frr skrifaði:Nokkrir punktar varðandi þetta mál sem ég held að sumir hafi ekki á hreinu.
Ég held að flestir þekki nú þetta mál nokkuð vel...
frr skrifaði:Íslensk stjórnvöld ákváðu að greiða að fullu innlendar innistæður. Það getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.
Neyðarlögin - Voru sett á til að tryggja innlent greiðslukerfi yrði í starfhæfu ástandi og einhverjar upphæðir til fyrir fólk. Að slengja því fram að afleiðingarnar geti verið alvarlegar er bara brandari enda hefðu afleiðingarnar verið mun alvarlegri ef þeir hefðu þá og þegar tryggt allar innistæður 100%, þá hefðu útlendingarnir tekið allt sitt út deginum seinna og bankakerfið hrunið endanlega. Þess í stað var tryggt að hér á klakanum héldist eitthvað kerfi gangandi.
Það hefði líklega ekki verið hægt að gera þetta atriði mikið betur.
Ég vitnaði hér á undan (eldri póst) í 42.grein EES en það er víst 43.grein EES sem leyfir "protective measures" hjá löndum sem lenda í svona.
Sjá samninginn hér.frr skrifaði:Tveir síðustu samningar gera ráð fyrir að íslendingar greiði það sem á vantar upp í innistæðutrygginguna, ef þrotabú landsbankans dugar ekki til.
Já/nei... Allri samningar hafa byggst á ríkisábyrgð íslenska ríkisins á þessum skuldum innistæðutryggingasjóðsins, sem nota ben hefur í dag ENGA ríkisábyrgð. Afhverju þarf að bæta ríkisábyrgðinni við? Ísland græðir ekkert á því og það er einfaldlega frekja í UK og Hollendingum að fara fram á ríkisábyrgð.
(sjá hér með smá leit)frr skrifaði:Ef dómstólaleiðin verður farin, að þar sem íslensk stjórnvöld brutu jafnaðarregluna, gagnvart erlendum aðilum, þá stöndum við vægast sagt afar illa.
Eins og ég benti á hér að ofan þá má Ísland gera nánast hvað sem er til að tryggja starfhæft bankakerfi hérna sjá 43. grein EES
Svo má líka benda á að hvernig EES og EU vinna saman er MJÖG óljóst. Það er þó á hreinu að alþjóðasamningar ganga aldrei faramar hagsmunum þjóðarinnar, ekki hjá okkur og ekki hjá neinni annarri þjóð sbr. UK og hryðjuverkalögin, NATO o.s.frv.
Það er einnig gefið að engir dómstólar hafa lögsögu á Íslandi nema Íslenskir dómstólar, hér á klakanum hefur niðurstaða mannréttindadómstólsins jafnvel verið hundsuð...
- EU dómstóllinn? Nei þar sem við erum ekki í EU.
- EFTA dómstóllinn? Nei þar sem UK og Holland eru ekki í EFTA.
Því fyrr sem fólk áttar sig því að það verða engir peningar sóttir til Íslands nema skv. íslenskum lögum, því betra.Í stjórnmálum þá er einfaldlega farið í stríð ef ríki eru með stæla, þá eru sett viðskiptabönn, viðskiptahömlur o.s.frv.
Við eigum einfaldlega að opna UK og Hollendingum beina leið að dómstólum og útkljá málið once and for all.
Ef þeir treysta því ekki, þá verða þeir að útskýra afhverju ekki og ef þeir ætla að refsa okkur fyrir að reyna stuðla að farsælli lausn, þá er það ósköp einfaldlega "shame on them".
Það eru fullt af atriðum sem verður að hafa í huga.
- Íslenski sjóðurinn tryggir innistæður í ISK m.v. gengi þess dags sem allt fór í kalda kol. Við getum borgað það en ekki þetta rugl sem verið er að krefjast í dag.
- EU kerfið er meingallað og það er verið að láta okkur líða fyrir þetta gallaða kerfi og gera eitthvað dæmi úr okkur. Við ættum bara að segja NEI við samninga og segja UK og Hollandi að fara réttlátustu leiðina að þessu öllu saman þar sem farið yrði að hverri einustu reglu í bókinni og anda laganna en ekki bara útvöldum ákvæðum.
Ég hef litla sem enga trú á því að Íslenska ríkið muni þurfa að greiða þetta þar sem
í dag er engin ríkisábyrgð á þessari skuld...