dori skrifaði:Garri skrifaði:dori skrifaði:Það er kannski frekar átt við að eigið féð þitt er væntanlega þolinmóðara fjármagn en það sem bankinn lánar þér. Ef þú ert ekki með margar eignir og eitthvað kemur uppá þá gæti reynst sumum erfitt að standa sjálfir undir kostnaði af 80% láni í einhvern tíma (maður hefur alveg heyrt um að það taki allt að ár að koma fólki útúr íbúð frá því það hætti að borga).
Það er hinsvegar valid vinkill. Manns eigið fé getur tekið sveiflum og ekki háð greiðsluflæði. Eftir sem áður í útreikningi á leiguverði þá verður að hafa arðsemiskröfu á þetta eigið fé, annars skiptir engu með greiðsluflæðið, þú ert alltaf að tapa ef arðsemin á eigið fé er undir því sem auðveldlega væri hægt að fá, jafnvel þótt þú fáir einhverjar krónur í vasann..
Mín sýn á þetta er sú að ég myndi ekki fara í að kaupa og leigja út húsnæði (hvort sem það er atvinnu- eða íbúðarhúsnæði, sérstaklega samt ef það er íbúðarhúsnæði) nema ég væri með nógu margar eignir til að hafa líkurnar með mér þannig að einn og einn slæmur leigjandi rústi ekki öllu. Eða ef ég ætti húsnæðið alveg eða svo gott sem. Að ég gæti auðveldlega staðið undir því að borga af lánum þó svo að það komi magur ár í þessu.
Þú velur leigjanda...