Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuvernda skrifaði:Skjáskot af einkaskilaboðum og dreifing þeirra á netinu, án samþykkis, er hegningarlagabrot.
Þetta segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.
Meira um þetta á mbl.is
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuvernda skrifaði:Skjáskot af einkaskilaboðum og dreifing þeirra á netinu, án samþykkis, er hegningarlagabrot.
Þetta segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.
Hjaltiatla skrifaði:Ok, núna fara eflaust vinnustaðir að panikka með Skype samskipti og þess háttar, verður stranglega bannað að setja Skype samskipti inní verkbeiðnir
Hjaltiatla skrifaði:Ok, núna fara eflaust vinnustaðir að panikka með Skype samskipti og þess háttar, verður stranglega bannað að setja Skype samskipti inní verkbeiðnir
Sallarólegur skrifaði:Eru verkbeiðnir hjá þínum vinnustað opinberar?
rapport skrifaði:Fellur líklega undir sama og að taka upp símtal, sem er þá í raun brot á lögum um fjarskipti en ekki lögum um persónuvernd.
Þetta er í raun góð þróun, allt of oft er verið að hlera samskipti fólks við fyrirtæki með CRM kerfi án þess að það sé látið vita að margir innan fyrirtækisins geti í raun lesið samskipti sem það telur hugsanlega prívat milli sín og þjónustufulltrúa.
Fyrir vikið þá ætti að skilda þá sem nota CRM eða beiðnakerfi til að senda ætíð póst á viðkomandi um að "beiðni hafi verið stofnuð og samskiptin séu logguð".
Er það ekki?
rbe skrifaði:Þessi stofnum persónuvernd er algjörlega "ómissandi" brandari.
hvað ætli þeir séu að gera á daginn ? naga blýanta ?
persónuvernd er í molum i heiminum hvar sem litið er ? , gæti komið með dæmi hér næstu vikurnar
og þeir vaða í fjölmiðla og tala um skjáskot ?
á hvaða lyfjum er þetta lið ?
Risadvergur skrifaði:Ég gæti svarið að það væri hlutverk dómstóla að ákveða hvað er lögbrot og hvað ekki, en ekki hlutverk forstjóra ríkisstofnanna.
GuðjónR skrifaði:Risadvergur skrifaði:Ég gæti svarið að það væri hlutverk dómstóla að ákveða hvað er lögbrot og hvað ekki, en ekki hlutverk forstjóra ríkisstofnanna.
Hún hlýtur að hafa eitthvað fyrir sér, einhver lagaákvæði, fordæmisgefandi dóma eða eitthvað annað.
Risadvergur skrifaði:GuðjónR skrifaði:Risadvergur skrifaði:Ég gæti svarið að það væri hlutverk dómstóla að ákveða hvað er lögbrot og hvað ekki, en ekki hlutverk forstjóra ríkisstofnanna.
Hún hlýtur að hafa eitthvað fyrir sér, einhver lagaákvæði, fordæmisgefandi dóma eða eitthvað annað.
Það verður allavega ekki ráðið af fréttinni. Ég gef mér hinsvegar að þetta sé hennar túlkun á lögunum en nema fyrir liggi dómur í slíku máli er hæpið að slá því fram sem föstu að um refsiverðan verknað sé að ræða.
kizi86 skrifaði:manneskja í forsvari fyrir svona opinbera stofnun ætti að sjá sómann sinn í því að vera ekki að koma með eitthvað bull...
Tbot skrifaði:Síðan má velta aðeins upp annarri hlið á þessu og þá hversu vanhugsuð þessi ummæli hennar eru.
Það er ef einhver perri fer að senda t.d. dóttur þinni/syni (sem er barn) klámmyndir eða myndir af vininum.
Við kæru til lögreglu og síðan dómsmál þá gætu/eru þessi einkaskilaboð orðin opinber gögn í dómsmáli.
=> þar með er kæran til lögreglu/dómsmál orðið að refsiverðu athæfi.
Vaski skrifaði:kizi86 skrifaði:manneskja í forsvari fyrir svona opinbera stofnun ætti að sjá sómann sinn í því að vera ekki að koma með eitthvað bull...
Er það endilega bull vegna þess að hún kom ekki með heimild? Getur ekki verið að hún hafi rétt fyrir sér?
Núna veit ég ekkert um það hvort að hún hafi rétt eða rangt fyrir sér, en að slengja því fram að hún sé að bulla er ekkert sérlega vandað, alla vegna án þess að vísa í heimildir (sástu hvað ég gerði þarna )