstar: 819
Skráði sig: Lau 13. Maí 2006 01:25
Reputation: 1
Staðsetning: artæki
Staða: Ótengdur

Pósturaf Harvest » Þri 16. Maí 2006 13:22

af hverju á ég að gleyma 19" skjá (er með x850 núna fyrir)



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6489
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 312
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Þri 16. Maí 2006 13:51

vegna þess að 19" LCD skjáir eru ekki með nema 1280*1024 í upplausn á meðan 20" eru með 1600*1200 eða 1680*1050.


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Þri 16. Maí 2006 14:05

Taktu nVIDIA kortið ef þú spilar benchmarking alla daga, takti ATi kortið ef þú spilar leiki. Þú þarft ekki tvö eins kort fyrir crossfire, getur notað lélegara kort með, jafnvel hugsanlega gamla ATi kortið þitt.

Það er að koma unified shader architecture / DirectX 10 í lok árs / byrjun næsta en ég efast um að þú nennir að býða það lengi.



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1701
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 37
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Þri 16. Maí 2006 14:09

Geturðu notað x1900 og 9600 saman í crossfire? Afhverju er ég ekki sannfærður.

Upphaflega amk. þurfti að nota annað x1900 kort með x1900 Crossfire etc. .. eitthvað um að það þurfti að vera sama chipset á kortunum?



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Þri 16. Maí 2006 14:26





Gestir
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gestir » Þri 16. Maí 2006 14:34

Ati fyrir leiki og Nvidia fyrir Benchmark ??

what ..

Síðast er ég gáði var Ati bara með betri myndgæði, þ.e fyrir myndvinnslu eða ljósmyndavinnu en klárlega er það litill munur að engin of okkur hefur neitt um það að segja eða gera .

ég hef ekki enn séð rass mun á x1800xt og 7800Gtx korti.. ekki boffs í sömu leikjum í sömu upplausn..



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1701
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 37
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Þri 16. Maí 2006 14:38

ati skrifaði:.. Just plug in two cards from the same series
Og líka ef þú horfir á Compatibility Chart dæmið.. þannig að ég held enþá að skilningur minn á þessu sé réttur.

Þannig að samkvæmt þessu er frekar ólíklegt að hann geti notað x1900 crossfire og gamla x850 saman.

Hann gæti hinsvegar hugsanlega fengið sér x850 Crossfire.. en það er sennilega ekki hagkvæmt.




Höfundur
Harvest
Geek
Póstar: 819
Skráði sig: Lau 13. Maí 2006 01:25
Reputation: 1
Staðsetning: artæki
Staða: Ótengdur

Pósturaf Harvest » Þri 16. Maí 2006 14:55

Er þá bara málið að kaupa sér x1900 XTX 512mb á 57.000?

Það er ekkert nýrra að fara koma frá ati eða nVidia...hef svo oft lennt í að kaupa rándýran hlut og svo kemur viku síðar eitthvað mikklu betra og flottara á sama verði og hitt droppar um 50% í verði og gæðum osf. osf osf.
: /.

Þetta crossfire er semsagt bara hugsað, ef að maður vill tengja 2 saman (eins og sli hjá nvidia?)

þá er líka spurning um að kaupa sér x1800 XT 512 mb, þar sem það er helmingi ódýrara???

þannig séð eitthver munur á þeim?



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Þri 16. Maí 2006 15:05

Ómar hvað um Oblivion? HDR+FSAA, vissulega eru það bara betri myndgæði en hefur fólk engan áhuga á því? Er það lítill munur? Einnig Ghost Recon 3, þar er ekki hægt að nota FSAA ef þú ert með nVIDIA kort þar sem HDR er forced á. En ATi...

Já Crossfire er eingöngu hugsað ef þú ætlar að nota fleira en eitt GPU en það var ekki bundið eins mörgum hömlum og SLI og t.d. þarf ATi ekki að gefa út nýjan driver fyrir hvern leik sem á að styðja CrossFire heldur njóta ALLIR 3D leikir góðs af sama þótt þeir séu of gamlir til að nVIDIA sjái þess vert að búa til profile fyrir þá.



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1701
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 37
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Þri 16. Maí 2006 15:09

Harvest skrifaði:.. Það er ekkert nýrra að fara koma frá ati eða nVidia...hef svo oft lennt í að kaupa rándýran hlut og svo kemur viku síðar eitthvað mikklu betra og flottara á sama verði og hitt droppar um 50% í verði og gæðum osf. osf osf. ..
Það eina sem er hægt að lofa þér er að ef þú kaupir þér nýjasta nýtt.. er að það verður komið eitthvað miklu betra og flottara eftir stuttann tíma. :)

x1900xtx er töluvert öflugra en x1800xtx, x1800xtx gæti hinsvegar örugglega alveg dugað þér ágætlega. Bara spurning um hvaða kröfur þú gerir. Ég er td. með x850xt og það dugar mér til að spila alla leiki í 1280x1024 með 2xAA og 2xAF í öllum leikjum (sem ég hef áhuga á) hingað til. Enda með tvo 17" LCD og hef ekkert við öflugra skjákort að gera .. eins og er.

Ef þú horfir á þetta í samhengi við skjákaupin, ef þú kaupir þér td. 19" skjá með hámarks upplausn 1280x1024 þá er nánast tilgangslaust að kaupa sér x1900xtx þar sem það er helst betra en x1800xtx þegar þú ert með hærri upplausn. Ef þú kaupir 20" skjá geturðu hinsvegar nýtt þér betur 'kraftinn' í x1900xtx (eða 7900gtx).




Gestir
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gestir » Þri 16. Maí 2006 16:30

ICM skrifaði:Ómar hvað um Oblivion? HDR+FSAA, vissulega eru það bara betri myndgæði en hefur fólk engan áhuga á því? Er það lítill munur? Einnig Ghost Recon 3, þar er ekki hægt að nota FSAA ef þú ert með nVIDIA kort þar sem HDR er forced á. En ATi...


Sorry... ég hef ekki séð þennan mun ennþá svo að ég segi .." vááá "

ég verð að fá mér Ati kort . Neibb.

GR3 lookar alveg hreint fáránlega vel í Nvidia 7800Gtx hjá mér og ég hef ekki séð þennan mun og í x1900 korti ( Eflaust er hann þarna , ég er ekki að segja að það sé rangt ) en ég er ekki að spotta þetta.

Og ertu að segja að T.d í GR3 þá sé ég ekki að sjá HDR, eða er ég ekki að fá FSAA ??


hvort virkar ekki og hvað ræður því hvað leikurinn sýnir og hvað ekki..



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Þri 16. Maí 2006 17:16

Þú ert að keyra GRAW með HDR og ekkert FSAA. Þú þarft að velja FSAA eða HDR í Oblivion.

Vélbúnaðurinn frá nVIDIA er ekki fær um að gera HDR og FSAA á sama tíma þar sem það þarfnast alltof mikillar bandvíddar með þeirri aðferð sem þeir nota.

Þú hefur eflaust ekki spotað það þar sem það þarf að kveikja á því sér og þú þarft nýlegan ATi driver, það er jú enn í BETA.

ATi á eftir að valta yfir nVIDIA í næstu kynslóð þegar þeir koma með sína aðra kynslóð af Unified Shader Architecture meðan nVIDIA verða með sína fyrstu. ATi munu væntanlega nota embedded RAM eins og á 360 svo FSAA og HDR samtímis mun verða kökusneið.

Oblivion er stilltur þannig að hann getur ekki gert HDR+FSAA á PC útgáfunni nema þú sért með hack frá ATi.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gúrú » Þri 16. Maí 2006 17:34

ÓmarSmith skrifaði:
ICM skrifaði:Ómar hvað um Oblivion? HDR+FSAA, vissulega eru það bara betri myndgæði en hefur fólk engan áhuga á því? Er það lítill munur? Einnig Ghost Recon 3, þar er ekki hægt að nota FSAA ef þú ert með nVIDIA kort þar sem HDR er forced á. En ATi...quote]


Flott quote maður......


Modus ponens

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16529
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2122
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Þri 16. Maí 2006 19:14

Harvest skrifaði:Er þá bara málið að kaupa sér x1900 XTX 512mb á 57.000?

Af hverju færðu þér ekki frekar leikjatölvu?




Gestir
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gestir » Þri 16. Maí 2006 20:25

Nennið þið bara að þegja og segja Nvidia 4TW ;)

ég var að panta mér annað stykki og nenni varla að selja þetta fyrir Ati kort ..hehe

En samt.. ég þarf ekkert að hafa HDR og FSAA á sama tíma, .

Þetta er vel nógu smooth án þess og er það ekki rétt hja mér að FSAA er í raun það sem Edge-ar hvassar brúnir.. þ.e gerir kubbalega hluti meira hringlaga.



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Þri 16. Maí 2006 21:07

Það er ekkert að nVIDIA, þau eru samt ekkert mikið betri... ekki selja það fyrr en næsta kynslóð kemur í lok 2006 / byrjun 2007.




Höfundur
Harvest
Geek
Póstar: 819
Skráði sig: Lau 13. Maí 2006 01:25
Reputation: 1
Staðsetning: artæki
Staða: Ótengdur

Pósturaf Harvest » Þri 16. Maí 2006 21:45

Af hverju færðu þér ekki frekar leikjatölvu?


af þeirri einföldu ástæðu að ég á ps2 og finst grafíkin ömurleg og leiðinlegt almennt að stýra og stjórna tölvulekjunum.

Reyndar ætlar bróðir minn að fjárfesta í ps3 þegar það kemur og ég fæ bara afnot af henni.

Svo eru svo mikklu skemmtilegri leikir í pc: eve, cs:s, hl2, dod:s, cod, cod2, bf, oblivion og margir fleiri.

eina sem mig vantar í pc er Black sem er geðveikur ps2 leikur




Höfundur
Harvest
Geek
Póstar: 819
Skráði sig: Lau 13. Maí 2006 01:25
Reputation: 1
Staðsetning: artæki
Staða: Ótengdur

Pósturaf Harvest » Mið 17. Maí 2006 07:58

vá hvað það fer í taugarnar á mér hvað er mikill verðmunur á skjákortum.

Annaðhvort kostar þetta 60k eða 30k.....nánast aldrei neinn meðalvegur :S




Gestir
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gestir » Mið 17. Maí 2006 08:22

Jú,

7800GTX er á 43.000 ;)

Annars er líka oft fínt að panta þetta að utan. Newegg.com og ebay.

Svo þarftu bara aðlæra að " fiffa " rest



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6489
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 312
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Mið 17. Maí 2006 08:28

ÓmarSmith skrifaði:Nennið þið bara að þegja og segja Nvidia 4TW ;)

ég var að panta mér annað stykki og nenni varla að selja þetta fyrir Ati kort ..hehe

En samt.. ég þarf ekkert að hafa HDR og FSAA á sama tíma, .

Þetta er vel nógu smooth án þess og er það ekki rétt hja mér að FSAA er í raun það sem Edge-ar hvassar brúnir.. þ.e gerir kubbalega hluti meira hringlaga.


duuude.. veistu ekkert?!? FSAA losar mann við "staircase effect" Það er að segja, kemur í veg fyrir að ská línur líti út eins og stigar, gerir öll fín munstur mun skýrari og fallegri.
Fyrir utan það, þá er x1900 með miklu fleiri shader units heldur en 7900, og þar af leiðandi munu x1900 kortin taka langt framúr 7900 um leið og leikir verða meira shader intensive.

Taktu X1900 XT 512MB, það er talsvert ódýrara en XTX útgáfan.

ATi FTW!


"Give what you can, take what you need."


Gestir
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gestir » Mið 17. Maí 2006 08:35

Það er einmitt það sem ég var að segja .. var bara ekki með " staircase " effect lingóið á hreinu :8)


Ati kortin reyndar iðulega endast lengur líka en Nvidia kortin en ég held samt sem áður að eins og staðan er í dag.. þá er engin munur á þessum kortum. Amk ekki merkilegur.

verður það kannski þegar leikir fara að supporta allt þetta shader drasl sem Ati hefur framyfir.




Holy Smoke
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Þri 22. Jún 2004 19:34
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Holy Smoke » Fim 18. Maí 2006 00:10

X1900XT.

Varðandi myndgæði, þá er það ekki bara HDR+FSAA sem það hefur framyfir 7900-kortin, heldur líka svokallað 'angle-dependent anisotropic filtering', sem þýðir að 7900-kortin filtera viss horn verr en X1000-serían. Munurinn er smávægilegur, en sést betur í sumum leikjum en öðrum.

Þið sjáið þetta á neðri veggnum þar sem hann nálgast göngin. Þó bæði efri (lóðrétti) veggurinn og jörðin (lárétt) séu filteruð jafn vel á báðum kortum, þá er neðri veggurinn það ekki. Og það er ekki hægt að leysa með betri driverum, því þetta er vírað fast í nVidia kubbinn. Hafðu þetta á bakvið eyrað ef það böggar þig.


Mynd