faraldur skrifaði:Þú sérð hundinn minn í Avatar og hann er nú ekki stór, fólk rífur samt upp þessa litlu hunda og það fer ekkert verulega vel í hundinn minn sem æsist þá oft upp svo ég þarf að róa hann niður.
Ég efast ekki um að hundurinn þinn sé rosalega góður, þvert á móti þegar ég mæti þér veit ég það ekki, skal alveg samþykkja það að sumir eigendur eru fullmikið á tánum og kippa hundinum upp bara við það að sjá annan hund, því það hefur í sjálfsögðu för með sér að hundurinn þinn verður stressaður því hann skynjar að þú ert stressaður og er líklegri til að gelta á hinn hundinn í örygginu hjá þér.
Ég mætti t.d. mjög stórum og vöðvamiklum hundi í göngutúr um daginn og tók tjúann minn ekki upp, enda mat ég það svo að þetta væri rólegur hundur, sem hann svo var. Síðan lenti vinkona mín í því með hundinn sinn að hún var bitin í fótinn af hundi sem var bara svona 10kg, það var nóg til að koma henni til dýralæknis. Sem betur fer endaði þetta bara með að litli hundurinn haltraði í nokkra daga og það urðu ekki meiri eftirmálar af því dæmi.
Moldvarpan skrifaði:Þannig ekki gagnrýna fólk of hart að vilja ekki taka of miklar áhættur í kringum stærri hunda með smáhunda. Þetta hefði hæglega getað farið mun verr og kostað mig aðgerð á hundinn (100.000kr). Maður þarf að vera rooooosalega varkár að nálgast stór dýr með smáhunda því það er mjög lítil og viðkvæm bein í þeim.
Einmitt, litla tíkin mín er einmitt ekki ánægð með að láta klippa á sér neglurnar, er þannig að ég held henni meðan konan klippi hana, verð að passa mig að taka ekki of fast svo maður brjóti ekki einhver bein.
Síðan getur þetta líka verið mjög gaman, vorum að passa þennan Setter um daginn og þeim fór bara mjög vel saman.