Ég er í talsverðum vandræðum með ferðatölvuna mína, rúmlega tveggja ára Dell Inspiron 500m.
Ég sat uppí sófa í fyrradag með tölvuna á lærinu og var að vinna eitthvað í henni þegar hún varð allt í einu alveg svakalega hægvirk, hún varð alltaf hægvrikari og hægvirkari og eftir smá stund var ég hættur að geta hreyft músina. Svo þegar ég ætlaði að fara að restarta henni kom svo þetta upp á skjáinn (sjá attatchment). Ég hef aldrei tengt hana við docking station og veit ekki einusinni hvað D-Bay er.
Ef ég ýti á enter fer hún bara aftur inn í frosna Windowsið. Oft virkar að hreyfa hana aðeins til og þá af-frýs hún og þessi [BIOS?] skilaboð fara ef þau eru uppi.
Þegar ég næ ekki að laga þetta með að setja hana á sléttara yfirborð, hreyfa skjáinn eða gera eitthvað annað verð ég að slökkva á henni með því að halda takkanum inni. Svo er ég oft í mestu vandræðum við að ná henni í gang aftur. Ég ýti á takkan og það kviknar á power ljósinu, hd ljósinu og lyklaborðs-ljósinu en svo slöknar á henni án þess að neitt meira gerist.
Hefur einhver hugmynd um hvað gæti verið að?
Einhverjir ekki að sjá attatchmentið? : http://spjall.vaktin.is/files/img_6859__medium_.jpg
[leyst] Dell Inspiron 500m að frjósa
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3929
- Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
- Reputation: 0
- Staðsetning: Kópavogur
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
[leyst] Dell Inspiron 500m að frjósa
- Viðhengi
-
- IMG_6859 (Medium).JPG (35.57 KiB) Skoðað 709 sinnum
Síðast breytt af gumol á Lau 14. Jan 2006 13:53, breytt samtals 1 sinni.