Kosningaþráðurinn 2012

Allt utan efnis

Hver fær þitt atkvæði sem forseti?

Atkvæðagreiðslan endaði Lau 30. Jún 2012 19:00

Herdís Þorgeirsdóttir
0
Engin atkvæði
Ólafur Ragnar Grímsson
78
59%
Hannes Bjarnason
3
2%
Andrea Ólafsdóttir
1
1%
Þóra Arnórsdóttir
16
12%
Ari Trausti Guðmundsson
13
10%
Skila auðu/kýs ekki
15
11%
Veit ekki
6
5%
 
Samtals atkvæði: 132

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf tdog » Fös 22. Jún 2012 20:33

Victordp skrifaði:
tdog skrifaði:Mitt atkvæði fær Hannes Bjarnason. Hann er nýtt blóð og svo er hann líklegastur til þess að vera með byssuleyfi!

Skarplega athugað, kæmi samt ekkert á óvart ef að Óli væri með byssuleyfi. Sé hann og Pútín fyrir mér útí skógi í Rússlandi að veiða.

Ég kannaði málið, Hannes er því miður ekki með byssuleyfi – Þá kýs ég bara Ólaf.



Skjámynd

REX
Nörd
Póstar: 115
Skráði sig: Fös 18. Feb 2011 18:12
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf REX » Fös 22. Jún 2012 20:43

Óli heldur með United þannig að hann er að fara fá mitt atkvæði.




vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf vesley » Fös 22. Jún 2012 20:52

REX skrifaði:Óli heldur með United þannig að hann er að fara fá mitt atkvæði.


United ? :lol:

Hann heldur með ÍA ! \:D/




Höfundur
Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf Bjosep » Fös 22. Jún 2012 20:57

Óli var skemmtilegur í Harmageddon í dag. Skemmtileg reyndar þessi pæling hans að staða mannréttindi á norðurlöndunum stafaði að einhverju leyti af kirkjuskipan. Óli er náttúrulega refur og lætur ekki ná sér auðveldlega. Það kann mörgum að finnast það vera það sem forseti þarf að hafa en ég ætla að leyfa mér að efast. Hann hefur í sjálfu sér fært ágætis rök fyrir þeim skiptum þar sem hann hefur synjað lögum undirritunar. Það verður ekki af honum tekið. Ég get í sjálfu sér lítið sett út á embættisverk hans, bara persónuna.

Þóra verður síðan í Harmageddon á mánudaginn, það verður áhugavert að heyra viðtalið við hana. Ég er reyndar ekki viss hvort þetta eru fyrstu tvö eða síðustu tvö sem koma í viðtal í Harmageddon en í ljósi þess að menn eru örlítið minna með "prik upp í afturendanum" þar en í hefðbundnari fjölmiðlum þá gætu þetta orðið áhugaverð viðtöl.

Eitt af því sem mér finnst áhugavert varðandi þessa kosningabaráttu og það eru yfirlýsingar kvenna ,sem ég get ekki skilð öðruvísi, um að þær ætli sér að kjósa Þóru aðallega vegna þess að hún er kona.

Síðan er deildin sem er í því að grafa upp skít um Þóru og að því er virðist aðallega Svavar. Ég reikna með að þetta séu allt stuðningsmenn Ólafs og mögulega einstaklingar sem stóðu að eða tóku þátt í undirskriftasöfnuninni um að fá Ólaf til að halda áfram. Setur leiðinlega svartan blett á baráttuna.

Ég heyrði reyndar skemmtilega tilgátu um daginn um framboð Ara Trausta, sel þetta ekki dýrara en ég keypti það, en hún var sú að Ari Trausti hafi farið í framboð til þess eins að draga fylgi af Þóru. Ari Trausti er að sögn í einhverju teymi Ólafs Ragnars sem tekur á móti þjóðarleiðtogum, og öðrum frægðarmennum, og á að fræða þá um Ísland.

Síðan eru það skoðanakannanirnar. Um daginn var meira en 20% munur á Ólafi og Þóru. Núna skv. nýjustu skoðanakönnun er munurinn 8%. Ég veit ekkert um gæði þessara kannana hvað varðar svarhlutfall en það mætti ætla að mælt fylgi við Þóru réðist af því hver spyr. Eða þá að þetta sveiflast svona gríðarlega ennþá.




Höfundur
Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf Bjosep » Fös 29. Jún 2012 23:18

Bömpum þessu bara svona til að vera hressir.

Var einhver að glápa á kosningasjónvarpið?

En hlusta á Harmageddon í vikunni ??



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf GuðjónR » Lau 30. Jún 2012 00:04

Kjósum bara óla og málið dautt.




Höfundur
Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf Bjosep » Lau 30. Jún 2012 00:12

Málið er náttúrulega dautt svo sem óháð því hvern við kjósum :D

Var enginn að hlusta á Harmageddon í vikunni samt? Herdís var að gera frábæra hluti þar. Efaðist um gildi skoðanakannana í ljósi þess að hún væri að mælast hæst á útvarpi sögu :troll



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf GuðjónR » Lau 30. Jún 2012 00:15

Bjosep skrifaði:Málið er náttúrulega dautt svo sem óháð því hvern við kjósum :D

Var enginn að hlusta á Harmageddon í vikunni samt? Herdís var að gera frábæra hluti þar. Efaðist um gildi skoðanakannana í ljósi þess að hún væri að mælast hæst á útvarpi sögu :troll


Nei missti því miður af því, hafði litla trú á Herdísi til að byrja með en eftir að hafa hlustað á hana og fylgst með henni þá snérist ég 180°
Veit samt að hún á ekki séns og til að tryggja það að versti frambjóðandinn komist ekki á Bessastaði þá verð ég að kjósa Ólaf, enda fínn kall þar á ferð.




Höfundur
Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf Bjosep » Lau 30. Jún 2012 00:25

Tjahh fínn karl ... jú jú eflaust. Þörfnumst við þess samt virkilega að gamli gaukurinn sitji í 20 ár?

Ólafur er náttúrulega einn sá tækisfærissinnaðasti stjórnmálamaður sem ég veit um (í augnablikinu) og það er gaman að sjá hvað hann er tvísaga þó ekki sé nema miðað við nokkurra mánaða tímabil. Síðan eru náttúrulega önnur mun eldri dæmi þar sem hann er tvísaga. En Ólafur er náttúrulega refur og hann kann þetta utan af, það er svo sem ekkert að ástæðulausu að hann hefur náð að rífa fylgið sitt svona duglega upp ... það OG hin dulda skrímsladeild kristinna íhaldsmanna hefur verið ansi dugleg við að grafa upp skít um aðra og jafnvel klína óverðskulduðum skít á (sérstaklega) Þóru, "látum þá afneita því" - aðferðin.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf GuðjónR » Lau 30. Jún 2012 00:35

Þóra er bara ekki trúverðug að mínu mati.
Ég missi alltaf þráðinn þegar hún talar, svo finnst mér fortíð mannsins hennar ekki vera henni til framdráttar.
Svo talar hún um hófsemi á sama tíma og hún heldur "Þórudag" á 90 stöðum um landið og eyðir 1.740.006 krónum í að birta myndir af sjálfri sér á strætóskýlum. Hún hefðið hugsanlega fengið fleiri atkvæði með því að gefa fjölskylduhjálpinni eða mæðrastyrksnefnd þessar 15 millur sem hún er búin að safna.




Höfundur
Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf Bjosep » Lau 30. Jún 2012 00:51

Haha, hefðu ekki allir bara átt að sleppa því að gera nokkuð við féið sem þau söfnuðu og gefa það til fjölskylduhjálpar?

Það er náttúrulega ljóst að hún stefnir að því að fella sitjandi forseta sem þarf alveg tiltölulega litlu að verja til kosningabaráttunnar í ljósi stöðu sinnar. Þóra er búin að eyða hvað 10-15 milljónum í auglýsingar og annan kostnað sem er vissulega það mesta sem eytt hefur verið í þessa kosningabaráttu en málið er náttúrulega það að "mótherji" sitjandi forseta kemur líklegast alltaf til með að standa höllum fæti svona í ljósi sögunnar.

Þetta með Svavar a) hann gerðist sekur um líkamsárás fyrir hvað um það bil 20 árum síðan og b) hann varð fórnarlamb tálmunar af hendi barnsmóður sinnar (eins og ég skil þetta). Að gagnrýna hann vegna líkamsárásarinnar er í sjálfu sér réttmætt en að gera sér mat úr samskiptum hans við barnsmóður hans er svona álíka kjánalegt í mínum augum og að tala niður til fórnarlambs nauðgunar/líkamsárásar.



Skjámynd

Baldurmar
FanBoy
Póstar: 795
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 140
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf Baldurmar » Lau 30. Jún 2012 01:08

Mér finnst tal um að Ólafur hafi bjargað okkur frá Icesave og ætli að bjarga okkur frá ESB óttarlega hjákátleg. Er fólk að gleyma að hann fékk næstum 60 þúsund undirskriftir sem hvöttu hann til að skrifa ekki undir ? og þar á undan hafði hann skrifað undir 2 aðra icesave samninga sem voru MUN verri en sá sem að hann vísaði í þjóðaratkvæði.

Það verður ALLTAF sett í þjóðaratkvæði hvort Ísland gengur í ESB eða ekki, hvort sem að Ástþór Magnússon eða Dorrit eru forsetar..

Þessi grein Davíðs Þórs Jónssonar er ansi góð:
http://silfurgeitin.wordpress.com/2012/ ... -rogtungu/


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - GTX 1070 8gb

Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3846
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf Tiger » Lau 30. Jún 2012 01:30

Baldurmar skrifaði:Þessi grein Davíðs Þórs Jónssonar er ansi góð:
http://silfurgeitin.wordpress.com/2012/ ... -rogtungu/


Finnst þér virkilega???? :face

Það verður dagurinn sem frýs í helvít sem Davíð Þór verður hlutlaus og merkilegur penni.

Ari Trausti hefur logið 3.784 sinnum um veðrið sem ég man eftir :troll



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6794
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf Viktor » Lau 30. Jún 2012 05:33

Baldurmar skrifaði:Þessi grein Davíðs Þórs Jónssonar er ansi góð:
http://silfurgeitin.wordpress.com/2012/ ... -rogtungu/


Gæti ekki verið meira ósammála, en hvað um það.

Rökin hans:

1.Forsetinn lýsti því yfir að hann hygðist bíða með að hefja kosningabaráttu sína þangað til framboðsfrestur hefði runnið út. Það sveik hann.


Taktík, allir frambjóðendur reyna að beita einhverjum leiðum til að auka líkur á kjöri. Sjálfsagt að sitjandi forseti reyni það líka.

2.Það sem forsetinn hafði þá fram að færa var nákvæmlega sama lygin og áðurnefndur framsóknarmaður, Hjörleifur Hallgrímsson, byggir stuðning sinn við Ólaf á. Þóra er frambjóðandi óvinsællar ríkisstjórnar.


Er ekki sammála því, en hvort eða hvenær Ólafur sagði þetta veit ég ekki. Finnst þetta lélegt skot á Ólaf. Afhverju má hann ekki nýta sér tækifæri til að skjóta á andstæðinga sína og láta þá svara fyrir sig? Afþví að hann er sitjandi forseti? Hinir frambjóðendurnir skjóta föstum skotum á Ólaf í hverju viðtalinu á fætur öðru, ekki eru búnir til svona listar um þá.

3.Forsetinn réðst að starfsheiðri maka Þóru, Svavars Halldórssonar, með bláköldum lygum. Óþarfi ætti að vera að fara nánar út það hér. Hvert orð af rógi Ólafs um Svavar hefur verið rekið öfugt ofan í hann.



Það er nú vægast sagt óheppilegt að maki annars frambjóðenda skrifi frétt um mótframbjóðenda hans. Þetta er ekki svaravert. Hvernig hefði fólk tekið í það að Dorrit væri fréttakona hjá Vísi og fjallaði um Þóru á einn eða annan hátt? Illa séð.


4.Forsetinn lýgur því að hann geti komið í veg fyrir að Íslendingar verði þvingaðir inn í Evrópusambandið án þess að það yrði fyrst samþykkt í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er einfaldlega rangt. Ólafur Ragnar Grímsson hlýtur að vita það, hann er ekki vitlaus. Samt hefur honum tekist að telja þjóðinni trú um að núverandi ríkisstjórn, sem er á síðasta snúningi, hafi í hyggju að troða þjóðinni inn í sambandið að henni óforspurðri og hann geti komið í veg fyrir það.


Ég trúi þessari ríkisstjórn nú til alls, Samfylkingin er nú alveg vís til að troða okkur inn í ESB skjái þau leik á borði. Fínt að hafa einhvern stabílan sem myndi ekki sætta sig við það.

5.Tvær tilvitnanir. „Það er þó einlæg ósk mín að þjóðin muni sýna því skilning þegar stöðugleiki hefur skapast í stjórnskipan landsins og stjórnarfari og staða okkar í samfélagi þjóðanna hefur skýrst ákveði ég að hverfa til annarra verkefna áður en kjörtímabilið er á enda og forsetakjör fari þá fram fyrr en ella.“ (Ólafur Ragnar Grímsson, 4. mars 2012) „Ég hef aldrei sagt að ég ætlaði bara að vera í tvö ár. Þetta er áróður sem reynt var að læða að fólki, m.a með fréttunum sem Svavar bjó til á RÚV þegar verið var að kanna framboð Þóru. Það hefur alltaf verið skýrt að ég býð mig fram til fjögurra ára.“


Sé ekki ósannindi... hann fullirðir ekki að hann hætti eftir 2 ár, hann vonar að fólk sýni því skilning ef hann metur það svo. Hann fær minn skilning.

6.Ólafur Ragnar lýgur því að hann hafi sparað þjóðinni stórfé með því að synja Icesave lögunum undirskriftar. Staðreyndin er sú að hann samþykkti möglunar- og umyrðalaust mun óhagstæðari samning en þann sem hann síðar vísaði til þjóðarinnar.


Auðvitað synjaði hann samningnum þegar það var kominn betri samningur. Það að verri samningur hafi farið í gegn breytir ekki þeirri staðreynd að hann synjaði slæmum samningi. Fær prik frá mér fyrir það.

7.Ólafur Ragnar Grímsson lýgur því að hann geti orðið forseti allrar þjóðarinnar. Sitjandi forseti, sem helmingur þjóðarinnar getur ekki hugsað sér að styðja til áframhaldandi setu, verður aldrei sameiningartáknið eða sáttasemjarinn sem við þurfum nú á að halda.


Það að fólk geti verið ósammála er ekki merki um sundrung. Sameiningartákn getur líka þýtt að hann ætli sér að gera það sem er þjóðinni fyrir bestu til lengri tíma, ekki að allir verði sammála öllum allsstaðar.

Er reyndar ekki viss hvað ég kýs, en finnst Þóra ekki góður kostur, og tel engar líkur á að einhver hinna frambjóðendanna nái kjöri. Best of the worst?


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf urban » Lau 30. Jún 2012 05:50

Bjosep skrifaði:Tjahh fínn karl ... jú jú eflaust. Þörfnumst við þess samt virkilega að gamli gaukurinn sitji í 20 ár?

Ólafur er náttúrulega einn sá tækisfærissinnaðasti stjórnmálamaður sem ég veit um (í augnablikinu) og það er gaman að sjá hvað hann er tvísaga þó ekki sé nema miðað við nokkurra mánaða tímabil. Síðan eru náttúrulega önnur mun eldri dæmi þar sem hann er tvísaga.


ok.. hefur þú aldrei skipt um skoðun ??
ok látum það vera að menn segi eitthvað í dag og eitthvað annað eftir (einsog þú sagði sjálfur) eftir nokkra mánuði
en það að taka eitthvað sem að einhver sagði fyrir 2 árum+ síðan og snúa því uppá hann í kosningarbaráttu núna er náttúrulega bara vitleysa.

Bjosep skrifaði:það OG hin dulda skrímsladeild kristinna íhaldsmanna hefur verið ansi dugleg við að grafa upp skít um aðra og jafnvel klína óverðskulduðum skít á (sérstaklega) Þóru,


mannst þú eftir alvöru kosningabaráttu á íslandi sem að snýst um eitthvað annað en að drulla út andstæðinginn ?

GuðjónR skrifaði:Þóra er bara ekki trúverðug að mínu mati.
Ég missi alltaf þráðinn þegar hún talar, svo finnst mér fortíð mannsins hennar ekki vera henni til framdráttar.


nú verð ég einmitt bara að segja..

hvaða ands*****ns máli skiptir það hvað hann Svavar gerði LÖNGU áður en hann kynntist þóru ??
hvernig í ósköpunum á það að tengjast hæfileikum hennar til að verða forseti.

það að benda á þetta væri svipað og þið hefðuð verið með *insert random "bad boy/glæpona" name* í skóla og fenguð ekki vinnu útaf því í dag.

Baldurmar skrifaði:Mér finnst tal um að Ólafur hafi bjargað okkur frá Icesave og ætli að bjarga okkur frá ESB óttarlega hjákátleg. Er fólk að gleyma að hann fékk næstum 60 þúsund undirskriftir sem hvöttu hann til að skrifa ekki undir ? og þar á undan hafði hann skrifað undir 2 aðra icesave samninga sem voru MUN verri en sá sem að hann vísaði í þjóðaratkvæði.

Það verður ALLTAF sett í þjóðaratkvæði hvort Ísland gengur í ESB eða ekki, hvort sem að Ástþór Magnússon eða Dorrit eru forsetar..

Þessi grein Davíðs Þórs Jónssonar er ansi góð:
http://silfurgeitin.wordpress.com/2012/ ... -rogtungu/



tjahh fyrsta samninginn skrifar hann einmitt undir vegna fyrirvara sem að alþingi setti.
fyrirvara sem að bretar og hollendingar samþykktu ekki (ég nennti ekki að kynna mér Icesave samning nr.2 og get þar að leiðandi ekki svarað þeim málum)


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Höfundur
Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf Bjosep » Lau 30. Jún 2012 10:04

urban skrifaði:ok.. hefur þú aldrei skipt um skoðun ??
ok látum það vera að menn segi eitthvað í dag og eitthvað annað eftir (einsog þú sagði sjálfur) eftir nokkra mánuði
en það að taka eitthvað sem að einhver sagði fyrir 2 árum+ síðan og snúa því uppá hann í kosningarbaráttu núna er náttúrulega bara vitleysa.


Það að skipta um skoðun og verða tvísaga er ekki sami hluturinn.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1856952



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3846
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf Tiger » Lau 30. Jún 2012 10:49

Bjosep skrifaði:
urban skrifaði:ok.. hefur þú aldrei skipt um skoðun ??
ok látum það vera að menn segi eitthvað í dag og eitthvað annað eftir (einsog þú sagði sjálfur) eftir nokkra mánuði
en það að taka eitthvað sem að einhver sagði fyrir 2 árum+ síðan og snúa því uppá hann í kosningarbaráttu núna er náttúrulega bara vitleysa.


Það að skipta um skoðun og verða tvísaga er ekki sami hluturinn.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1856952


Really? Ég verð þá að játa að ég er hræsnari og lygari..... ég nefnilega fermdist en hef sagt mig úr þjóðkirkjunni og trúi engan vegin á Guð :klessa



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf dori » Lau 30. Jún 2012 10:51

Sallarólegur skrifaði:
4.Forsetinn lýgur því að hann geti komið í veg fyrir að Íslendingar verði þvingaðir inn í Evrópusambandið án þess að það yrði fyrst samþykkt í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er einfaldlega rangt. Ólafur Ragnar Grímsson hlýtur að vita það, hann er ekki vitlaus. Samt hefur honum tekist að telja þjóðinni trú um að núverandi ríkisstjórn, sem er á síðasta snúningi, hafi í hyggju að troða þjóðinni inn í sambandið að henni óforspurðri og hann geti komið í veg fyrir það.


Ég trúi þessari ríkisstjórn nú til alls, Samfylkingin er nú alveg vís til að troða okkur inn í ESB skjái þau leik á borði. Fínt að hafa einhvern stabílan sem myndi ekki sætta sig við það.

Það þarf að minnsta kosti að breyta gildandi stjórnarskrá svo að við getum gengið í ESB. Það ferli krefst þess að þing samþykki breytinguna og sé í kjölfarið leyst upp, þjóðin samþykki breytinguna og nýtt þing samþykki breytinguna.
79. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands skrifaði:Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki …1) skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki [Alþingi]1) ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög.

Það er svo spurning hvort það verður reynt að fara framhjá stjórnarskránni (sem mun þá koma í bakið á þeim) eða hvort það verður reynt að troða þessu í gegn með breytingunum á stjórnarskránni sem eru í vinnslu núna án þess að fólk átti sig á því hvað það er að samþykkja.




Höfundur
Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf Bjosep » Lau 30. Jún 2012 11:10

Tiger skrifaði:
Bjosep skrifaði:
urban skrifaði:ok.. hefur þú aldrei skipt um skoðun ??
ok látum það vera að menn segi eitthvað í dag og eitthvað annað eftir (einsog þú sagði sjálfur) eftir nokkra mánuði
en það að taka eitthvað sem að einhver sagði fyrir 2 árum+ síðan og snúa því uppá hann í kosningarbaráttu núna er náttúrulega bara vitleysa.


Það að skipta um skoðun og verða tvísaga er ekki sami hluturinn.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1856952


Really? Ég verð þá að játa að ég er hræsnari og lygari..... ég nefnilega fermdist en hef sagt mig úr þjóðkirkjunni og trúi engan vegin á Guð :klessa


Tiger, virkilega? Skildirðu örugglega ekki inntak auglýsingarinnar?

1979 - 1995 : Ég trúi ekki á guð.

1996 : Ég trúi á guð og gert það frá barnæsku.

Þú ert kannski hræsnari og lygari að eigin dómi ... en þú ert ekki tvísaga!



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7498
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1163
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf rapport » Lau 30. Jún 2012 12:43

GuðjónR skrifaði:Kjósum bara óla og málið dautt.


Ég vil frekar kjósa eitthvað lifandi.. takk.

Ég er ekki að átta mig á íhaldsseminni hjá fólkinu á þessu spjalli, það vill breyta og rýmka fyrir ýmsu en að fá nýjan og róttækari forseta virðist vera no no...

Í embætti sem í raun getur sára lítið annað en pirrað fólk ef viðkomandi syndir ekki með straumnum í þjóðfélaginu og verður þá ekki langlífur í embætti.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf Daz » Lau 30. Jún 2012 13:05

Fjandinn, þarf að fara að kjósa. Ég bara get ekki fundið hjá mér orkuna til að kynna mér frambjóðendurnar mikið meira en vita hvað þeir heita, því ég hef svo litla trú á embættinu og þeim völdum sem það hefur. Um leið vil ég kjósa rétt. (Ég nennti ekki einusinni að lesa þennan þráð alla leið).

FML.

edit: næstum gleymdi, fannst þessi grein hjá Jóni Trausta bara nokkuð góð.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7498
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1163
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf rapport » Lau 30. Jún 2012 13:08

Daz skrifaði:Fjandinn, þarf að fara að kjósa. Ég bara get ekki fundið hjá mér orkuna til að kynna mér frambjóðendurnar mikið meira en vita hvað þeir heita, því ég hef svo litla trú á embættinu og þeim völdum sem það hefur. Um leið vil ég kjósa rétt. (Ég nennti ekki einusinni að lesa þennan þráð alla leið).

FML.

edit: næstum gleymdi, fannst þessi grein hjá Jóni Trausta bara nokkuð góð.


s.s.
:biturk :neiii :biturk :biturk



Kosningasjónvarp...

:popp :popp :popp :popp :popp



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf Daz » Lau 30. Jún 2012 13:09

rapport skrifaði:
Daz skrifaði:Fjandinn, þarf að fara að kjósa. Ég bara get ekki fundið hjá mér orkuna til að kynna mér frambjóðendurnar mikið meira en vita hvað þeir heita, því ég hef svo litla trú á embættinu og þeim völdum sem það hefur. Um leið vil ég kjósa rétt. (Ég nennti ekki einusinni að lesa þennan þráð alla leið).

FML.

edit: næstum gleymdi, fannst þessi grein hjá Jóni Trausta bara nokkuð góð.


s.s.
:biturk :neiii :biturk :biturk



Kosningasjónvarp...

:popp :popp :popp :popp :popp


Get reyndar ekki sagt að ég skilji þig alveg. Ert þú nokkuð í framboði?



Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2026
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 79
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf hfwf » Lau 30. Jún 2012 13:11

Það að segja að þorá hafi tapað kosningunum og það sé svavari(manninum hennar) að kenna er bs(excuse þú french) en það er algjörlega henni sjálfri að kenna hvernig for/fer.

Sent from my GT-I9100 using Tapatalk 2




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2397
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Pósturaf littli-Jake » Lau 30. Jún 2012 13:21

Matti21 skrifaði:Ég var 4 ára þegar Ólafur var kosinn forseti....þetta er bara komið gott hjá honum. Tími fyrir eitthvað nýtt. Ég ætla að kjósa Þóru.
Þoli ekki þetta bull að Ólafur hafi hlustað á þjóðina og bjargað okkur þegar hann hafnaði Icesave. Hann keypti sér fullt af vinsældar stigum með því en hann gerir bara það sem hann vill. Hann stoppaði ekki Kárahnjúka þrátt fyrir að stór hluti þjóðarinnar var á móti því alveg eins og Icesave.
Fólk er fljótt að gleyma. Hann var alveg með þessum útrásarvíkingum í partíum 2007.
Miðað við skoðanakannanir er hann að fara að taka þetta og sjálfstæðisflokkurinn er að fara að taka næstu þingkosningar...þá flyt ég frá landi, mikið geta íslendingar verið heimskir stundum...


Öll þjóðin var í partýi með útrásarvíkingunum. Árið 2007 var ekki sá maður á þessu skeri sem vildi ekki vera vinur Jóns Ásgeirs og Björgúlfsfeðga. Fáránlegt að dæma Ólaf fyrir það.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180