jonsig skrifaði:Þetta fylgir því að kjósa R-listann eða samfó. Það hefur ekki verið neitt gert hérna fyrir vegina síðan R-dæmið komst í meirihluta "94. Bara einhver dagur í holunni á hjálmari að tala um einhverja draumkennda borgarlínu.
Þetta væri svo gott ef fólkið sem kaus þennan komma -saur yfir sig hefði verið eitt um það að njóta umferðaröngþveitisins.
Það er rétt, það eru mörg svæði þar sem hægt er að fara í litlar framkvæmdir og leysa ákveðnar teppur sem mynda langar bílaraðir.
Mér dettur helst í hug teppuna sem myndast alltaf á Sæbrautinni suður að sprengisandi/grillhúsinu síðdegis. Þarna eru ljós sem hleypa 5 bílum upp á bústaðarveginn. Reyndar eru þeir búnir að loka fyrir umferð frá bústaðavegi til vinstri inn á Sæbraut á þessum tíma, en þarna þarf í raun að hafa sígrænt frá 15 til 18. Hægt er að fara yfir brúnna sem er milli Kóp og þar sem Aktu-Taktu er til að fara norður eftir Sæbraut.
Svo er óskiljanlegt hví fólk dreifir ekki umferðinni meira. Það er enginn að segja mér það að einhver skrifstofumanneskja ÞURFI að vera komin á slaginum 8 eða 9 í vinnuna, eða að skólar geti ekki byrjað klukkan 10. Þegar ég var í skóla þá byrjaði hann suma daga 8 og var búinn 13, stundum byrjaði 8, búinn 10 en hófst aftur 15. Þannig að ef þeir byrja 9:30 eða 10 þá myndi það hjálpa heilmikið.
Svo er hægt að neyða ríkisstofnanir og opinber fyrirtæki út úr borginni og flytja sig í nágrannabæi eða úthverfi.
Það eru til lausnir, menn bara vilja ekki fara út í þær. Frekar eyða 100-200 milljörðum í sömu sturlun, flytja alla inn í borgina á morgnanna og út úr borginni síðdegis á nákvæmlega sama tíma. Svo er það, mun þessi borgarlína geta flutt tugi þúsunda á sömu mínútunum? Því íslendingar eru þannig að vilja leggja af stað 5 mínútur áður en þeir þurfa að vera mættir einhversstaðar.