arro skrifaði:Þetta er frábært framtak hjá Vodafone og Tal, ég tek hatt minn ofan fyrir þeim.
Vinkona dóttur minnar lenti í því að mynd af henni var tekin af facebook eða myspace og póstað þarna inn og svo hófst sú mesta svívirða sem ég hef lesið. Ég hjálpaði foreldrum hennar að finna þetta efni og síðan kærðu þau þetta til Lögreglunnar. Það sem þarna fór fram var ekkert annað en mannorðsmorð, og ég get sagt ykkur að efnið þarna inni átti ekkert skilið við ritfrelsi, ég skoðaði mig aðeins um þarna, bæði til að finna umrætt efni og eins af forvitni. T.d. var þarna mynd af 3-4 ára stelpu sitjandi á rúmi þannig að sást undir kjólinn hennar og í nærbuxurnar, í því samhengi sem sú mynd var í á þessum vef var það ekkert annað en barnaklám.
Hér tala margir um að þá verði næst lokað á torrent síður osfrv, en þið verðið að horfa á þetta þannig að þarna var beinlínis verið að vinna ungum krökkum mein, sem höfðu ekki til annars unnið en að setja af sér mynd á myspace eða facebook !!! Það er erfitt að setja torrent síður í þann flokk.
kv/
Svona mál eru ótrúlega viðkvæm þótt fólk gerir sér ekki grein fyrir því, en samt sem áður hefur verið fjallað um þetta atriði hjá lögreglunni hvað varðar ábyrgð.
Þar sem hún er eigandi myndarinnar þá hefur hún ekki gefið leyfi til dreifingar og því er að ræða misnotkun á eign hennar, en birtingarformið er á þann máta að erfitt er að koma í veg fyrir þetta. Því er ábyrgð stúlkunnar orðinn einhver, en þó ekki að fullu.
M.ö.o, ekki taka myndir af þér og setja á netið þar sem allir hafa aðgang að, ef þú vilt ekki að fólk sjái þær.
Svo má ræða um stjórnarskránni þarna og debata hann alveg fram og til baka, hún ss. gefur ekki leyfi fyrir misnotkun, en kemur ekki í veg fyrir það osfr.
En svo er það líka eitt í þessu, miðillinn sem birtir myndina er sá sem ber ábyrgð, ekki eigandi myndarinnar. En ef myndin færi í dreifingu þá þyrfti viðkomandi að vera á réttum aldri til að það yrði í lagi, þá erum við komnir í gerræði og sjálfræði og líka doldið hægt að fjalla um það beggja meginn frá. 14 ára stelpa er ekki sjálfráða en sendir samt út mynd, þar er gerræði án forráðamanna, -> forráðamenn ábyrgir ?
En aðalatriðið er, og það er lögreglan búinn að gefa út og reyna ýja ansi mikið að: Ekki taka myndir af þér og setja á netið þar sem allir hafa aðgang að, ef þú vilt ekki að fólk sjái þær.