Uppgreiðsla Láns

Allt utan efnis

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: Uppgreisla Láns

Pósturaf Klemmi » Mán 18. Sep 2017 14:22

dori skrifaði:Ég er ekki að efast um að þú getir borgað upp lánið með nýju láni. Lykilatriðið í spurningunni minni er hvort það sé virkilega mögulegt fyrir þig að fá betra lán (þá með lægri vöxtum/greiðslubyrgði) ef þú lendir í þeirri stöðu að óverðtryggða lánið þitt er allt í einu komið með of háa vexti til að þú ráðir við afborganir.

Ég set s.s. spurningamerki við það að ef þú ert með lán sem þú lendir í að ráða ekki við greiðslur af að bankinn verði næs og gefi þér eitthvað sem er ekki ennþá dýrara fyrir þig (að minnsta kosti til lengri tíma litið).


Síðasta klausan hjá þér einmitt málið, með hvort það sé hagstæðara yfir lengri tíma litið. Ég efast um að bankinn fari að neita þér um verðtryggt lán, en það má búast við að vextirnir á því verði 3-5%. Það er svo spurning hvort að þú gerir ráð fyrir að verðbólguskotinu sé lokið eða ekki, hvort að þú gerir ráð fyrir að verðbólga verði meiri heldur en vaxtamunur milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána.

Þegar öllu er á botninn hvolft, þá muntu að mínu mati aldrei verða verr staddur eftir hrun með óverðtryggt heldur en verðtryggt lán. Hins vegar getur verið að þú tapir á því alveg fram að hruni, líkt og ég hef verið að horfa á með mitt lán, þetta er í raun og veru bara eins og tryggingar. Þú ert að tryggja þig fyrir hruninu. Það er svo hvers og eins að meta hvort hann taki sénsinn eða ekki.



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1453
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Uppgreiðsla Láns

Pósturaf nidur » Mán 18. Sep 2017 15:57

Það má líka segja að það sé enginn munur á verðtryggðu eða óverðtryggðu. Og þessi "Trygging" fyrir hruninu sé ókeypis, þú þarft bara að höndla hærri afborganir fyrstu 20 árin.

Því ef þú setur inn 1.5% verðbólgu út 40 ára tímabil á 20M láni þá ertu að greiða 54M fyrir bæði lánin samtals í afborgunum, þannig að þau koma út á það sama nema að verðbólgan sé minni eða að það komi kreppa.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Uppgreiðsla Láns

Pósturaf Daz » Mán 18. Sep 2017 17:51

nidur skrifaði:Það má líka segja að það sé enginn munur á verðtryggðu eða óverðtryggðu. Og þessi "Trygging" fyrir hruninu sé ókeypis, þú þarft bara að höndla hærri afborganir fyrstu 20 árin.

Því ef þú setur inn 1.5% verðbólgu út 40 ára tímabil á 20M láni þá ertu að greiða 54M fyrir bæði lánin samtals í afborgunum, þannig að þau koma út á það sama nema að verðbólgan sé minni eða að það komi kreppa.


Meðal ársverðbólga á Íslandi er nær 5%. Á móti munu vextir óverðtryggðs láns hækka ef verðbólga hækkar (eftir að umsömdu "fastir vextir" tímabili líkur).
Gríðarlega einfaldað þá er munurinn á verðtryggðu og óverðtryggðu láni:
Verðtryggt. Afborganir hækka hægt þegar sveiflur koma í verðbólgu, því hækkunin skilar sér aðalega í hækkuðum höfuðstól með verðtryggingunni. Hærri höfuðstóll skilar sér svo í hærri afborgun, en það dreifisst yfir afganginn af lánstímanum.
Óverðtryggt. Afborganir hækka hratt þegar sveiflur koma í verðbólgu, um leið og lánastofnun getur hækkað vextina kemur það 100% fram í afborgun.

Bæði ættu að geta hegðað sér svipað, þ.e.a.s. sá sem er með verðtryggt lán getur borgað niður verðtryggingarhækkunina jafnóðum, sem ætti að vera álíka upphæð og sá sem hefur óverðtryggt þarf að borga vegna vaxtahækkunar. Sá með óverðtryggða lánið getur líka tekið nýtt (auka)lán til að borga niður vaxtahækkunina og frestað þar með hækkuðu vaxtagreiðslunni.



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1453
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Uppgreiðsla Láns

Pósturaf nidur » Mán 18. Sep 2017 20:18

Daz skrifaði:
nidur skrifaði:Það má líka segja að það sé enginn munur á verðtryggðu eða óverðtryggðu. Og þessi "Trygging" fyrir hruninu sé ókeypis, þú þarft bara að höndla hærri afborganir fyrstu 20 árin.

Því ef þú setur inn 1.5% verðbólgu út 40 ára tímabil á 20M láni þá ertu að greiða 54M fyrir bæði lánin samtals í afborgunum, þannig að þau koma út á það sama nema að verðbólgan sé minni eða að það komi kreppa.


Meðal ársverðbólga á Íslandi er nær 5%. Á móti munu vextir óverðtryggðs láns hækka ef verðbólga hækkar (eftir að umsömdu "fastir vextir" tímabili líkur).
Gríðarlega einfaldað þá er munurinn á verðtryggðu og óverðtryggðu láni:
Verðtryggt. Afborganir hækka hægt þegar sveiflur koma í verðbólgu, því hækkunin skilar sér aðalega í hækkuðum höfuðstól með verðtryggingunni. Hærri höfuðstóll skilar sér svo í hærri afborgun, en það dreifisst yfir afganginn af lánstímanum.
Óverðtryggt. Afborganir hækka hratt þegar sveiflur koma í verðbólgu, um leið og lánastofnun getur hækkað vextina kemur það 100% fram í afborgun.

Bæði ættu að geta hegðað sér svipað, þ.e.a.s. sá sem er með verðtryggt lán getur borgað niður verðtryggingarhækkunina jafnóðum, sem ætti að vera álíka upphæð og sá sem hefur óverðtryggt þarf að borga vegna vaxtahækkunar. Sá með óverðtryggða lánið getur líka tekið nýtt (auka)lán til að borga niður vaxtahækkunina og frestað þar með hækkuðu vaxtagreiðslunni.


Algerlega, enda var verðbólgan frekar sanngjörn í mínu dæmi. Og það sem þú segir sýnir enn betur hversu lítill munur er á þessum lánum. Þetta snýst allt um hversu mikið þú borgar inn á það á mánuði yfir tímabilið og mitt komment var aðalega vegna þessarar "tryggingar" sem átti að kosta eitthvað en gerir það í raun ekki.

Og ef það kemur sveifla þá skiptir ekki heldur máli hvort lánið þú ert með, afborganir hækka, en höfuðstóllinn hefur þó ekki aukist á óverðtryggða.