Það vantar ekki geislabauginn á fólkið hérna.
Nei auðvitað myndi enginn af ykkur keyra hratt...
Jafnvel þó þið væruð á töluvert afmiklu farartæki.
gumol: Einstaklingur á yfir 200km hraða á yfir tonni af járni er ekki bara "hraðakstur". Lífslíkur einhvers sem verður á hans vegi eru engar.
Einnig má benda á að einstaklingur sem er á 200km hraða á "flótta" er ekki að keyra undir bestu mögulegum aðstæðum. Þar sem hann er væntanlega töluvert stressaðri en ella.
Erlendis er ekki óalgengt að ástand vega sé einn af þáttunum sem er skoðaður til að ákvarða hámarkshraða á veginum.
Íslenskir þjóðvegir sem eru með 90km hámarkshraða myndu fæstir fá að fara yfir 50-60 km hámarkshraða erlendis.
Það er tiltöluega stutt síðan að það var farið að malbika íslenska þjóðvegi, en því hafði verið frestað lengi út af kostnaði.
Ennþá í dag er reynt að sleppa eins billega og hægt er með vegi utan þéttbýlis.
Sama gildir t.d. um vegriðin. En í umræðu um víravegriðin eða "ostaskerann" eins og mótorhjólafólk kallar þau, þá var því svarað að ef að mótorhjólamaður myndi detta á svona vegrið og fara í tvennt þá væri það bara "ásættanlegur fórnarkostnaður" því þessi vegrið voru svo ódýr.
Mannslíf á aldrei að vera ásættanlegur fórnarkostnaður.
Varðandi þá refsingu að gera ökutækið upptækt.
Þá gerði ríkislögreglustjóri verklagrreglur sem hafði verið sendar til lögregluembættana public fyrir ekki löngu.
Aðal mótivið þarna er að taka ökutækin af þeim sem láta ekki segjast. T.d. ef að einstaklingur er tekinn 3 sinnum fyrir að aka undir áhrifum áfengis og í þeim dúr.
Lögreglustjórinn á Selfossi ætlar að reyna að nýta þessa lagaheimild gagnvart öðrum einstakling sem var tekinn við of hraðan akstur.
Það verður væntanlega prófmál og áhugavert að fylgjast með.
Og varðandi að leyfa bara ákveðna hestaflatölu / stærð vélar...
Í dag fá einstaklingar sem eru undir 21 og taka mótorhjólapróf bara próf á "létt" bifhjól.
Þ.e.a.s. mótorhjólið má ekki vera með meira en X mikinn togkraft og ekki meira en þrjátíu-og-eitthvað hestöfl.
Einstaklingurinn fær svo full réttindi þegar hann hefur verið með próf í 2 ár, eða náð 21 árs aldri.
(Og þeir sem eru eldri en 21 fá strax full réttindi)
Þeir sem eru undir 21 og fá próf eru ekkert alltaf svakalega duglegir við að fara eftir þessum lögum...
En hvernig ætlaru að færa þetta yfir á bíla? "Venjulegir" fólksbílar eru farnir að verða bara þokkalega öflugir.
Þó að sá sem var að fá bílprófið kaupi sér kannski ekki flottan sportbíl strax, á þá að banna honum að keyra fjölskyldubílinn því hann er alltof aflmikill? Við erum ekkert endilega að tala um neina sportbíla samt.
Mín skoðun er sú að það þarf að gera ökunámið betra. (Ekkert endilega "lengra", þó það gæti eflaust verið fylgifiskur.)
Kennslan virðist einskorðast bara við að drulla nemendum í gegnum prófið á sem stystum tíma, en ekki endilega "kenna" þeim neitt.
Held að allt of margir ökukennarar líti á þetta sem bara færibanda vinnu að reyna að ná sem flestum í gegn til að fá sem mestan pening.
Ökunámið í dag er crap.
Mótorhjolanámið er "aðeins" erfiðara. Þ.e.a.s. þú þarft að gera þrautir til að ná prófinu. Keiluakstur, nauðhemlun og svona sem er prufað.
Þeir sem kenna á mótorhjól eru í ennþá meiri færibandavinnu, því þeir hafa jú bara sumarið.
Alltof mikið af fólki sem fær ökuréttindi án þess að hafa nokkuð með þau að gera, og send bullandi óörugg (og þá hættuleg) út í umferðina.
(Ég byggi þessa skoðun mína á samtölum mínum við ökukennara, prófdómara og aðila sem hafa nýlega tekið bíl- eða mótorhjólapróf).
Hitt sem vantar, er braut. Góð braut þar sem að:
a) Einstaklingum sem finnst hraðakstur skemmtilegur og eiga farartæki í hann geta farið og skemmt sér án þess að eiga það á hættu að skaða aðra.
b) Þar sem ökukennarar gætu þjálfað nemendur, t.d. í hálku, möl, nauðhelmun og fleira sem er ekki æskilegt að gera í umferðinni.
Mkay.