NTLDR missing...


Höfundur
phrenic
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:25
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

NTLDR missing...

Pósturaf phrenic » Mán 24. Apr 2006 12:14

Jæja. Ég keypti mér um daginn Seagate 200gb SATA disk og er búinn að lenda í miklu veseni með allt dótið mitt, nema það er allt nokkurn veginn komið í lag núna. Er með eftir SATA diskinn og svo gamla system diskinn minn (WD 120 gb). Málið er hinsvegar það að þessi gamli system diskur er eitthvað fucked svo ég vil losna við hann. Þannig að ég prófaði að taka hann bara úr og setja SATA'inn á master. Starta tölvunni og svona... en þá kemur bara "NTLDR is missing" og ekkert hægt að gera. Svo set ég gamla diskinn aftur í og þá er allt í lagi. Svo mín spurning er sú; hvernig get ég losnað við gamla diskinn án þess að fá þessi skilaboð?

Með fyrirfram þökk,
phrenic




Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Pósturaf Blackened » Mán 24. Apr 2006 12:23

Og er Windows sett upp á nýja diskinn? þessi error kemur alltaf ef að það vantar stýrikerfi..




Höfundur
phrenic
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:25
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf phrenic » Mán 24. Apr 2006 12:56

Já. Það er ekkert á gamla disknum, hann er algerlega tómur. Sem er aðalástæðan fyrir því að mér finnst þetta heldur skrítið.




@Arinn@
Kerfisstjóri
Póstar: 1280
Skráði sig: Þri 03. Maí 2005 18:39
Reputation: 1
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf @Arinn@ » Mán 24. Apr 2006 14:19

Frændi minn lennti í þessu við reyndum allt við útilokuðum allt og við skildum ekkki neitt í þessu hann fór með tölvuna í tölvuvirkni og þá var harði diskurinn dauður.



Skjámynd

Fumbler
spjallið.is
Póstar: 493
Skráði sig: Mið 23. Apr 2003 17:15
Reputation: 25
Staðsetning: Vestfirðir
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Fumbler » Mán 24. Apr 2006 16:46

Besta leiðin væri að setja upp windowsið með gamla diskin ótengdan, ekki í sambandi, uppá hillu eða hvernig sem þú vill orða það.
Ertu viss um að það séu ekki faldar system skrár á gamla disknum eins og

Kóði: Velja allt

C:\IO.SYS
C:\MSDOS.SYS
C:\NTDETECT.COM
C:\ntldr

Ég lennti einu sinni í svipuðum vandræðum og þá var þetta lausnin.
Tengdi síðan diskin aftur eftir að uppsetningin var kláruð, ef þú villt nota hann.




mjamja
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 301
Skráði sig: Mán 26. Des 2005 20:38
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf mjamja » Mán 24. Apr 2006 18:35

farðu í bios og tékkaðu hvort Sata diskurinn er ekki primary boot up diskur




Höfundur
phrenic
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:25
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf phrenic » Mán 24. Apr 2006 20:22

Það er ekkert á gamla disknum nema autoexec.bat og config.sys (allavega ekki skv. cmd). Ég hefði helst viljað sleppa við að setja windows upp einu sinni enn, leiðinlegt process.

Ef ég set SATA diskinn sem primary boot up þá kemur þetta "NTLDR is missing" dót. Ætli ég verði ekki bara að setja upp windows aftur.... einhvern mánuðinn :)

En ef einhverjum dettur í hug einhver önnur, þægilegri lausn, væri það afar vel þegið. Og takk fyrir öll svörin sem eru komin, megi þau verða fleiri ;)



Skjámynd

viddi
Stjórnandi
Póstar: 1310
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 12:50
Reputation: 7
Staðsetning: <?php
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf viddi » Mán 24. Apr 2006 20:36

verður að breyta boot röðuninni á diskunum ef þú ert með fleiri en 1 hefur oft komið hjá mér þegar ég bæti við nýjum disk hjá mér



A Magnificent Beast of PC Master Race


Höfundur
phrenic
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:25
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf phrenic » Mán 24. Apr 2006 21:20

Ég veit ekki hvort það er vandamál, en það eru bara þrjú pláss í boot röðinni hjá mér, allavega miðað við það sem mér sýnist í bios. Þar er 1. floppy, 2. harður diskur og 3. geisladrifið. Ef ég set SATA diskinn í 2. í staðinn fyrir gamla IDE diskinn (sem er tómur) þá kemur "NTLDR is missing" en allt í lagi ef ég hef IDE diskinn bara áfram. Þetta væri svosem allt í lagi, nema tölvan er alltaf svo lengi að finna IDE diskinn í byrjun, sem er eina ástæðan fyrir að ég vil losna við hann. Helst með sem minnstu veseni, því annars virkar allt mjög vel



Skjámynd

Fumbler
spjallið.is
Póstar: 493
Skráði sig: Mið 23. Apr 2003 17:15
Reputation: 25
Staðsetning: Vestfirðir
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Fumbler » Þri 25. Apr 2006 08:54

phrenic skrifaði:Það er ekkert á gamla disknum nema autoexec.bat og config.sys (allavega ekki skv. cmd).


Fyrst þessar skrár eru þarna þá er líklegt að hinar system skrárnar séu þarna líka, til þess að sjá það þá er best að opna cmd og skrifar attrib þessi command sýnir allar skrár merktar faldar, system og read only.
Líka er hægt að nota dir /a. Að lokum er að sjálfsögðu hægt að opna harða diskin í My Computer fara í Tools og Folder Options og merkir í Show hidden files and folders og tekur hakið úr Hide protected operating system files.




Höfundur
phrenic
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:25
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf phrenic » Þri 25. Apr 2006 12:36

Ok, ég þekkti þessar skipanir ekki :). En jújú, ntldr og fleira var þarna á gamla disknum... hinsvegar er þetta ekki á nýja SATA disknum. Er ekki hægt að bara... copya þetta yfir? eða verð ég að setja upp windows aftur til að fá þetta á diskinn?



Skjámynd

Fumbler
spjallið.is
Póstar: 493
Skráði sig: Mið 23. Apr 2003 17:15
Reputation: 25
Staðsetning: Vestfirðir
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Fumbler » Þri 25. Apr 2006 13:25

phrenic skrifaði:nema tölvan er alltaf svo lengi að finna IDE diskinn í byrjun

Ef þetta er málið þá ættiru að geta stilt í Biosnum á user eða manual og þá leitar biosin ekki af disknum heldur notar það sem þú ert búinn að setja þar.

Annars hef ekki prófað sjálfur að copera þessar skrár, en eftir því sem ég googlaði í flýti þá ætti það að virka.
Endilega láttu okkur vita hvernig gengur.




Höfundur
phrenic
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:25
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf phrenic » Þri 25. Apr 2006 15:16

Jæja, ég prófaði að kópera yfir, en þá kom ný villa:

windows could not start because the following file is missing or corrupt:
<windows root>/system32/hal.dll
please reinstall the above file

eða eitthvað í þá áttina. Ég tékkaði, og fællinn er til staðar, svo ég býst við að hann sé "corrupt". Þá er bara spurningin, hvar fær maður svona hal.dll fæl? bara af windows disknum?

Svo prófaði ég líka að setja á user, þá fannst geisladrifið ekki, en það lagaðist þegar ég setti það líka á user(edit: setti það reyndar ekki á user heldur cd/dvd, en það er allavega ekki á auto :)). Svínvirkar, en það væri samt gaman að geta klárað hitt dæmið svo ég geti endanlega fjarlægt harða diskinn, og líka bara til fróðleiks :).

Þakka hjálpina hingað til,
phrenic