Ég datt inn á útsölu hjá BT um daginn. Hef aldrei átt Fartölvu en vantaði slíka sem aukavél á heimilið til að geta verið á vefnum og WORD/EXCEL. Keypti þessa tölvu á tæpar 50 þús.
MD95125
MEDION M6 330
Intel® Celeron®M 1,4 GHz (330)
15” XGA TFT
Inter Dynamic Video Memory Technology
512 MB DDRAM 266MHz PC2100
40 GB Harður diskur UltraDMA 4200RPM
Super DVDRW drive
4X USB 2.0
Wi-Fi® Wireless (802.11g) (54Mpbs)
1xVGA, 1xTVOUT
Ég veit að þetta er engin stórgripur en er ágæt í þessi einföldu verk. Mér finnst hins vegar skrítið hve rafmagnið endist lítið á batteryinu. Það kláraðist fljótlega á því eftir að ég kom heim með hana. Ég hlóð það yfir nótt. Siðan kveikti ég á vélinni fjórum sinnum og var á netinu samtals ríflega klukkutíma (ADSL) og þá var hún tóm aftur. Hef ég fengið ónýtt battery eða er þeta eðlileg ending ?