GönguHrólfur skrifaði:Ég geri bara það sem að er yfirleitt gert í rökræðum..
Sko.. ef þú tækir "Rökræður 101" þá væri líklega kennt að gagnrýna umræðuefnið en ekki ræðumanninn, það er kallað Ad Hominem. Sem er reyndar mjög vinsælt í internet þrasi hverskyns en er almennt flokkað sem rökleysa (e.logical fallacy), undir það falla uppnefningar og aðdróttanir.
En að hinu. Við höfum, en sem komið er, enga leið til að meta líkur á lífi á plánetum sem eru í 1200 ljósára fjarlægð frá jörðu, eins og td. pláneturnar í greininni sem þú benntir á. Við getum bara sagt: gasrisi 0%, ekki gasrisi og í 'grænabeltinu' (e. habitablezone) > 0%. Já, það fækkar mögulegum plánetum mikið en það er samt búið að finna ~260 stykki á aðeins nokkrum árum í fyrstu tilraun (Keppler). Það bendir til þess að 1) plánetur eru mjög algengar og 2) bergplánetur eru tiltölulega algernar. 2018 fer enn öflugri sjónauki á sporbaug og þá finnum við væntanlega enn fleirri plánetur í enn fleirri stjörnukerfum í enn fleirri sólkerfum.
Eftir stendur samt að þótt við gætum ferðast á 5x ljóshraða (tæki samt 240 ár að ferðast til Kepler 62e og 62f) þá er fjöldi pláneta og fjarlægðin á milli þeirra slíkur að það væri frekar óraunhæft að kanna þær allar. Amk. að senda mannaðar feriðir til þeirra.
Og til að flækja þetta en þá meira þá eru menn að gæla við þá hugmynd að það finnist hugsanlega líf á Títan sem er eitt af tunglum Satúrnusar. Títan er a) tungl, sem okkur hefur ekki enn tekist að greina í öðrum stjörnukerfum, b) á sporbaug um gasrisa, sem við basically ignorum í leit að mögulegu lífi og c) langt fyrir utan 'grænabeltið' (habitable zone).