Acer enn að selja Rússum
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 7592
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1193
- Staða: Ótengdur
Acer enn að selja Rússum
https://www.ukrinform.net/rubric-econom ... uters.html
Þetta þykir mér einstaklega lélegt og líklegt til að koma fyrirtækinu í bobba.
Þetta þykir mér einstaklega lélegt og líklegt til að koma fyrirtækinu í bobba.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 303
- Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
- Reputation: 57
- Staða: Ótengdur
Re: Acer enn að selja Rússum
Þeir flytja inn allt draslið sitt í gegnum öll lönd sem eru ekki í Evrópu.
Þeir eru með aðgang að öllum helstu vestrænu merkjunum, eitt land sem er hliðhollt Evrópu og Rússum undir borðinu nægir til að halda þessu gangandi.
Þeir eru með aðgang að öllum helstu vestrænu merkjunum, eitt land sem er hliðhollt Evrópu og Rússum undir borðinu nægir til að halda þessu gangandi.
Re: Acer enn að selja Rússum
Heimskulegt. Acer er svona dæmigert fyrirtæki sem gæti verið stútað á einum degi, að þeir séu að selja rússum er einsog að taka inn eitur. Ef BNA og Evrópa bannar Acer, í öllu, í fjármálakerfinu, í innflutningi, í tækni, í öllu, þá er þetta fyrirtæki ekki til daginn eftir.
Aldrei keypt Acer vörur, mun aldrei gera það.
Aldrei keypt Acer vörur, mun aldrei gera það.
*-*
Re: Acer enn að selja Rússum
I Evropu er farið að hætta að selja vörur frá Mondelez, mikið af salgæti og matvæli herna er framleit undir þeim. Og þau eru á fullu að selja vörur til Ruslandi...
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 7592
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1193
- Staða: Ótengdur
Re: Acer enn að selja Rússum
Trihard skrifaði:Þeir flytja inn allt draslið sitt í gegnum öll lönd sem eru ekki í Evrópu.
Þeir eru með aðgang að öllum helstu vestrænu merkjunum, eitt land sem er hliðhollt Evrópu og Rússum undir borðinu nægir til að halda þessu gangandi.
Fréttin er um að Acer sé að selja beint til Rússlands, ekki einhverjir heildsalar.
M.v. að Rússa sárvantar örgjörva ofl. til að nota í alskonar vopn þá finnst mér þetta á öðru leveli ömurlegt af þessu fyrirtæki.
Hef sjaldan orðið jafn pirraður að lesa frétt um aðila hliðholla Rússum.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16575
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Acer enn að selja Rússum
bigggan skrifaði:I Evropu er farið að hætta að selja vörur frá Mondelez, mikið af salgæti og matvæli herna er framleit undir þeim. Og þau eru á fullu að selja vörur til Ruslandi...
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2023/ ... i_kuldann/
Re: Acer enn að selja Rússum
bigggan skrifaði:I Evropu er farið að hætta að selja vörur frá Mondelez, mikið af salgæti og matvæli herna er framleit undir þeim. Og þau eru á fullu að selja vörur til Ruslandi...
Er kvart-norskur og hef verið að fylgjast með boycottinu á Freia (sem er í eigu Mondelez) og fleiru í Noregi. Bara þar eru risafyrirtæki á borð við SAS og Norwegian að slíta öllum viðskiptum við þá, og það munar um það svo þetta er ekkert aumingja boycott eins og oft er.
Ef svipuð fyrirtæki í EU eða USA hætta viðskiptum við Acer þá eru þeir í miklum vandræðum. Annar vinkill er svo að Acer er í Taiwan - sem er í miklum ágreiningi við Kína sem er mjög pro Putin. Spurning hvort yfirvöld þar grípi inn í?
Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic
-
- /dev/null
- Póstar: 1454
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Acer enn að selja Rússum
Skil ekki svona boycott aðgerðir sem beinast að almennum borgurum í Rússlandi.
Af hverju er svona mikið hatur á einstaklinga sem fæðast í Rússlandi.
Af hverju er svona mikið hatur á einstaklinga sem fæðast í Rússlandi.
-
- Vaktari
- Póstar: 2350
- Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
- Reputation: 60
- Staðsetning: 105 Reykjavík
- Staða: Tengdur
Re: Acer enn að selja Rússum
nidur skrifaði:Skil ekki svona boycott aðgerðir sem beinast að almennum borgurum í Rússlandi.
Af hverju er svona mikið hatur á einstaklinga sem fæðast í Rússlandi.
Þetta er ekki ætlað til að beinast að almennum borgara í Rússlandi heldur að ríkisstjórn Rússlands.
Og þar sem þetta hefur áhrif á almennan borgara lætur þau ekki vera hrifin af ríkisstjórninni sinni sem lætur þau þrýsta á ríkisstjórnina sína.
Re: Acer enn að selja Rússum
nidur skrifaði:Skil ekki svona boycott aðgerðir sem beinast að almennum borgurum í Rússlandi.
Af hverju er svona mikið hatur á einstaklinga sem fæðast í Rússlandi.
Rússar eru að nota svona tölvubúnað til að framleiða vopn, t.d. dróna. Finnst mjög eðlilegt að loka á það.
*-*
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 622
- Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
- Reputation: 100
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Acer enn að selja Rússum
Rólegir á æsingnum, enn íslensk fyrirtæki að selja fisk, búnað og skip í gegnum Tyrkland, kýpur og möltu til Rússlands.
Það verða alltaf til nóg af fyrirtækjum sem fara bakdyraleiðir.
Þessar takmarkanir eru bara loftið.
Það verða alltaf til nóg af fyrirtækjum sem fara bakdyraleiðir.
Þessar takmarkanir eru bara loftið.
Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p
Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p
Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB
Re: Acer enn að selja Rússum
Dr3dinn skrifaði:Rólegir á æsingnum, enn íslensk fyrirtæki að selja fisk, búnað og skip í gegnum Tyrkland, kýpur og möltu til Rússlands.
Það verða alltaf til nóg af fyrirtækjum sem fara bakdyraleiðir.
Þessar takmarkanir eru bara loftið.
Source? Eða er þetta bara ég heyrði og held?
Löglegt WinRAR leyfi
-
- /dev/null
- Póstar: 1454
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Acer enn að selja Rússum
Gunnar skrifaði:Og þar sem þetta hefur áhrif á almennan borgara lætur þau ekki vera hrifin af ríkisstjórninni sinni sem lætur þau þrýsta á ríkisstjórnina sína.
Þessi setning staðfestir það sem ég var að benda á.
appel skrifaði:Rússar eru að nota svona tölvubúnað til að framleiða vopn, t.d. dróna
Almenningur í Rússlandi notar pottþétt eitthvað af vestrænum tölvubúnaði og eflaust yfirvöld, en þeir eru með sína eigin cpu/mb sem eru notuð í tölvur og vopnaframleiðslu.
Þið eruð allavega ekki búnir að sannfæra mig um að þetta sé ekki gegn almenning.
Viðskiptabönn hafa alltaf mest áhrif á almenning, alveg sama hvaða land það er.
Svo er í lagi að kaupa uranium og demanta frá Rússlandi þrátt fyrir 11-12 viðskiptabannspakka. Þetta er bara djók.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1860
- Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
- Reputation: 219
- Staða: Ótengdur
Re: Acer enn að selja Rússum
Rússneska ríkisstjórnin starfar í umboði almennings. Stríðið í Úkraínu er á ábyrgð Rússa sem þjóðar.
AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED
-
- /dev/null
- Póstar: 1454
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Acer enn að selja Rússum
Nariur skrifaði:Rússneska ríkisstjórnin starfar í umboði almennings. Stríðið í Úkraínu er á ábyrgð Rússa sem þjóðar.
Rússland er þá eina ríkið sem er ábyrgt fyrir stríðinu og það réttlætir efnahagsstríð vestrænna landa gegn almenningi þar.
-
- Vaktari
- Póstar: 2586
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 481
- Staða: Ótengdur
Re: Acer enn að selja Rússum
nidur skrifaði:Nariur skrifaði:Rússneska ríkisstjórnin starfar í umboði almennings. Stríðið í Úkraínu er á ábyrgð Rússa sem þjóðar.
Rússland er þá eina ríkið sem er ábyrgt fyrir stríðinu og það réttlætir efnahagsstríð vestrænna landa gegn almenningi þar.
Hver annar er ábyrgur fyrir að ráðast inn í nágrannaríkið Úkraínu?
Ég hafði enga sérstaka skoðun á rússum fyrir þetta stríð, en mér finnst þetta stríð hafa afhjúpað hversu villimannslegt rússneskt eðli er.
Mér finnst rétt að einangra þá, því með þessari villimannslegu hegðun á þetta land lítið sameiginlegt með öðrum siðmenntuðum þjóðum.
-
- Vaktari
- Póstar: 2586
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 481
- Staða: Ótengdur
Re: Acer enn að selja Rússum
æjj kom double post.
Síðast breytt af Moldvarpan á Mán 12. Jún 2023 10:31, breytt samtals 1 sinni.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 622
- Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
- Reputation: 100
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Acer enn að selja Rússum
Njall_L skrifaði:Dr3dinn skrifaði:Rólegir á æsingnum, enn íslensk fyrirtæki að selja fisk, búnað og skip í gegnum Tyrkland, kýpur og möltu til Rússlands.
Það verða alltaf til nóg af fyrirtækjum sem fara bakdyraleiðir.
Þessar takmarkanir eru bara loftið.
Source? Eða er þetta bara ég heyrði og held?
Án þess að ætla bera ábyrgð eða fá dv til að hringja í mig, þá veit ég eitt af þessum atriðum 100%.
Svara ekki fleiri commentum.
Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p
Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p
Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB
-
- /dev/null
- Póstar: 1454
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Acer enn að selja Rússum
Dr3dinn skrifaði:enn íslensk fyrirtæki að selja fisk, búnað og skip í gegnum Tyrkland, kýpur og möltu til Rússlands.
Fyrir þá sem fylgjast með þá er þetta alveg vitað. Viðskipti í báðar áttir.
Grikkland t.d. mjög duglegir að selja 49% blandaða rússneska olíu til evrópu.
Það er til svo mikið af Iphone í Rússlandi að hann er 10-15% ódýrar þar en í evrópu í mai.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1860
- Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
- Reputation: 219
- Staða: Ótengdur
Re: Acer enn að selja Rússum
nidur skrifaði:Nariur skrifaði:Rússneska ríkisstjórnin starfar í umboði almennings. Stríðið í Úkraínu er á ábyrgð Rússa sem þjóðar.
Rússland er þá eina ríkið sem er ábyrgt fyrir stríðinu og það réttlætir efnahagsstríð vestrænna landa gegn almenningi þar.
Já.
Á meðan rússneskur almenningur stendur á bak við stríðsglæpi og þjóðarmorð á hann mun meira skilið en efnahagslegan þrýsting.
Þau ættu mögulega að fá sýnishorn af því sem þau eru að gera nágrönnum sínum.
Síðast breytt af Nariur á Mán 12. Jún 2023 14:36, breytt samtals 1 sinni.
AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 7592
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1193
- Staða: Ótengdur
Re: Acer enn að selja Rússum
Ég er a.m.k. á þeirri skoðun að stjórnvöld versli ekki vörur frá fyrirtækjum sem verða uppvís að svona spillingu.
Það væri ömurlegt ef íslenskt skattfé færi í að aðstoða Rússland í þessu stríði.
Skiljanlega þarf að eiga einhver viðskipti við Rússland með nauðsynjavörur, lyf, matvörur og einhverja orku EN að sjálfsögðu ætti að reyna að versla annarstaðar fyrst.
Í Írak á sínum tíma var innflutningur á lyfjum bannaður og þær hörmungar ættu aldrei nokkurntíman að endurtaka sig í mannkynssögunni, að það hafi þurft að gera skurðaðgerðir án svæfingar á almennum borgurum, að almennar sýkingar sem einfalt hefði verið að meðhöndla með sýklalyfjum hafi valdið dauða og örkumlun o.s.frv.
Það voru ein verstu mannréttindabrot á síðari tímum en ágreiningur er um hvort að það hafi verið USA að kenna eða þeim stjórnvöldum sem vildu ekki sleppa tökum á landinu og héldu stríðinu endalaust gangandi með tilheyrandi hörmungum fyrir þjóð sína.
Það væri ömurlegt ef íslenskt skattfé færi í að aðstoða Rússland í þessu stríði.
Skiljanlega þarf að eiga einhver viðskipti við Rússland með nauðsynjavörur, lyf, matvörur og einhverja orku EN að sjálfsögðu ætti að reyna að versla annarstaðar fyrst.
Í Írak á sínum tíma var innflutningur á lyfjum bannaður og þær hörmungar ættu aldrei nokkurntíman að endurtaka sig í mannkynssögunni, að það hafi þurft að gera skurðaðgerðir án svæfingar á almennum borgurum, að almennar sýkingar sem einfalt hefði verið að meðhöndla með sýklalyfjum hafi valdið dauða og örkumlun o.s.frv.
Það voru ein verstu mannréttindabrot á síðari tímum en ágreiningur er um hvort að það hafi verið USA að kenna eða þeim stjórnvöldum sem vildu ekki sleppa tökum á landinu og héldu stríðinu endalaust gangandi með tilheyrandi hörmungum fyrir þjóð sína.
Síðast breytt af rapport á Mán 12. Jún 2023 16:25, breytt samtals 1 sinni.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16575
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Acer enn að selja Rússum
Ég veit ekkert hvað er að marka enda áróður allsstaðar og það fyrsta sem fer í stríði er sannleikurinn.
En maður hefur ítrekað lesið að olía flæði frá Rússlandi sem aldrei fyrr til Saudi Arabíu og þaðan aftur til Evrópu og annað á margfalt hærra verði.
Einnig sé rússneskt gas ennþá flutt í stórum stíl í gegnum Úkraínu og þeir þar með að styðja við rússa gegn sér.
Svo veit maður ekkert hvað er til í hverju, hver sprengdi Nordstream? Hver sprengdi stífluna um daginn?
Eftir Covid þvæluna og bóluefnasblekkingarnar þá er maður hættur að gleypa vestrænan áróður án gangrýnar hugsunar eins og úlfur gleypir hrátt kjöt.
https://www.euronews.com/my-europe/2023 ... -naftogaz-
https://www.hellenicshippingnews.com/ru ... to-europe/
En maður hefur ítrekað lesið að olía flæði frá Rússlandi sem aldrei fyrr til Saudi Arabíu og þaðan aftur til Evrópu og annað á margfalt hærra verði.
Einnig sé rússneskt gas ennþá flutt í stórum stíl í gegnum Úkraínu og þeir þar með að styðja við rússa gegn sér.
Svo veit maður ekkert hvað er til í hverju, hver sprengdi Nordstream? Hver sprengdi stífluna um daginn?
Eftir Covid þvæluna og bóluefnasblekkingarnar þá er maður hættur að gleypa vestrænan áróður án gangrýnar hugsunar eins og úlfur gleypir hrátt kjöt.
https://www.euronews.com/my-europe/2023 ... -naftogaz-
https://www.hellenicshippingnews.com/ru ... to-europe/
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 7592
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1193
- Staða: Ótengdur
Re: Acer enn að selja Rússum
GuðjónR skrifaði:Eftir Covid þvæluna og bóluefnasblekkingarnar
Úff... efni í annan þráð en covid sannarlega drap fólk í hrönnum og bóluefnin sannarlega virka...
Það væri draumur að geta sleppt öllum viðskiptum við Rússa en það er ekki hægt en þá er um að gera að eiga sem minnst viðskipti við þá.
Eins og ég sagði áður, að opinberir aðilar ættu að ekki að geta eða í það minnsta forðast það að eiga viðskipti við fyrirtæki sem hafa brotið gegn viðskiptabönnum, sama hvaða viðskiptabönn það eru.
-
- /dev/null
- Póstar: 1454
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Acer enn að selja Rússum
Hugsunin er orðin eitthvað brengluð þegar fólk er sátt við meiri dauðsföll á almennum borgurum í Úkraínu, Rússlandi eða annarstaðar.
Held að það sé nokkuð ljóst að þessar viðskiptaþvinganir eru ekki að virka neitt, rússar höfðu síðan 2014 til að undirbúa sig, sáu í hvað stefndi.
Þeir sem eru með þessar þvinganir tapa.
Evrópa komin í kreppu, USA líklega á leiðinni í kreppu og svo er IMF að gefa út jákvæðar framtíðar horfur á efnahag rússlands.
Held að það sé nokkuð ljóst að þessar viðskiptaþvinganir eru ekki að virka neitt, rússar höfðu síðan 2014 til að undirbúa sig, sáu í hvað stefndi.
Þeir sem eru með þessar þvinganir tapa.
Evrópa komin í kreppu, USA líklega á leiðinni í kreppu og svo er IMF að gefa út jákvæðar framtíðar horfur á efnahag rússlands.
Re: Acer enn að selja Rússum
Rússar eru með brenglaða heimsmynd, telja sig stórveldi, en eru ekki það. Einstaklega fámennt land miðað við stærð landssvæðis, lífskjör margra rússa eru enn á 19. öldinni, enginn hátækniiðnaður eða tækniþekking í þessu landi, heibrigðiskerfið einsog í þriðja heims löndum, ekkert vegakerfi af marki (þessvegna flytja rússa allan herbúnað á lestum). Þetta er einstaklega brengluð þjóð með brenglaða leiðtoga.
En ef menn eru að verja rússa þá verða þeir að átta sig á því hvað þeir vilja, þeir vilja alla austur evrópu aftur innan sinna vébanda, stjórna þeim allavega einsog "puppet states". Ef menn hafa samúð með því þá verði þeim að góðu.
Eina sem er hægt að gera er að fara í hart á móti slíku. Þá tel ég að það ætti að hætta að selja rússum allt, lyf og hvaðeina, og hætta einnig að veita þeim þjónustu í gegnum tæknifyrirtæki einsog Microsoft, Apple, Google o.fl., t.d. einsog að veita þeim Windows uppfærslur, veita þeim þjónustu í iCloud, held að það eigi að enforca tech blackout gagnvart rússlandi, slökkva á öllum þessum búnaði. Annað er að veita rússlandi styrk til að halda þessu stríði áfram.
Afhverju má sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi ekki eiga í viðskiptum við rússland en þessi tæknifyrirtæki mega það?
En ef menn eru að verja rússa þá verða þeir að átta sig á því hvað þeir vilja, þeir vilja alla austur evrópu aftur innan sinna vébanda, stjórna þeim allavega einsog "puppet states". Ef menn hafa samúð með því þá verði þeim að góðu.
Eina sem er hægt að gera er að fara í hart á móti slíku. Þá tel ég að það ætti að hætta að selja rússum allt, lyf og hvaðeina, og hætta einnig að veita þeim þjónustu í gegnum tæknifyrirtæki einsog Microsoft, Apple, Google o.fl., t.d. einsog að veita þeim Windows uppfærslur, veita þeim þjónustu í iCloud, held að það eigi að enforca tech blackout gagnvart rússlandi, slökkva á öllum þessum búnaði. Annað er að veita rússlandi styrk til að halda þessu stríði áfram.
Afhverju má sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi ekki eiga í viðskiptum við rússland en þessi tæknifyrirtæki mega það?
Síðast breytt af appel á Mán 12. Jún 2023 19:43, breytt samtals 2 sinnum.
*-*