Hvernig geri ég "Repair" á Windows XP.

Skjámynd

Höfundur
gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Hvernig geri ég "Repair" á Windows XP.

Pósturaf gnarr » Mið 21. Des 2005 13:42

Byrjaðu á því að setja Windows Xp diskinn þinn í tölvuna. Endurræstu svo tölvuna og farðu inní BIOS.

Í BIOS þarftu að stilla tölvuna á að starta sér af geisladrifinu.

Mynd

Endurræstu svo tölvuna og ýttu á einhvern takka þegar það kemur upp "Press any key to start from CD..."

Eftir smá stund ætti þessi valmynd að koma upp:

Mynd

Ýttu núna á [Enter], eins og þú ætlir að setja Windows upp uppá nýtt.

Mynd

Ýttu á [F8] til að samþyggja skilmálana.

Núna ætti þessi gluggi að koma upp:

Mynd

Núna ýtiru á [R] til að gera við stýrikerfið.

Það sem að gerist svo er að stýrikerfið er í rauninni set inn uppá nýtt, en öllum stillingum haldið. Þannig að ef vandamálið hefur verið ónýt stýrikerfisskrá á harðadisknum, þá ætti þetta að laga það.

Afgangurinn af ferlinu er nákvæmlega eins og uppsettning á nýju XP


"Give what you can, take what you need."