
En síðan fyrr í dag að þá vorum við að spjalla í gegnum síman og samræðunar snérust að sveitarstjórnarkosningunum. Ég vissi að hún (og reyndar fjölskyldan hennar almennt) eru víst miklir kratar en pældi ekkert spes í því þar sem að mér finnst þetta ekkert skipta eitthvað öllu máli. Hún spurði hvað ég kaus og ég sagði að ég væri ekki en búinn að kjósa en myndi líklega kjósa sjálfstæðisflokkinn. Þá sagði hún "HA NEI!" eða eitthvað þannig eins að hún væri geiðveikt hneyksluð. Síðan svona sirka klukkutíma eftir að ég var búinn að tala við hana að þá fór ég á facebook og sá að hún var búinn að senda mér skilaboð þar sem að hún sagði eitthvað á þann veg að "þetta væri líklega ekkert sniðigut og að við værum líklega gjörólík".

Mér finnst þetta ílla gert. Er það eitthvað algengt að fólk geti ekki datað þá sem að hafa aðrar stjórnmálalegar skoðanir? Myndir þú dumpa eitthverjum/eitthverjari út af eitthverju svona?