hverjir eru ríkastir í landinu?

Allt utan efnis

Halli13
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 305
Skráði sig: Lau 06. Mar 2010 21:49
Reputation: 11
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: hverjir eru ríkastir í landinu?

Pósturaf Halli13 » Fös 26. Júl 2013 00:39

hakkarin skrifaði:Vill hafa sirka 3 skattþrep sem eru sirka svona:

Þrep 1: Venjulegt fólk 20%
Þrep 2: Frekar ríkt fólk 25%
Þrep 3: Mjög ríkt fólk 30%

Svona væru þeir ríku að borga meira, en samt er hæsta skattþrepið bara 30% og þar að leiðandi ekki eitthvað öfgafullt kjaftæði.


Vona svo innilega að þú gerir þér grein fyrir því að þessar prósentur eiga sér enga stoð í raunveruleikanum, með ríkissjóð sem rekinn er í miklu tapi og þú villt lækka skattin, hverjar eru forsendur þínar fyrir því?



Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: hverjir eru ríkastir í landinu?

Pósturaf hakkarin » Fös 26. Júl 2013 00:46

Lexxinn skrifaði:
hakkarin skrifaði:
urban skrifaði:
hakkarin skrifaði:
urban skrifaði:hækka skatta og auka persónuafslátt.
lægstlaunuðu fá mest útúr því og þeir hærralaunuðu greiða sömu prósentu tölu til ríkisins (að frádregnum persónuafslætti)


Þetta væri mjög ósanngjarnt fyrirkomulag.
útskýringar...

Finnst þér þetta virka voðalega sanngjarnt?

Þetta hljómar eiglega bara eins og dulbúin tilraun til þess að skattpína þá ríku án þess að láta það hljóma þannig.


Hvernig hafðiru hugsað þér skattþrep ?
lækkandi skattur með hærri launum ???

Sá sem að er launahár kemur einfaldlega til með að borga hlutfallslega hærri laun af tekjum sínum í skatt nema að þú viljir lækka skattprósentuna með auknum launum.

Hin leiðin er einfaldlega að lækka skatta almennt og sleppa persónuafslættinum alfarið.


Vill hafa sirka 3 skattþrep sem eru sirka svona:

Þrep 1: Venjulegt fólk 20%
Þrep 2: Frekar ríkt fólk 25%
Þrep 3: Mjög ríkt fólk 30%

Svona væru þeir ríku að borga meira, en samt er hæsta skattþrepið bara 30% og þar að leiðandi ekki eitthvað öfgafullt kjaftæði.


Ef ég skil þig rétt þá vilt þú að t.d. "frekar ríkt fólk" borgi 25% skatt af öllum laununum sínum en ekki fyrst af fyrsta þrepi 1 og svo það sem fer uppfyrir af þrepi 2 þar að segja eins og þetta er í dag...? ](*,)


Nei. Ég hef nefnilega ekki sömu skilgreiningu á því hvað "frekar ríkt" og "ríkt" þýðir og vinstrimenninir.

Eins og þetta er núna þá þýðir "frekar ríkt" eitthvað í kringum 500 þús á mán held ég og "ríkt" svona eitthvað yfir milljón á mánðuði. Hinsvegar þá finnst mér að þrep 2 eigi ekki að hefjast fyrir en að einstaklingurinn er kominn með yfir milljón á mánðuði og þá á ekki að vera hægt að komst í þrep 3 fyrir en að einstaklingurinn er að græða tugi milljóna.

Halli13 skrifaði:
hakkarin skrifaði:Vill hafa sirka 3 skattþrep sem eru sirka svona:

Þrep 1: Venjulegt fólk 20%
Þrep 2: Frekar ríkt fólk 25%
Þrep 3: Mjög ríkt fólk 30%

Svona væru þeir ríku að borga meira, en samt er hæsta skattþrepið bara 30% og þar að leiðandi ekki eitthvað öfgafullt kjaftæði.


Vona svo innilega að þú gerir þér grein fyrir því að þessar prósentur eiga sér enga stoð í raunveruleikanum, með ríkissjóð sem rekinn er í miklu tapi og þú villt lækka skattin, hverjar eru forsendur þínar fyrir því?


Hafðu það í huga að það eru til aðrir skattar fyrir utan tekjuskattinn.




Halli13
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 305
Skráði sig: Lau 06. Mar 2010 21:49
Reputation: 11
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: hverjir eru ríkastir í landinu?

Pósturaf Halli13 » Fös 26. Júl 2013 01:47

Halli13 skrifaði:
hakkarin skrifaði:Vill hafa sirka 3 skattþrep sem eru sirka svona:

Þrep 1: Venjulegt fólk 20%
Þrep 2: Frekar ríkt fólk 25%
Þrep 3: Mjög ríkt fólk 30%

Svona væru þeir ríku að borga meira, en samt er hæsta skattþrepið bara 30% og þar að leiðandi ekki eitthvað öfgafullt kjaftæði.


Vona svo innilega að þú gerir þér grein fyrir því að þessar prósentur eiga sér enga stoð í raunveruleikanum, með ríkissjóð sem rekinn er í miklu tapi og þú villt lækka skattin, hverjar eru forsendur þínar fyrir því?


Hafðu það í huga að það eru til aðrir skattar fyrir utan tekjuskattinn.[/quote]

Hvar myndir þú þá taka þessar töpuðu tekjur inn?



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7501
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1164
Staða: Ótengdur

Re: hverjir eru ríkastir í landinu?

Pósturaf rapport » Fös 26. Júl 2013 02:05

Ef ég hefði þetta í hendi mér.

Vá hvað ég mundi breyta miklu...




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6352
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: hverjir eru ríkastir í landinu?

Pósturaf AntiTrust » Fös 26. Júl 2013 03:45

Svo lengi sem RÚV, þjóðkirkjan og listamannalaun eru lögð niður er mér svosem slétt sama hvað ég borga.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: hverjir eru ríkastir í landinu?

Pósturaf dori » Fös 26. Júl 2013 10:28

Að halda því fram að persónuafsláttur sé ekki skattþrep...

Að kalla persónuafslátt skattpíningu á launaháa en að annars konar útfærð skattþrep séu það ekki... Hafðu í huga að pælingin hlýtur að vera að fólk þurfi X upphæð til að lifa af og lágmarkslaun eru oft ekkert rosalega langt fyrir ofan X. Svo er skattur tekinn af þessu. Spurning hvort þú viljir sleppa persónuafslætti eða hvort þú viljir hækka lágmarkslaun (æfing fyrir þig að reikna út hvort kæmi betur út fyrir almenning).

Sorrí en þú ert eiginlega ekki alveg með þetta. Það er án efa margt sem má laga í þessu skattkerfi okkar (og ég er reyndar sammála þér með að það megi hækka þessa þrepaskitpingu þannig að þrep eitt nær aðeins uppfyrir 500 þúsund á mánuði) en ef þú getur ekki einu sinni reiknað út laun útfrá skattgreiðslu (sem er það sem allir þessir aðilar eru að gera) þá treysti ég ekki útreikningunum þínum varðandi hvaða skattkerfi sé best fyrir þjóðina.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6795
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: hverjir eru ríkastir í landinu?

Pósturaf Viktor » Fös 26. Júl 2013 11:08

hakkarin skrifaði:
urban skrifaði:hækka skatta og auka persónuafslátt.
lægstlaunuðu fá mest útúr því og þeir hærralaunuðu greiða sömu prósentu tölu til ríkisins (að frádregnum persónuafslætti)


Þetta væri mjög ósanngjarnt fyrirkomulag.

Ef að allir fá sama persónuafslátt og allir borga sömu háu skattaprósentuna þá er í rauninni bara verið að skattpína þá sem að eiga penning á meðan aðrir borga lítið sem ekkert.

Segjum að það sé 50% flattur tekjuskattur en að það sé hár 100 þús persónuafsláttur.


Fyndið að koma með eitthvað dæmi með fáránlegum tölum og vera svo hissa á því að fá ekki sanngjarna útkomu. 50% skattur og 100 þúsund króna persónuafsláttur á mánuði? Hef aldrei séð jafn absúrd tölur.

Persónuafsláttur
Persónuafsláttur er skattaafsláttur. Allir sem eru 16 ára og eldri og eru heimilisfastir á landinu eiga rétt á persónuafslætti.
Persónuafsláttur er að fullu millifæranlegur á milli hjóna eða sambúðarfólks.
Persónuafslætti má safna upp á milli mánaða og eftir atvikum nýta afslátt sem maki hefur ekki nýtt sér.
Uppsafnaður persónuafsláttur sem ekki er nýttur innan skattárs fellur niður við upphaf nýs árs.
Persónuafsláttur, á vef rsk.is

Allir sem náð hafa 16 ára aldri á tekjuárinu og eru heimilisfastir á landinu eiga rétt á persónuafslætti. Sama gildir um þá sem hafa rétt til að halda hér á landi skattalegu heimili þrátt fyrir dvöl erlendis vegna náms eða veikinda. Hjá þeim sem ná 16 ára aldri á tekjuárinu reiknast fullur persónuafsláttur fyrir allt árið.

Persónuafsláttur er 48.485 kr. á mánuði á árinu 2013


Þetta finnst mér mjög skynsamleg leið til að koma til móts við tekjulága, námsmenn og barnafólk.

Skattur af launum einstaklinga
Skattur af launum einstaklinga skiptist annars vegar í tekjuskatt til ríkisins og hins vegar í útsvar til sveitarfélaga.
Skattleysismörk taka mið af persónuafslætti og staðgreiðsluhlutfallinu og eru það mörkin sem miðað er við áður en skattur er greiddur af laununum.
Atvinnurekandi dregur staðgreiðsluna af launum launþegans og skilar til innheimtumanns ríkissjóðs.
Launþegar sem starfa á fleiri en einum stað þurfa að upplýsa atvinnurekendur um önnur launuð störf til að rétt hlutfall tekjuskatts sé dregið af launum.
Tekjuskattsþrep launþega eru þrjú: 22,9%, 25,8% og 31,8%. Launaþegar greiða því:
22,9% af tekjum undir 241.475 á mánuði,
25,8% af tekjum frá 241.476 til 739.509 og
31,8% af tekjum yfir 739.509.
Launþegar sem fá greidd laun fyrir sjómannsstörf á íslensku skipi eða skipi sem gert er út af íslensku skipafélagi njóta að auki sérstaks afsláttar og kallast hann sjómannaafsláttur.
Útsvarið sem launþegar greiða af launum sínum er einn af tekjustofnum sveitarfélaga og er það mismunandi eftir sveitarfélögum.
Við staðgreiðslu útsvars er miðað við meðalútsvar allra sveitarfélaga. Á árinu 2013 er lágmarksútsvar 12,44% en hámarksútsvar 14,48%.
Staðgreiðsluhlutfall ársins er 37,32% á tekjur í fyrsta þrepi, 40,22% í öðru þrepi og 46,22% í þriðja þrepi.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7501
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1164
Staða: Ótengdur

Re: hverjir eru ríkastir í landinu?

Pósturaf rapport » Fös 26. Júl 2013 13:50

What???

http://www.oecdobserver.org/news/archiv ... _tax_.html


Hef aldrei séð þessar tölur áður...


EDIT... sá svo að þetta var ögn eldra en ég hélt fyrst...


En hér er samantekt fyrir 2013:
http://www.oecdobserver.org/news/archiv ... _tax_.html

Hér kemur Ísland heldur ekkert illa út...

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_co ... _tax_rates



Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2567
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 124
Staða: Ótengdur

Re: hverjir eru ríkastir í landinu?

Pósturaf svanur08 » Fös 26. Júl 2013 15:35

hakkarin alltaf með skemmtilegustu þræðina. :thumbsd


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: hverjir eru ríkastir í landinu?

Pósturaf urban » Fös 26. Júl 2013 22:33

Halli13 skrifaði:
hakkarin skrifaði:Vill hafa sirka 3 skattþrep sem eru sirka svona:

Þrep 1: Venjulegt fólk 20%
Þrep 2: Frekar ríkt fólk 25%
Þrep 3: Mjög ríkt fólk 30%

Svona væru þeir ríku að borga meira, en samt er hæsta skattþrepið bara 30% og þar að leiðandi ekki eitthvað öfgafullt kjaftæði.


Vona svo innilega að þú gerir þér grein fyrir því að þessar prósentur eiga sér enga stoð í raunveruleikanum, með ríkissjóð sem rekinn er í miklu tapi og þú villt lækka skattin, hverjar eru forsendur þínar fyrir því?


Reyndar vill hann basicly hafa þetta einsog þetta er í dag, örlítil breyting á skattprósentunni og virðast eiga að vera aðrar tekjur sem að þær eiga við.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: hverjir eru ríkastir í landinu?

Pósturaf appel » Fös 26. Júl 2013 22:35

Skattar eru viðbjóðslegir. Þeir eru innheimtir með ofbeldi.


*-*


sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 231
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: hverjir eru ríkastir í landinu?

Pósturaf sigurdur » Fös 26. Júl 2013 22:39

Það er erfitt að nota OECD tölurnar því þær taka ekki tillit til greiðsla í lífeyrissjóði. Í gegnumstreymiskerfum eins og tíðkast víðast hvar eru þær inni í skattgreiðslum, en með lífeyrissjóðakerfi eins og hér teljast þær ekki með. Það skekkir myndina töluvert.




Kosmor
has spoken...
Póstar: 178
Skráði sig: Fös 20. Maí 2011 19:03
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: hverjir eru ríkastir í landinu?

Pósturaf Kosmor » Lau 27. Júl 2013 09:47

AntiTrust skrifaði:Svo lengi sem RÚV, þjóðkirkjan og listamannalaun eru lögð niður er mér svosem slétt sama hvað ég borga.


Listamannalaun líta kannski illa út en þetta er stórkostlegur hlutur. Þessi sjóður dælir peningum í hóp listamanna sem koma með tekjur inn í ríkissjóð sem eru margfalt hærri en það sem er borgað árlega út úr honum. Ekki horfa á listamannalaun sem útgjöld heldur fjárfestingu.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: hverjir eru ríkastir í landinu?

Pósturaf urban » Lau 27. Júl 2013 13:29

Kosmor skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Svo lengi sem RÚV, þjóðkirkjan og listamannalaun eru lögð niður er mér svosem slétt sama hvað ég borga.


Listamannalaun líta kannski illa út en þetta er stórkostlegur hlutur. Þessi sjóður dælir peningum í hóp listamanna sem koma með tekjur inn í ríkissjóð sem eru margfalt hærri en það sem er borgað árlega út úr honum. Ekki horfa á listamannalaun sem útgjöld heldur fjárfestingu.


Ekkert mál að borga listamannalaun handa ungum listamönnum sem að eru að reyna að koma sér af stað.
eða einsog bubbi gerði þetta, fékk 6 mánaða listamannalaun, ferðaðist um landið og var með ókeypis tónleika.

En að Hallgrímur Helgason hafi verið á 12 mánaða listamannalaunum á árinu 2012 er t.d. algerlega út í hött.

http://listamannalaun.is/skjalasafn/lis ... n_2012.pdf
http://visir.is/tekjur-islendinga---lis ... 3130729467


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: hverjir eru ríkastir í landinu?

Pósturaf appel » Lau 27. Júl 2013 13:45

Kosmor skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Svo lengi sem RÚV, þjóðkirkjan og listamannalaun eru lögð niður er mér svosem slétt sama hvað ég borga.


Listamannalaun líta kannski illa út en þetta er stórkostlegur hlutur. Þessi sjóður dælir peningum í hóp listamanna sem koma með tekjur inn í ríkissjóð sem eru margfalt hærri en það sem er borgað árlega út úr honum. Ekki horfa á listamannalaun sem útgjöld heldur fjárfestingu.


Heldur þú kannski að það væri engin list sköpuð í landinu nema listamannalaun séu greidd til örfárra vel valdra og þekktra einstaklinga sem hafa ekkert með þau að gera fjárhagslega?

Hví ekki að taka þennan pening og setja í einhverskonar "listsköpunarsjóð" sem styrkir verkefni en ekki einstaklinga, rétt einsog kvikmyndasjóður sem styrkir kvikmyndir en ekki leikstjóra, leikara og hvaðeina.


*-*

Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: hverjir eru ríkastir í landinu?

Pósturaf hakkarin » Lau 27. Júl 2013 20:00

Kosmor skrifaði:
Listamannalaun líta kannski illa út en þetta er stórkostlegur hlutur. Þessi sjóður dælir peningum í hóp listamanna sem koma með tekjur inn í ríkissjóð sem eru margfalt hærri en það sem er borgað árlega út úr honum.


Getur þú fært frekari rök fyrir þessu?

Kosmor skrifaði:Ekki horfa á listamannalaun sem útgjöld heldur fjárfestingu.


Ríkið er ekki fyrirbæri sem að á að geta fjárfest í gróðaskyni. Það eru of margir hlutir sem að koma í veg fyrir það að ríkið sé líklegt til þess að gera slíkt vel. Fjárfestingar eiga að koma frá einkageiranum.