Skemmd Zalman CNPS9500 vifta?
-
Höfundur - FanBoy
- Póstar: 706
- Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
- Reputation: 2
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
gnarr skrifaði:ertu að taka rafmagnið úr móðurborðinu eða beint úr psu? mér þykir líklegt að þetta sé lélegur hraðastillir á móðurborðinu.
Skoðaðu í bios og athugaðu hvort viftan sé ekki stillt á 100% þar og settu hana í það ef hún er í einhverju öðru. Ef það virkar ekki, prófaðu þá að tengja viftuna í gegnum molex tengi.
Viftan er tengd beint við móðurborðið. Ég hef sett hana á fullan hraða án árangurs. Er núna í ca. 1400 rpm við 34c stig (er idle).
Ég get ekki fundið að neinu í BIOS. Gerði óvirkt CPU Smart Fan Control. Setti það á aftur og úr Auto í voltage (fyrir 3 pinna fan).
Ætla að prufa með molex.
Þetta umrædda hljóð sem var ekki fyrstu vikurnar frá samsetningu tölvunnar og ég hef aldrei heyrt frá öðrum tölvum, er í sjálfu sér ekki neitt vandamál lengur, ef hljóðið hverfur eftir nokkar mínútur (í stað þess að þurfa að slökkva og kveikja).
Hinsvegar þá er það gott og eðlilegt að halda tölvum rétt stilltum og ætla því að halda áfram að finna út úr þessu.