GullMoli skrifaði:GuðjónR skrifaði:Vandamálið er líka stórir aðilar að sópa til sín eignum. Frá 2005 hafa 2 af hverjum 3 nýbyggingum farið til leigufélaga og það er beinlínis hagur fyrir þau að fasteignaverð hækki.
Annars þá eru hafræðingar farnir að spá hruni/leiðréttingu eða hvaða orði menn vilja kalla það á næstu 12 mánuðum sem er gott því markaðurinn er ekki sjálfbær svona.
https://www.visir.is/g/20222259084d/gyl ... firvofandi
Já, Gylfi er að spá því. Það hafa margir spáð hinu og þessu síðustu árin sem hefur svo enganvegin staðist því þetta eru nokkuð einstakar aðstæður.
Til dæmis átti að hægja á verðhækkunum núna um áramótin vegna aðgerða Seðlabankans en það hefur haft verulega takmörkuð áhrif.
Það er alltaf verið að tala um að það sé ekki verið að byggja nægilega mikið af nýjum íbúðum, ef það yrði allt í einu þvílíkt spark í rassin þar þá eru ennþá 2-3 ár í að það komi inn á markað.
Ofaná það er allt hráefni að hækka í verði og jafnvel erfitt að nálgast sumt af því vegna áhrifa stríðsins..
Ég hef amk enga trú á því að þetta sé að fara skána á næstunni, mögulega hægist aðeins á verðhækkunum.
Ég er nýlega hættur að vinna í byggingargeiranum sem rafvirki og tók þátt í verkefnum fyrir hundruðir íbúða.
Gott sem allir verktakar eru á sama máli, það er ekki verið að byggja nóg og pappírskostnaður framkvæmda er kominn í algjört rugl, lóðaskortur og almennt vesen í kringum þetta.