Gúrú skrifaði:Ég vona að þið séuð ekki fulltrúar meirihluta samfélagsins - annars leyfið þið einfaldlega sadistum og prökkurum að eyðileggja allt frelsi einstaklings ef þeir svo vilja með því einfaldlega að framkvæma slæmar gjörðir - hverju skilar það okkur?
Ég vona hjartanlega að þú meinir ekki stakt orð í þessari setningu.
Gúrú, það er ekki verið að tala um að eyðileggja frelsi einstaklingsins. Ef þú skoðar umræðuna og hvaðan hún kom þá er það vegna þess að af nokkur hundruð metra færi náðu einhverjir að beina laser á stjórnklefa flugvélar þannig að
stjórnklefinn lýstist upp. Það þarf alveg talsvert afl til að gera slíkt.
Ég trúi því ekki að þú viljir ekki takmarka aðgengi fólks að tæki sem getur
með gáleysi varanlega eyðilagt sjón fólks af nokkur hundruð metra og jafnvel kílómetra færi. Og það er ekki bara það að þessu sé beint að auganu í þér. Ef að einhver væri að beina þessu að einhverju sem endurvarpar ljósi þá gæti það jafnvel líka eyðilagt sjónina í þér ef að það er nógu stutt færi.
Ég hef reynt að leita svolítið og ég hef ekki fundið neinar upplýsingar um notkun lasera í fjallgöngu. Er þetta eitthvað sem þú áttaðir þig á sjálfur? Annars þá finnst mér það líka alveg rosalega vafasöm aðferð til að rata. Ef þú bara veltir því fyrir þér. Þú ert að beina stórhættulegu tæki á eitthvað sem þú sérð ekki. Ef þú áttar þig ekki á því hvað það er vond hugmynd þá er ég ekki viss um að þú hafir vitsmuni til að nota svona tæki. Sem er einmitt ástæðan fyrir því að ég myndi vilja sjá fylgst með því hver fær að eiga svona.