Hringdu.is

Allt utan efnis
Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf Tiger » Fös 03. Jún 2011 22:40

depill skrifaði:
Snuddi skrifaði:Ég ætla nú að lýsa smá óánægju með hringdu.is núna, hvort sem hún á rétt á sér eða ekki.

Netið hefur verið hoppandi inn og út síðustu 7-10 daga, sjónvarpið laggað ofl. Ég er meira að segja búinn að slökkva á wi-fi í iPhone því oftar en ekki þá virkaði netið hvort eð er ekki og þá bara þægilegra að hafa öruggt 3G net en böggað wi-fi.

Síðan hringdi ég í gær, beið í 23 mínútur á hold með sama súra lagið á repeat, og kaldhæðnin í því er að lagið hét slow motion og var líklega samið af doors í sinni mestu vímu. Jú loksins fékk ég samband, og þá viðurkenndi hann að hann væri einn á þjónustuborðinu. Og svörin voru, að ég þyrfti að tala við símann útaf lagginu sjónvarpinu, og hann ætlaði að senda fyrirspurn á símann vegna internetsins........semsagt, engin svör og allt í höndum Símans enn og aftur. Jú ég spara mér einhverja þúsundkalla á að vera hjá þeim, en þeir eru greinilega éttnir upp í þjónustu leysi.


Jæja best að fara finna uppá afsakanir. Ég er nú ekki ánægður með að sama lagið hafi verið á repeat og mun kíkja á það í símstöðinni. Við erum núna að spila diskinn hans Daníel Ágústar "The Drift" og hann á að vera spila í loopu. Eins og staðan er í dag að þá er yfirleitt einn mannaður frá 18 - 22 hjá okkur. Það stendur hins vegar til bóta og ja vonandi er starfsmaðurinn að fara hefja störf hjá okkur strax á mánudaginn sem mun gera það að verkum að það verði eingöngu ein mannaðar milli 20-22. Við samt yfirleitt fylgjumst frekar vel með queuinu og reynum að grípa inní ef að langur biðtími kemur upp. Það gerast hreinlega mistök allstaðar en leiðinlegt þegar fólk lendir í þeim.

Ég hins vegar sé að þú ert með ZyXEL router frá okkur á móti tengingunni. Miðað við tenginguna þína gæti vandamálið verið að spilast þar inní að villuvörn sé að hafa áhrif á línuna þína og þeir spila ekki alltof vel með henni. Endilega komdu við hjá okkur og sóttu í Edimax router hjá okkur, ennfremur ætti það að hafa góð áhrif á þráðlausa netið þitt þar sem þeir eru jafnframt n150.

Ég vill ennfremur stressa hér að 23 mínútna bið er sem betur fer hjá okkur mjög sjaldan yfir daginn, þótt að það komi upp. Við erum hins vegar að stefna að því núna að klára opnun á nýjum vef sem innifelur ticketing kerfi ( sem sumir kúnnar okkar hafa fengið smjörþefin af og reynist mjög vel ) og live chat sem vonandi gerir þetta ánægjulegra. Ennfremur get ég kætt ADSL 100 GB kúnnana okkar að frá og með deginum í dag hefur gagnamagnið verið aukið úr 100 GB uppí 150 GB.


Takk fyrir svarið, ég mun kíkja til ykkar og skipta út routernum og sjá hvort það hjálpi ekki. Ég veit það geta alltaf myndast álagspunktar, en oftast lagast ekki hlutir nema fólk /stjórnendur viti af þeim.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf depill » Fös 03. Jún 2011 23:02

AntiTrust skrifaði:Voruði að hækka úr 100 yfir í 150GB án verðbreytinga? Það finnst mér flott.

Kærastan var akkúrat að segja mér að Síminn (þar sem hún vinnur) var að breyta efstu áskriftarleiðinni (16MB) úr 120 í 140GB - EN - ef maður vill uppfærsluna hækkar mánaðargjaldið um 750kr. 750 krónur fyrir skitin 20GB.

Ótrúlegt.


Jamm alveg frítt :). En hins vegar svona til að skýla Símanum þar sem ég vill ekki að fólk velji okkur á röngum upplýsingum ( er það samkeppnishæfur að mér er alveg sama :P ) að þá kostuðu víst 120 GB samkv. verðskrá póst og fjar 7.690 og 140 GB kosta líka 7.690. En hins vegar voru þeir að uppfæra 60 GB leiðina í 80 GB og hækkuðu verðið úr 6.290 í 6.490 kr. Og 120 GB kostuðu 7.590 kr fyrir síðustu verðbreytingar og 60 gb 6.190 kr.

150 GB kostar hjá 4.990 kr á ADSL á 4.495 kr á Ljósleiðara.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf depill » Fös 03. Jún 2011 23:03

Snuddi skrifaði:Takk fyrir svarið, ég mun kíkja til ykkar og skipta út routernum og sjá hvort það hjálpi ekki. Ég veit það geta alltaf myndast álagspunktar, en oftast lagast ekki hlutir nema fólk /stjórnendur viti af þeim.



Takk fyrir það, ég get allavega sagt að ég hefði seint fattað að bara eitt lag af frábæra disknum hans Daníel Ágústar væri á repeat :) Þar sem einmitt upplagslagið mitt á þeim disk er "Forever Baby" og er greinilega ekki spilað :)




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf AntiTrust » Fös 03. Jún 2011 23:12

depill skrifaði:Jamm alveg frítt :). En hins vegar svona til að skýla Símanum þar sem ég vill ekki að fólk velji okkur á röngum upplýsingum ( er það samkeppnishæfur að mér er alveg sama :P ) að þá kostuðu víst 120 GB samkv. verðskrá póst og fjar 7.690 og 140 GB kosta líka 7.690. En hins vegar voru þeir að uppfæra 60 GB leiðina í 80 GB og hækkuðu verðið úr 6.290 í 6.490 kr. Og 120 GB kostuðu 7.590 kr fyrir síðustu verðbreytingar og 60 gb 6.190 kr.

150 GB kostar hjá 4.990 kr á ADSL á 4.495 kr á Ljósleiðara.


Þetta er rétt hjá þér, var að skoða tilkynninguna sjálfur fyrst núna, kellingin bara að rugla e-ð.




marri87
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Þri 14. Des 2004 17:43
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf marri87 » Lau 04. Jún 2011 11:40

depill skrifaði:
Snuddi skrifaði: ..*snip* Ennfremur get ég kætt ADSL 100 GB kúnnana okkar að frá og með deginum í dag hefur gagnamagnið verið aukið úr 100 GB uppí 150 GB.


Þetta og það að geta fengið líklega mun betri router gerir það að verkum að ég ætla að færa mig yfir til hringdu, netið hjá voda er búið að vera í bulli. Bæði heima og í vinnunni. Tók samt eftir að það á eftir að breyta lýsingunni á 150 GB ASDL leiðinni
"150 GB erlent gagnamagn

12 Mb/s hraði
100 GB erlent niðurhal
Hjá Hringdu færðu allt að 12 Mb/s hraða yfir koparlínuna þína. Þú færð 100 GB erlent niðurhal og getur bætt við þig *snip*..."

Takk fyrir frábært framtak.

*Edit* Hvernig er annars wireless signal að koma út á þessum router.



Skjámynd

tanketom
</Snillingur>
Póstar: 1043
Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf tanketom » Mán 06. Jún 2011 19:35

jæja annað vandamál sem þið þurfið að leysa...

Ég er núna kominn í viðskipti til þeirra og semsagt hringdi í þá síðastliðinn Sunnudag 29.05.2010 og fékk svo netið núna í dag.
Það kom fram á routernum að ég væri teyngdur og ég var rosa spenntur og kveiki á tölvuni og þá kemst ég ekki á neina síðu,
ég prófa aftur 20 min seinna og þá var ég sirka 10 min að loda facebook.com svo er það nú einhvern veginn þannig að sumar síður eins og vaktin.is eru mjög hraðvirkar en ef ég fer tildæmis á visir.is og speedtest.net þá fæ ég yfirleitt The server at bland.is is taking too long to respond.

Áður en ég ákvað að koma í viðskipti til þeirra þá spurði ég sérstaklega útí það hvernig router maður fengi og þeir sögðu mér að þeir væru með Edimax routera, og ég fékk allar upplýsingar um þann router og leyst mjög vel á. Ég kem svo til ykkar síðastliðin miðvikudag og ætla sækja routerinn og þá fæ ég í hendurnar ZyXel router og spyr biddu voru þið ekki með Edimax routera? Hann svara því að maður þurfi að kaupa þá :hugenose

Jæja ég er greinilega að fá sama ruslið og Notandinn hérna fyrir ofan mig og mér langar líka að vita, er maður að borga minotugjald meðan maður er á bið hjá ykkur? Ég reyndi að hringja í ykkur áðan og var með ca 500 kr inneign þurfti að bíða í srika 15 min og svo var loksins svarað mér og þá náði ég rétt svo að seigja að það væru öll ljós á routernum sem ættu að vera þegar netið væri komið en netið er samt ekki komið svo var inneignin búinn [-(


Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf GuðjónR » Mán 06. Jún 2011 20:03

tanketom skrifaði: sumar síður eins og vaktin.is eru mjög hraðvirkar en ef ég fer tildæmis á visir.is og speedtest.net þá fæ ég yfirleitt The server at bland.is is taking too long to respond.

Haltu þig þá bara við Vaktina og láttu aðrar síður í friði :happy

tanketom skrifaði: Ég reyndi að hringja í ykkur áðan og var með ca 500 kr inneign þurfti að bíða í srika 15 min og svo var loksins svarað mér og þá náði ég rétt svo að seigja að það væru öll ljós á routernum sem ættu að vera þegar netið væri komið en netið er samt ekki komið svo var inneignin búinn [-(

Af hverju að hringja úr GSM þegar það kostar ekkert að hringja úr heimasíma?? ... og ekki segja...ég á ekki heimasíma. :face



Skjámynd

tanketom
</Snillingur>
Póstar: 1043
Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf tanketom » Mán 06. Jún 2011 20:18

GuðjónR skrifaði:
tanketom skrifaði: sumar síður eins og vaktin.is eru mjög hraðvirkar en ef ég fer tildæmis á visir.is og speedtest.net þá fæ ég yfirleitt The server at bland.is is taking too long to respond.

Haltu þig þá bara við Vaktina og láttu aðrar síður í friði :happy

tanketom skrifaði: Ég reyndi að hringja í ykkur áðan og var með ca 500 kr inneign þurfti að bíða í srika 15 min og svo var loksins svarað mér og þá náði ég rétt svo að seigja að það væru öll ljós á routernum sem ættu að vera þegar netið væri komið en netið er samt ekki komið svo var inneignin búinn [-(

Af hverju að hringja úr GSM þegar það kostar ekkert að hringja úr heimasíma?? ... og ekki segja...ég á ekki heimasíma. :face


hehe er því mður ekki með heimsíma því að ég þarf honum ekki á að halda, sparar mér 1990 kr á mánuði :catgotmyballs


Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf GuðjónR » Mán 06. Jún 2011 20:33

tanketom skrifaði:hehe er því mður ekki með heimsíma því að ég þarf honum ekki á að halda, sparar mér 1990 kr á mánuði :catgotmyballs

Í dag hefðir þú þurft á honum að halda, já hann kostar kannski 1990kr á mánuði en á móti kemur að ef þú ert ekki með hann þarftu þá ekki hvort sem er að borga koparlínuleigu fyrir ADSL'ið?



Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2226
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 170
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf kizi86 » Þri 07. Jún 2011 17:52

er búinn að vera að lenda í smá veseni með netið hjá ykkur, fæ alveg ágætan hraða innanlands, en erlend bandvídd virðist af skornum skammti, td að downloada frá megaupload og fleiri síðum, þa fæ ég yfirleitt ekki mikið meira en 1-2MB/s og stundum alveg niður í 200KB/s.., þar sem ég var að fá alveg upp í 6-7MB/s þegar var hjá tali á 50mbit tengingu..
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd

ps þessar hraðaprófanir voru gerðar í tölvu tengdri með cat5 snúru beint i router, og engin tölva á þráðlausa netinu....


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf depill » Lau 18. Jún 2011 15:18

tanketom skrifaði:jæja annað vandamál sem þið þurfið að leysa...

Ég er núna kominn í viðskipti til þeirra og semsagt hringdi í þá síðastliðinn Sunnudag 29.05.2010 og fékk svo netið núna í dag.
Það kom fram á routernum að ég væri teyngdur og ég var rosa spenntur og kveiki á tölvuni og þá kemst ég ekki á neina síðu,
ég prófa aftur 20 min seinna og þá var ég sirka 10 min að loda facebook.com svo er það nú einhvern veginn þannig að sumar síður eins og vaktin.is eru mjög hraðvirkar en ef ég fer tildæmis á visir.is og speedtest.net þá fæ ég yfirleitt The server at bland.is is taking too long to respond.

Áður en ég ákvað að koma í viðskipti til þeirra þá spurði ég sérstaklega útí það hvernig router maður fengi og þeir sögðu mér að þeir væru með Edimax routera, og ég fékk allar upplýsingar um þann router og leyst mjög vel á. Ég kem svo til ykkar síðastliðin miðvikudag og ætla sækja routerinn og þá fæ ég í hendurnar ZyXel router og spyr biddu voru þið ekki með Edimax routera? Hann svara því að maður þurfi að kaupa þá :hugenose

Jæja ég er greinilega að fá sama ruslið og Notandinn hérna fyrir ofan mig og mér langar líka að vita, er maður að borga minotugjald meðan maður er á bið hjá ykkur? Ég reyndi að hringja í ykkur áðan og var með ca 500 kr inneign þurfti að bíða í srika 15 min og svo var loksins svarað mér og þá náði ég rétt svo að seigja að það væru öll ljós á routernum sem ættu að vera þegar netið væri komið en netið er samt ekki komið svo var inneignin búinn [-(


Jæja, ég þarf greinilega verða vakt sjúkur aftur. Afsaka þetta, það er alltaf hægt ða senda okkur póst á hringdu@hringdu.is og biðja um callback samt sem áður. Ætlum ennfremur að bæta þessu við á heimasíðuna.

Já, þar sem við erum ekki mobile operator ráðum við ekkert fyirr það hvort að það sé rukkað fyrir að hringja í 537-7000, það sama gildir með önnur fjarskiptafélög. ( Kúnni GSM Vodafone/NOVA/E-H annað en síminn borgar fyrir að hringja í 8007000 og kúnni GSM NOVA/SÍMINN borgar fyrir að hringja í 1414 eða 1817 ).

Hins vegar borgar Vodafone GSM kúnni ekki fyrir að hringja í 1414 og Síminn GSM kúnni ekki fyrir að hringja í 8007000 þetta er eithvað sem þeir geta stjórnað þar sem þeir eiga billing kerfin.

Varðandi þjónustuna, þá skal ég alveg 100% játa það, að á helstu álagspunktum 17-19, 12-14 erum við ekki nægilega vel mannaðir vegna þess að hreinlega fáum við ekki starfsfólk í vinnu á þeim kjörum sem við viljum gera það. Nýlegir kjarasamninga hjá ASÍ restricta okkur í því sem við getum gert. Byrjunarlaunin hjá okkur eru um 230 þúsund kr fyrir full-time vinnu og ja ég fæ bara ekki fólk til að koma til okkar eins og er, við erum samt á skrá hjá VMST og erum sífellt að leita, ég fer ekki mikið yfir 230 þús eins og er hreinlega vegna þess að þetta er þjónustustarf sem er með innbyggðum launahækkunum frá ASÍ og ég verð að hækka launin hjá starfsfólkinu mínu á X tímabili sérstaklega með fólk sem er að fara í grunnþjálfun.

Hins vegar breyttum við því í síðustu viku að einn starfsmaður í "minni" deild tækni er byrjaður að svara í Símann þangað til að leysist úr því, vonandi bætir það þjónustuna okkar ásamt þjónustuvef með support ticketing kerfi eftir helgi.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf depill » Lau 18. Jún 2011 15:27

kizi86 skrifaði:er búinn að vera að lenda í smá veseni með netið hjá ykkur, fæ alveg ágætan hraða innanlands, en erlend bandvídd virðist af skornum skammti, td að downloada frá megaupload og fleiri síðum, þa fæ ég yfirleitt ekki mikið meira en 1-2MB/s og stundum alveg niður í 200KB/s.., þar sem ég var að fá alveg upp í 6-7MB/s þegar var hjá tali á 50mbit tengingu..
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd

ps þessar hraðaprófanir voru gerðar í tölvu tengdri með cat5 snúru beint i router, og engin tölva á þráðlausa netinu....


Ég yrði bara að fá að athuga þetta, sérstaklega finnst mér þetta áhugavert með Thorshavn, vegna tegundar á tengingu sem er þangað. Hins vegar verður það að játast að bandvídd providerins okkar ( Hurricane Electric ) er að það virðist að skornum skamti sumstaðar í Evrópu ( þeir eru samt tengdir helstu peering punktum í Evrópu ) og við erum að bæta við okkur öðrum provider í mánuðinum TATA.

Hér eru mínar prófarnir ( 10 Mb/s SHDSL, taka skal fram að hér er enginn munur á minni tengingu og ljós GR fyrir utan ja hvernig dreifikerfið er )

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Nú get ég ekki sagt, ég hef rétt fyrr mér þú hefur rangt fyrir þér. Reyndar finst mér ótrúlegt miðað við tímasetninguna næstum því að þú skulir lenda í þessu þá ( lægra load til dæmis heldur en núna ). Geturðu gefið mér status update kannski ?




Snorrivk
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 345
Skráði sig: Mán 16. Maí 2005 01:10
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf Snorrivk » Lau 18. Jún 2011 16:50

Ég færði mig yfir í Mars er mjög sáttur af flestu leiti.En ég ákvað að kaupa rauterinn og fæ þetta rusl í hendurnar (ZyXel router)Hann er sjaldnast til friðs.Var nú viss um að ég fengi Edimax router.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf depill » Lau 18. Jún 2011 16:54

Snorrivk skrifaði:Ég færði mig yfir í Mars er mjög sáttur af flestu leiti.En ég ákvað að kaupa rauterinn og fæ þetta rusl í hendurnar (ZyXel router)Hann er sjaldnast til friðs.Var nú viss um að ég fengi Edimax router.


Sæll Snorri

Sendu mér PM, ef þú keyptir router og fékkst zyxel áður en við fengum Edimax. Þá færðu auðvita að skipta honum út þér að endurgjaldslausu.

Já og kannski FYI. ZyXELinn yfirleitt hagar sér fínt. En við leiguna eru bæði Edimax og ZyXEL routerar afhendir en við kaup á router ( 4.990 kr á ljós, 5.990 kr á ADSL ) er ávallt afhendur Edimax. Allir þeir sem keyptu ZyXEL á þeim tíma sem Edimaxinn var ekki kominn til landsins meiga auðvita koma og skipta uppí Edimax þeim að endurgjaldslausu.



Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf ZiRiuS » Lau 18. Jún 2011 17:11

depill skrifaði:
Snorrivk skrifaði:Ég færði mig yfir í Mars er mjög sáttur af flestu leiti.En ég ákvað að kaupa rauterinn og fæ þetta rusl í hendurnar (ZyXel router)Hann er sjaldnast til friðs.Var nú viss um að ég fengi Edimax router.


Sæll Snorri

Sendu mér PM, ef þú keyptir router og fékkst zyxel áður en við fengum Edimax. Þá færðu auðvita að skipta honum út þér að endurgjaldslausu.

Já og kannski FYI. ZyXELinn yfirleitt hagar sér fínt. En við leiguna eru bæði Edimax og ZyXEL routerar afhendir en við kaup á router ( 4.990 kr á ljós, 5.990 kr á ADSL ) er ávallt afhendur Edimax. Allir þeir sem keyptu ZyXEL á þeim tíma sem Edimaxinn var ekki kominn til landsins meiga auðvita koma og skipta uppí Edimax þeim að endurgjaldslausu.


Kannski að maður kíki líka og skipti, hvenær byrjuðuð þið með Edimax?



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2226
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 170
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf kizi86 » Lau 18. Jún 2011 18:35

@depill:

hér eru nokkur speedtest
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd

hraðinn aðeins betri en hefur verið, en alls ekki fullnægjandi..


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV


Matti21
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 304
Skráði sig: Fim 01. Nóv 2007 19:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf Matti21 » Fös 08. Júl 2011 11:42

Jæææææææææja hringdu :mad
Er að pósta þessu á 3g neti því ekkert annað virkar.
Megið gjarnan fara að svara símanum á þessu ári eða þarf ég bara að kíkja til ykkar á grensásveginn til að fá aðstoð??

EDIT: Loksins svaraði einhver og sagði mér að skutlast með routerinn á til þeirra á grensásveginn. Hoppaði upp í bílinn alveg brjálaður og svo þegar ég mætti á staðinn var með boðið upp á grillaða pulsu og kók....erfitt að vera pirraður þá :)


-Q6600/Thermalright Ultra 120 Extreme/Gigabyte P35-DS3R/4GB Corsair 800Mhz/Nvidia 8600GTS/Corsair HX620/Coolermaster CM690/BenQ G2400W --Hackintosh!--
-Macbook Pro 13" -2010

Skjámynd

Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf Frantic » Lau 09. Júl 2011 23:12

Matti21 skrifaði:Jæææææææææja hringdu :mad
Er að pósta þessu á 3g neti því ekkert annað virkar.
Megið gjarnan fara að svara símanum á þessu ári eða þarf ég bara að kíkja til ykkar á grensásveginn til að fá aðstoð??

EDIT: Loksins svaraði einhver og sagði mér að skutlast með routerinn á til þeirra á grensásveginn. Hoppaði upp í bílinn alveg brjálaður og svo þegar ég mætti á staðinn var með boðið upp á grillaða pulsu og kók....erfitt að vera pirraður þá :)


Þeir hafa vitað að þú varst á leiðinni og sótt grillið í flýti. :sleezyjoe




hakon78
Nörd
Póstar: 124
Skráði sig: Sun 24. Okt 2010 10:16
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf hakon78 » Sun 10. Júl 2011 05:33

Sælir félagar.

Mig langaði bara að láta vita að ég keypti hjá þeim sérlausn á góðu verði í síðustu viku og hrf hingað til fengið topp þjónustu hjá þeim.

Ég hvet sem flesta að kíkja við hja þeim.

Mbk
Hakon


Tollar, virðisauki og gjöld eru greidd af öllum vörum sem ég sel.
Hakon78 (hjá) Hotmail.com

Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf Tiger » Sun 10. Júl 2011 10:21

Hvernig er það með ykkur sem eruð hjá Hringdu, ef þið eruð á torrent eða mikil nettokunu önnur í gangi ( youtube download/upload ofl).......er alveg í lagi með sjónvarpið hjá ykkur (þ.e.a.s ef þið erum eð sjónvarp símans í gegnum adsl-ið)?.

Mitt sjónvarp verður svona, og er ég alveg að gefast upp eftir margra vikna kvartanir og engin svör. Fyrir utan að þráðlausa nær varla útur herberginu og þótt ég liggi hliðina á routernum þá er það 50/50 líkur að netið virki .... er á Edimax router númmer 2 frá þeim.

Mun fara í næstu verslun símans á eftir og skipta yfir aftur, ekki minn te-bolli þótt ég sé alfarið með samkeppni og lítilmanganum.....en dótið þarf samt að virka eða finna að það sé verið að gera eitthvað í því.



Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf pattzi » Sun 10. Júl 2011 10:55

þetta er sjónvarp í gegnum vodafone er það ekki ef svo er þegar við vorum með adsl virkaði það hreinlega ekki fórum svo í ljósleiðara og þá bara hætti það að frosna er samt ekki hjá hringdu ...



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf Tiger » Sun 10. Júl 2011 13:32

Nei í gegnum símann. Virkaði 100% þegar ég var hjá símanum sama hversu mikið álag var á netinu.



Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2226
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 170
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf kizi86 » Sun 10. Júl 2011 14:46

ertu með enabled QOS í routernum?


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV

Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf Tiger » Sun 10. Júl 2011 15:11

kizi86 skrifaði:ertu með enabled QOS í routernum?


Skiptir ekki úr þessu, hann var uppsettur hjá þeim og ef það átti að vera on eða off þá var það þeirra að stilla þetta......en ekki gera ekki neitt í einhverjar vikur. Búinn að sækja um fluttning til símans aftur.



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf chaplin » Sun 10. Júl 2011 19:46

Finnst það athyglisvert hvað sumir lenda í vandræðum en aðrir ekki. Persónulega var ég aldrei ánægður með netið hjá mér fyrr en ég fór til Hringdu, var áður hjá Símanum.

Mín saga hjá Símanum. (ekki fyrir viðkvæma)

Aðal vandamálið var það að niðurhal var úr sögunni, eftir að ég sótti skrár, hvort sem það var torrent eða af vefsíðu að þá þurfti ég að endurræsa routerinn. Frábært!

Annað vandamálið var að netið datt út í tíma og ótíma. Ég ætla að skjóta á sirka 3-6 sinnum á dag í ca. 30sek - 2mín, engin skelfilegur tími en skemmdi alveg fyrir manni það að spila leiki á netinu, endurræsa routerinn breytti engu. Snilld!

Þriðja vandamálið var niðurhalshraðinn, þegar ég hætti var ég með 16Mb tengingu en fékk oftast ekki yfir 1.4Mb/s. Erlent niðurhal fór ekki yfir 100-200Kb/s. Geðveikt!

Stærsti og versti ókosturinn var þó, að ég hringdi eitt skiptið, brjálaður eins og alltaf að fara kvarta og láta taka hraða "cap"-ið af tengingunni, ég segi upplýsingarnar sem tæknimaður þarf og þá tilkynnir hann mér það að ég sé með tengingu (hraða) sem þeir voru hættir að bjóða upp á, að mig minnir 8Mb/s. Hinsvegar kom önnur tenging í staðinn og var núna öflugasta tengingin 12Mb/s. "Shock"-ið við þessa sögu er það að ég var að borga meira fyrir mína "gömlu" 8Mb/s tengingu en 12Mb/s tengingin kostaði. Ég spyr afhverju í ósköpunum ég var ekki látinn vita, eða þetta leiðrétt sjálfkrafa og fæ það svar að ég á sjálfur að fylgjast með öllum breytingum, það er ss. of mikið mál að senda fjölpóst á viðskiptavini og kynna þeim breytingar.

Ég veit ekki afhverju ég hætti ekki hjá þeim á þessum tíma, en eftir að ég fór til Hringdu er ég núna fyrst að fá almennilegan hraða bæði innanlands og erlendis niðurhali, routerinn hefur 2x verið restartaður á rúmlega hálfu ári.