
Rafhjól
Re: Rafhjól
Það er nú samt hellings munur að hjóla í Danmörku og á Íslandi, ég er ekki bara að tala um veðrið heldur líka almennt hvernig umhverfið er fyrir hjólreiðar. Jújú það er alveg hægt að láta ýmislegt ganga upp bara spurning um hvað maður nennir að vesenast mikið til að spara. Ég hjólaði t.d. á veturna á ódýra fjallahjólinu mínu í skólann þegar ég var krakki en ég bara nenni því ekki lengur satt best að segja 

-
- /dev/null
- Póstar: 1396
- Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
- Reputation: 103
- Staðsetning: 109 Rvk
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Rafhjól
Henjo skrifaði:Núna veit ég ekki hvort það sé hægt að draga aukna eldhættur á rafhlauaphjólum á þá staðreynd að mörg þeirra eru ódýr. En það sem ég hef séð, þá hef ég einmitt tekið eftir að oftast eru þetta dýrari rafhlaupahjólin sem eru að kveikna í (sjá mynd). Spurning hvort það sé ekki t.d. að notendur hafa breytt hjólunum, fara hraðar og svona, botninn á hjólinu (þar sem rafhlaðan er) verður fyrir hnaski, að auki nota aftermarket hleðslutæki sem eiga hlaða hraðar.
Það er hægt að fá rafhlaupahjól á 55þús hjá mii ( https://mibudin.is/vara/xiaomi-electric ... laupahjol/ ) 300w mótor og hjól sem á að komast 25km on its own, sem ég myndi halda myndi skila sér 50-60km á ebike.
Það þurfa ekki öll ebikes að vera með 700w mótor og komast 120km. Það er líka nice að vera bara með basic hjól, sem væri undir 20kg sem kæmist 30-40km á hleðslu með 250w mótor. Og myndi ekki kosta 500þús.
Mamma mín keypti einmitt eithva noname rafhjól í húsasmiðjunni á 170þús eða eitthvað. 250w mótor. Virkar mjög vel, kemst tugi kílómetra. Hún er mega sátt með það.
Held m.a. vírarnir séu ekki nógu stórir, veit að í einhjólunum sem eru oft á undan í þróun útaf stærð mótorsins miðaðvið smærri hlaupahjólamótora þá fóru þeir að hafa þykkari víra svo þeir bráðni ekki við hærri volt og hraðari hleðslu. Öflugustu Nýju hjólin fyrir langferðir o.s.f. eru t.d. 176V 20A. Með 2 venjulegum chargers eða 1 fast charger.
Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
Áhugamál: Heimspeki, Tölvur, Tækni, Vélbúnaður, Mannlíf, Greiningar, Leikir, Hjólatúrar, Myndbandsgerð, Gervigreind, Kerfisfjölfræði, Framtíð
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Áhugamál: Heimspeki, Tölvur, Tækni, Vélbúnaður, Mannlíf, Greiningar, Leikir, Hjólatúrar, Myndbandsgerð, Gervigreind, Kerfisfjölfræði, Framtíð
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Re: Rafhjól
vixby skrifaði:Það er nú samt hellings munur að hjóla í Danmörku og á Íslandi, ég er ekki bara að tala um veðrið heldur líka almennt hvernig umhverfið er fyrir hjólreiðar. Jújú það er alveg hægt að láta ýmislegt ganga upp bara spurning um hvað maður nennir að vesenast mikið til að spara. Ég hjólaði t.d. á veturna á ódýra fjallahjólinu mínu í skólann þegar ég var krakki en ég bara nenni því ekki lengur satt best að segja
Jam en það er allt að bætast, hjólastígar komnir útum allt. Og síðan er það auðvitað bara hvað hentar hverjum útfrá staðsetningum og svona. Kannski ekki beint hentugt ef maður býr uppí mosó og er að vinna í garðabænum. En fyrir mig t.d, þetta eru fjórir km nánast bein lína, 95% hjólastígur. Þetta er fullkomið. Og síðan ef ég ætla á bílnum þá er ég að fara keyra miklubrautina og kringlumýrabrautina. Seinnipart dags þá er maður bara að bíða á ljósum í oft 15-20min eða meira. Til samanburða þá tekur það mig 15min að hjóla alla leiðina heim.
Síðan er þetta ekki bara uppá að spara pening, bara uppá líkamlega og andlega heilsu.
Og ef maður vill hugsa um umhverfið þá gerði simon clark frábært video sem ég vill gefa shoutout til, fyrir þá sem ekki nena að horfa þá er sýnt að þetta er lang lang lang umhverfisvænasta leiðin til að komast milli staða.
Síðast breytt af Henjo á Fös 14. Mar 2025 15:15, breytt samtals 2 sinnum.
Re: Rafhjól
Henjo skrifaði:Afhverju eru öll þessi rafhjól svona dýr?
með ópratíkasta fídusa eins og vökvabremsur.
Verðin eru alveg glórulaus, en þetta er sama og með skjákortin í dag, sama hversu mikið þetta hækkar í verði þá kaupir fólk þetta og á meðan þetta er keypt þá hækkar bara verðið.
En vökvabremsur eru algjör snilld og myndi ég aldrei kaupa hjól án þess að vera með vökvabremsur.
KristinnK skrifaði:Fyrir rest er ég svo líka sammála því að vökvabremsur séu hræðilegar. Miklu erfiðar að stilla þær en venjulegar bremsur, alltaf eitthvert vesen á þeim
Núna hef ég verið með vökvabremsur á öllum hjólum sem ég hef átt sl. 10 ár. Aldrei lent í veseni. Vökvabremsur eru líka sjálfstillandi, losar caliper (veit ekki hvað íslenska orðið er), það eru 2 skrúfur, tekur í bremsuna og herðir, búið.
Re: Rafhjól
Það vantar fleiri staði til að geyma hjólin sín á höfuðborgarsvæðinu (og utan). Ég vil geta hjólað út í bíó og tími ekki að kaupa mér dýrt hjól ef því getur verið stolið fyrir utan. Er þá bara á ódýrari hjóli. Það þarf einfaldlega að hafa lítin skúr t.d. eða herbergi, sem maður opnar með appi. Og myndavél líka. Leið og þú ert með app er það skráð hver opnar (auðvitað falið með encryption og bara opnað í þjófnaðarmálum).
Síðast breytt af netkaffi á Fös 14. Mar 2025 18:30, breytt samtals 1 sinni.