Lausar IP tölur, IPv6 og framtíðarpælingar


Höfundur
The_Artist
Nýliði
Póstar: 13
Skráði sig: Mið 15. Feb 2006 02:46
Reputation: 0
Staðsetning: The Muddy Banks Of The Wishkah
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf The_Artist » Fim 02. Mar 2006 16:22

Persónulega finnst mér bara að það ætti að banna lausar ippur, punktur. :?



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Fim 02. Mar 2006 18:11

The_Artist skrifaði:Persónulega finnst mér bara að það ætti að banna lausar ippur, punktur. :?
Banna lausum IP tölum að tengjast þessari síðu, eða banna netveitum að hafa lausar IP tölur?

Ef við myndum banna notendur með lausar IP tölur held ég að við værum að banna mikinn meirihluta notenda okkar.

Núverandi staðall IP talna(IPv4) býður því miður ekki uppá nógu margar stakar IP tölur til þess að hver einasta tölva sem tengist netinu á næstu 6 árum(ágiskun) geti fengið sína eigin IP tölu. Jafnvel þótt að netveitur haldi áfram að „spara“ IP tölur með lausum „ippum“ eins og þær gera í dag telja sérfræðingar að við verðum búnir með IP tölur eftir 11 ár.

Þannig að persónulega finnst mér að það nái ekki nokkri átt að banna lausar IP tölur, punktur :)




hallihg
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 17. Sep 2003 22:06
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Pósturaf hallihg » Fim 02. Mar 2006 19:56

The_Artist skrifaði:Persónulega finnst mér bara að það ætti að banna lausar ippur, punktur. :?


Vá, hvílíkur hálfviti hlýtur sá maður að vera sem að aðhyllist slíka tillögu.


count von count


DoRi-
</Snillingur>
Póstar: 1023
Skráði sig: Mið 20. Okt 2004 19:18
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoRi- » Fim 02. Mar 2006 22:04

IPv6 er málið...

mér finnst að allir ættu einfaldlega að skipta í IPv6
þótt að það sé líklega ekkert alltof einfalt

IPv4 IP:192.168.1.10
IPv6 IP:2001:0db8:85a3:08d3:1319:8a2e:0370:7334

það er, ehh, _smá_ munur :)

IPv4 styður 4.3 milljarða IP talna, sem er ekki næstum því nóg fyrir allann heiminn
Hinsvegar styður IPv6 3.4×10^38(340.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000) IP tölur eða 5×10^28(50.000.000.000.000.000.000.000.000.000) IP tölur fyrir hveja einustu manneskju á lífi núna..

ég veit að þetta eru alltof mikið af núllum
Síðast breytt af DoRi- á Fim 02. Mar 2006 22:10, breytt samtals 1 sinni.




Veit Ekki
Geek
Póstar: 808
Skráði sig: Þri 19. Apr 2005 22:05
Reputation: 0
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf Veit Ekki » Fim 02. Mar 2006 22:06

DoRi- skrifaði:IPv6 er málið...

mér finnst að allir ættu einfaldlega að skipta í IPv6
þótt að það sé líklega ekkert alltof einfalt

IPv4 IP:192.168.1.10
IPv6 IP:2001:0db8:85a3:08d3:1319:8a2e:0370:7334

það er, ehh, _smá_ munur :)


Bara örlítið erfiðara að muna hana. :P



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6489
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 312
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fös 03. Mar 2006 02:53

það hefði verið miiiiklu meira en nóg að bæta við einum punkti í viðbót. þannig að þetta yrði tildæmis: 192.168.127.0.1.

Þá hefðu verið 1.090.938.470.400 mismunandi iptölur, og ekki mikið erfiðara að muna töluna.


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Fös 03. Mar 2006 10:33

gnarr skrifaði:það hefði verið miiiiklu meira en nóg að bæta við einum punkti í viðbót. þannig að þetta yrði tildæmis: 192.168.127.0.1.

Þá hefðu verið 1.090.938.470.400 mismunandi iptölur, og ekki mikið erfiðara að muna töluna.
En ef að menn væru á annað borð að breyta IP tölu staðlinum(þ.a.l. breyta forritum, netbúnaði o.þ.h.) er þá ekki um að gera að gera það almennilega svo tölurnar dugi um ókominn ár? Ég held nefnilega að þegar næsti IP tölu staðall(væntanlega IPv6) kemur, þá verði sá staðall notaður í fleiri hundruðir ára.

Ég hef alls ekki kynnt mér IPv6 nægilega til þess að tala um hann, en ef mig minnir rétt þá mátti nota einhverskonar „styttingar“, þ.e. sleppa byrjunartölunum ef að tölvan er innan sama innranets, og yrði IP talan þá til dæmis: ::::::0370:7334



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6489
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 312
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fös 03. Mar 2006 15:40

afhverju ekki bara að muna mac addressuna á tölvunni.. það væri held ég auðveldara en að muna þessar ipv6 tölur.

Helduru að það verði einhverntíman nógu margar tölvur í heiminum til að nota eittþúsundogníutíumilljarðníuhundruðþrjátíuogáttamiljónfjögurhundruðogsjötíuþúsundogfjögurhundruð ip-addressur?

Það eru nú ekki nema 6milljarðar manns í heiminum í dag. svo að það væru 181 ip-tala á hvert einasta mannsbarn. Ég stórlega efast um að ip-tölur muni nokkurntíman ná mikið hærri fjölda en höfðafjöldi í heiminum.


"Give what you can, take what you need."


gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Fös 03. Mar 2006 16:18

gnarr skrifaði:afhverju ekki bara að muna mac addressuna á tölvunni.. það væri held ég auðveldara en að muna þessar ipv6 tölur.

Helduru að það verði einhverntíman nógu margar tölvur í heiminum til að nota eittþúsundogníutíumilljarðníuhundruðþrjátíuogáttamiljónfjögurhundruðogsjötíuþúsundogfjögurhundruð ip-addressur?

Það eru nú ekki nema 6milljarðar manns í heiminum í dag. svo að það væru 181 ip-tala á hvert einasta mannsbarn. Ég stórlega efast um að ip-tölur muni nokkurntíman ná mikið hærri fjölda en höfðafjöldi í heiminum.

Þú getur aldrei vitað hvaða tæki fara að tengjast netinu í framtíðinni. Betra að hafa nóg og lenda ekki í veseni heldur en að þurfa að breyta aftur eftir nokkur ár. Ég spái því að IPv6 tölurnar eigi eftir að renna út eftir 50 ár.




Veit Ekki
Geek
Póstar: 808
Skráði sig: Þri 19. Apr 2005 22:05
Reputation: 0
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf Veit Ekki » Fös 03. Mar 2006 17:06

gumol skrifaði:
gnarr skrifaði:afhverju ekki bara að muna mac addressuna á tölvunni.. það væri held ég auðveldara en að muna þessar ipv6 tölur.

Helduru að það verði einhverntíman nógu margar tölvur í heiminum til að nota eittþúsundogníutíumilljarðníuhundruðþrjátíuogáttamiljónfjögurhundruðogsjötíuþúsundogfjögurhundruð ip-addressur?

Það eru nú ekki nema 6milljarðar manns í heiminum í dag. svo að það væru 181 ip-tala á hvert einasta mannsbarn. Ég stórlega efast um að ip-tölur muni nokkurntíman ná mikið hærri fjölda en höfðafjöldi í heiminum.

Þú getur aldrei vitað hvaða tæki fara að tengjast netinu í framtíðinni. Betra að hafa nóg og lenda ekki í veseni heldur en að þurfa að breyta aftur eftir nokkur ár. Ég spái því að IPv6 tölurnar eigi eftir að renna út eftir 50 ár.


Já það er satt, fullt af tækjum sem verða eflaust nettengd í framtíðinni.




goldfinger
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 10:06
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf goldfinger » Fös 03. Mar 2006 19:53

[Bullinský ON]

Ég sé fyrir mér fótanuddstæki sem hægt verður að sækja upgrade fyrir á netinu í framtíðinni, nýja nuddstrauma...

[Bullinský OFF]



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Fös 03. Mar 2006 21:57

gnarr skrifaði:afhverju ekki bara að muna mac addressuna á tölvunni.. það væri held ég auðveldara en að muna þessar ipv6 tölur.
En MAC addressunar eru ekki sorteraðar á neinn hátt. Ég gæti hinsvegar trúað því að eitt fyrirtæki fá úthlutað ákveðinni IPv6 tölu byrjun, og síðan bæti maður bara við tölunni á hverri tölvu fyrir aftan það.
Þá væru t.d. tvær tölvur innan sama fyrirtækis:
123:456:789:123:752:123
123:456:789:123:687:987
Jafnvel má gera sér í hugarlund að 123:456 væri fyrir Ísland, og því enn auðveldara að muna það.
En hversu oft þarf maður nú að muna hinar og þessar IP tölur? Ég man bara private IP tölurnar mínar og DNS þjóna Símans :P

Ég áttaði mig reyndar ekki á því hvað þetta voru margar IP tölur sem þú varst að tala um, en eins og strákarnir nefndu þá veit maður aldrei hvað verður tengt við netið í framtíðinni. Og svo einsog ég nefndi, að fyrst það er á annað borð verið að ráðast í svona róttæka breytingu er um að gera að láta hana endast.

gumol skrifaði:Ég spái því að IPv6 tölurnar eigi eftir að renna út eftir 50 ár.
Úff, ég myndi nú allavega gefa þeim 500 ár. (bara ágiskun útí loftið reyndar)

* slitið frá upprunalegum þræði þar sem að þetta var rækilega off-topic *



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16529
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2122
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Fös 03. Mar 2006 22:09

hallihg skrifaði:
The_Artist skrifaði:Persónulega finnst mér bara að það ætti að banna lausar ippur, punktur. :?


Vá, hvílíkur hálfviti hlýtur sá maður að vera sem að aðhyllist slíka tillögu.

Skamm!



Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf natti » Lau 04. Mar 2006 03:01

gnarr skrifaði:Það eru nú ekki nema 6milljarðar manns í heiminum í dag. svo að það væru 181 ip-tala á hvert einasta mannsbarn.

Þið verðið að hugsa aðeins út fyrir ramman en bara tölvur heimavið eða í vinnu.
GSM Símar tildæmis, 3G og það sem kemur seinna meir, notar ip meira og meira.
Svo örugglega einhver búnaðu í bílnum sem tengist netinu með gprs til að fá uppls um hitt og þetta eða e-ð.
Venjulegir talsímar. Mörg fyrirtæki nota ip síma nú þegar. Og stutt í að þetta fari inn á heimilismarkaðinn.


goldfinger skrifaði:Ég sé fyrir mér fótanuddstæki sem hægt verður að sækja upgrade fyrir á netinu í framtíðinni, nýja nuddstrauma...

Ja... þú getur í dag fengið kaffivél sem er nettengd. Örugglega e-ð sniðugt til fyrir fótanuddstæki :P

MezzUP skrifaði:En MAC addressunar eru ekki sorteraðar á neinn hátt.

Fyrstu 6 stafirnir í MAC eru vendor id.
Smella hér

MezzUP skrifaði:En hversu oft þarf maður nú að muna hinar og þessar IP tölur?

Segi það, DNS var ekki fundið upp af ástæðulausu :P
Nei annars, þá er maður yfirleitt að muna ips á kerfum sem þú ert að vinna með og svona. Og eftir smá æfingu gætiru það eflaust með ipv6 líka.


Mkay.


Andri Fannar
Tölvutryllir
Póstar: 687
Skráði sig: Fim 08. Jan 2004 20:53
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Andri Fannar » Lau 04. Mar 2006 06:55

Ég hef verið að skoða IPv6 yfir IPv4 tunnela og e-ð, man ekki hvað ég á margar ip tölur og ræð ptr yfir, eittthvað fáránlega mikið.
Er með þetta á server sem ég á í notkun.


« andrifannar»

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6489
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 312
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Lau 04. Mar 2006 15:03

natti skrifaði:
MezzUP skrifaði:En hversu oft þarf maður nú að muna hinar og þessar IP tölur?

Segi það, DNS var ekki fundið upp af ástæðulausu :P
Nei annars, þá er maður yfirleitt að muna ips á kerfum sem þú ert að vinna með og svona. Og eftir smá æfingu gætiru það eflaust með ipv6 líka.


Ég veit ekki með ykkur, en flestir sem ég þekki eru ekki með domain nafn á heimilistölvunum sínum. Og ef útí það er farið, þá eru líka fæst fyrirtæki sem ég veit um með domain nafn fyrir netið á vinnustaðnum. Ég nota allavega Remote Desktop, VPN, FTP og HTTP servera á alveg ógrynni af tölvum sem eru ekki með nein domain nöfn.


"Give what you can, take what you need."


JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Pósturaf JReykdal » Lau 04. Mar 2006 19:15

gnarr skrifaði:
natti skrifaði:
MezzUP skrifaði:En hversu oft þarf maður nú að muna hinar og þessar IP tölur?

Segi það, DNS var ekki fundið upp af ástæðulausu :P
Nei annars, þá er maður yfirleitt að muna ips á kerfum sem þú ert að vinna með og svona. Og eftir smá æfingu gætiru það eflaust með ipv6 líka.


Ég veit ekki með ykkur, en flestir sem ég þekki eru ekki með domain nafn á heimilistölvunum sínum. Og ef útí það er farið, þá eru líka fæst fyrirtæki sem ég veit um með domain nafn fyrir netið á vinnustaðnum. Ég nota allavega Remote Desktop, VPN, FTP og HTTP servera á alveg ógrynni af tölvum sem eru ekki með nein domain nöfn.


Enda verður örugglega hægt að nota ipv4 innanhúss um væna framtíð.

Annars bara lærirðu á DNS (tekur ekki langan tíma) :)


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6489
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 312
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Lau 04. Mar 2006 19:24

ég kann nú alveg á dns. en ég er ekki að fara að eyða tugum þúsunda í dns-server gjöld :)


"Give what you can, take what you need."


gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Lau 04. Mar 2006 21:27

Hvað með að fá sér þá bara einn ókeypis?

Það eru engin DNS server gjöld nema þú kaupir DNS server hugbúnað eða látir hýsa td. lén hjá einhverjum sem tekur fyrir það.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6489
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 312
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Lau 04. Mar 2006 21:38

jájánei.. ég nenni ekki að setja upp minn eginn DNS :p of mikið vesen að vera alltaf að breyta um dns í öllum tölvum sem ég nota.


"Give what you can, take what you need."


JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Pósturaf JReykdal » Lau 04. Mar 2006 22:12

Getur alveg verið með dummy færslur fyrir innanhússnet sko.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki

vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.


Rusty
Tölvutryllir
Póstar: 651
Skráði sig: Lau 31. Des 2005 16:42
Reputation: 0
Staðsetning: Eyjar
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Rusty » Lau 04. Mar 2006 23:32

gnarr skrifaði:Ég veit ekki með ykkur, en flestir sem ég þekki eru ekki með domain nafn á heimilistölvunum sínum. Og ef útí það er farið, þá eru líka fæst fyrirtæki sem ég veit um með domain nafn fyrir netið á vinnustaðnum. Ég nota allavega Remote Desktop, VPN, FTP og HTTP servera á alveg ógrynni af tölvum sem eru ekki með nein domain nöfn.

Held ég hef aldrei lent á heimilistölvu sem hefur ekki DNS. Hagar Computer Name sér ekki sem DNS? Ásamt því að margir routerar úthluta computername.lan sem DNS á hitt og þetta sem fer í gegnum tilgreindan router.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6489
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 312
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Sun 05. Mar 2006 00:40

Hvað meinaru eiginlega? það eru engar heimilistölvur með DNS. Ekki nema að það sé sett upp sér.

JReykdal skrifaði:Getur alveg verið með dummy færslur fyrir innanhússnet sko.


Og líka utanhúss ip. Það væri einfalt ef ég væri alltaf í sömu tölvunum.


"Give what you can, take what you need."