Reglulegur sparnaður - pælingar

Allt utan efnis

arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 964
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 131
Staða: Ótengdur

Re: Reglulegur sparnaður - pælingar

Pósturaf arons4 » Sun 19. Maí 2024 01:47

SolidFeather skrifaði:
falcon1 skrifaði:
SolidFeather skrifaði:
falcon1 skrifaði:Ég er kannski bara gamaldags en mér finnst eitthvað ótraustvekjandi að vera með bankann í símanum. Svo getur einhver hakkari hakkað sig inní bankann og tæmt reikninginn.

Ég er bæði að tala um Indó og svo öppin hjá stóru bönkunum.


Getur stofnað Ávoxtun reikning hjá Íslandsbanka á netinu, eða viltu ekki nota netbanka yfir höfuð?

Jú jú, ég nota heimabankann mikið. :) Ég hinsvegar forðast að fara í heimabankann í gegnum símann.


Held það sé enginn "símabanki" með betri vexti en t.d. Ávöxtun hjá ÍSB eða Vöxtur (reyndar bundinn) hjá Arion, Landsbankinn eflaust með svipað.

Líklegast að þú verðir fyrir phishing árás heldur en að "símabankinn" verði hakkaður.

Landsbankinn er með óbundinn vaxtareikning sem hefur uþb 1% hærri vexti en næst besti óbundni reikninguirnn þeirra sem er einungis hægt að millifæra af í gegnum appið en ekki í vafra. Eins er reynt að gera það mjög erfitt að nota hann sem veltureikning því það er ekki hægt að nota hann til að greiða beint reikninga, heldur þarf að millifæra af honum fyrst inná annan reikning.



Skjámynd

Höfundur
Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3204
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 567
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Reglulegur sparnaður - pælingar

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 19. Maí 2024 10:08

falcon1 skrifaði:
SolidFeather skrifaði:
falcon1 skrifaði:Ég er kannski bara gamaldags en mér finnst eitthvað ótraustvekjandi að vera með bankann í símanum. Svo getur einhver hakkari hakkað sig inní bankann og tæmt reikninginn.

Ég er bæði að tala um Indó og svo öppin hjá stóru bönkunum.


Getur stofnað Ávoxtun reikning hjá Íslandsbanka á netinu, eða viltu ekki nota netbanka yfir höfuð?

Jú jú, ég nota heimabankann mikið. :) Ég hinsvegar forðast að fara í heimabankann í gegnum símann.


Sjálfur er ég að nota Auður óbundinn og það er hægt að nota heimabanka ef það hentar þér betur.

Íslandsbanki (Ávöxtun) og Landsbankinn (Markmið) bjóða uppá sambærilega reikninga : https://aurbjorg.is/bankareikningar

Ég nota einfaldlega Auði óbundinn því þeir byrjuðu að bjóða bestu kjörin og núna eru samkeppnisaðilar byrjaðir að reyna að keppa við þessi kjör. Ég er í viðskiptum við alla helstu bankana og nota þá þjónustu sem hentar mér best hverju sinni. Ef Auður/Kvika sofnar á verðinum myndi ég skoða að færa mig annað.


Just do IT
  √

Skjámynd

Höfundur
Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3204
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 567
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Reglulegur sparnaður - pælingar

Pósturaf Hjaltiatla » Þri 04. Jún 2024 13:22

Smá lærdómur af því að fjárfesta í VUAA Vanguard sjóðnum í gegnum Interactive brokers. Mín skoðun er að skoða vel hvaða kauphöll maður verslar í gegnum , ég verslaði í gegnum Kauphöllina í London og þurfti að breyta Evrum í dollara áður en ég verslaði bréf því ég lagði inná Interactive brokers með SEPA greiðslum (evrum) úr mínum bankareikningi hjá Landsbankanum. Mín skoðun er að það er einfaldast og hagkvæmast að versla í Kauphöll sem bíður uppá kaup í Evrum víst maður leggur inn í Evrum.

Næsta skref er að reyna að ná að átta sig betur á skattalegu hliðinni hvort það henti okkur Íslendingum betur að vera í Accumulating (arður fer beint í að kaupa fleiri hlutabréf í sama sjóð) eða Distributing sjóð (Fá greiddan út arð reglulega á Broker accountinn).
Mögulega hentar okkur Íslendingum betur skattalega séð að fá greiddan út arðinn reglulega ef frítekjumarkið er 300.000 kr á ári. Þið megið hafa skoðun á þessu :)

Vusa (Distributing) VS VUAA ( Accumulating):
https://www.justetf.com/en/etf-profile.html?isin=IE00B3XXRP09
https://www.justetf.com/en/etf-profile.html?isin=IE00BFMXXD54

Ágætis samantekt hjá þessum hvað ber að hafa í huga þegar maður fjárfestir í ETF (sem Evrópubúi).


Ætla líka að skoða hvort það eru betri og hagkvæmari leiðir en að notast við SEPA millifærslur hjá Landsbankanum t.d frá WISE eða Revolut. Getur skipt miklu máli ef maður er reglulega að leggja inn pening og hvað þá ef maður er að taka út pening og fá millifært á sig einhverjar upphæðir.
Endilega hafið skoðun á þessu.

Þetta er það sem ég ætla að hafa í huga þegar ég dett aftur í að fjárfesta í ETF sjóð/um í framtíðinni.
Síðast breytt af Hjaltiatla á Þri 04. Jún 2024 13:22, breytt samtals 1 sinni.


Just do IT
  √