
þannig er að ég er með 2 verðtryggð (Íslands)lán sem ég ætla að greiða niður með viðbótargreiðslum en ég er í smá vafa hvaða lán sé best að byrja á eða hvort það sé betra að greiða inná bæði lánin (þ.e. skipta heildarinngreiðslunni á milli þeirra í einhverjum hlutföllum).
Stóra lánið er hjá Frjálsa og er uppá 20millur, afborgun er sirka 67þ á mánuði núna.
Smærra lánið er hjá Íbúðalánasjóði og það er uppá 3millur, afborgun sirka 14þ á mánuði.
Vextirnir á Frjálsa eru núna um rétt yfir 2% en á Íbúðalánasjóði eru þeir 4,2%.
Hvernig mynduð þið telja að væri hagstæðast að greiða þetta hraðar upp?