ATI Error


Höfundur
^Soldier
Fiktari
Póstar: 59
Skráði sig: Fim 27. Mar 2003 22:50
Reputation: 0
Staðsetning: Fáskrúðsfjörður
Staða: Ótengdur

ATI Error

Pósturaf ^Soldier » Fim 19. Jan 2006 20:17

Ég sendi hér inn póst ekki fyrir svo löngu síðan um vandamál sem tengdist skjákortinu mínu. Pósturinn hét "Vandamál að spila tölvuleiki" og þar hafði ég ekki skjáskot af vandamálinu. En nú hafa tímarnir breyst og ég náði skjáskoti af þessu helv***.

Hér er það:
http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/synamynd.php3?kt=080486-2789&myndnafn=atierror.GIF

Áður en ég fer að hringja í fyrirtækið sem seldi mér þetta langar mig að reyna að kippa þessu í lag með ykkar hjálp ;) Eins og ég les útúr þessum error þá kemur þetta ekkert vélbúnaðnum við, en þar sem ég er enginn snillingur í ensku þá væri frábært að fá smá aðstoð við að skilja þetta frá A-Ö.


Þarna stendur eitthvað með driver version, ég er búinn að prufa marga drivera og það er ekkert skárra.

Einnig stendur eitthvað AGP settings, það er still á 8x.. ekkert annað sem mér dettur í hug.

Og graphics frame buffer size, hmmm.. veit ekki baun hvað er verið að meina.


Þetta mun vera lokaúrræði þangað til ég hendi kortinu í ruslið og kveiki í því.. neinei segi svona :)
Ef einhver kannast við errorinn eða getur veitt mér einhverjar gagnlegar upplýsingar um sambandi við hann, ekki hika við að senda inn svar.

( Skjákortið er að sjá í upplýsingunum hér að neðan ;) )

Takk fyrir.


MSI 865PE NEO2-PFISR - Intel P4 3.0 Ghz Perscott - Corsair ValueSelect 2*512mb DDR400 - 200gb WD - Radeon x800 256mb xt - Chieftec Dragon, hvítur.

Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2730
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Pósturaf SolidFeather » Fim 19. Jan 2006 20:23

Prófa að taka VPU recover af? Það á að vera eitthverstaðar í skjákort properties.




Höfundur
^Soldier
Fiktari
Póstar: 59
Skráði sig: Fim 27. Mar 2003 22:50
Reputation: 0
Staðsetning: Fáskrúðsfjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf ^Soldier » Mið 08. Feb 2006 12:33

SolidFeather skrifaði:Prófa að taka VPU recover af? Það á að vera eitthverstaðar í skjákort properties.


Ok takk, gerði þetta og errorinn er allavega farinn =)

En veistu eitthvað hvað þetta VPU recover gerir?


MSI 865PE NEO2-PFISR - Intel P4 3.0 Ghz Perscott - Corsair ValueSelect 2*512mb DDR400 - 200gb WD - Radeon x800 256mb xt - Chieftec Dragon, hvítur.


DoRi-
</Snillingur>
Póstar: 1023
Skráði sig: Mið 20. Okt 2004 19:18
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoRi- » Mið 08. Feb 2006 17:07

^Soldier skrifaði:En veistu eitthvað hvað þetta VPU recover gerir?


böggar þig í tölvuleikjum PUNKTUR



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf emmi » Mán 13. Feb 2006 12:04

VPU Recover endurræsir örrann í skjákortinu ef það koma upp einhverjar villur. Ekkert hættulegt og í fínu lagi að slökkva á þessu.