BjarkiB skrifaði:Bjosep skrifaði:BjarkiB skrifaði:Vantar smá hjálp.
Byrjaði í ræktinni fyrir stuttu(Þetta er þriðja vikan). En með nánast öllum magaæfingum sem ég tek, þá sértstaklega með þyngd þá fæ ég verk í mjóbakið eftir sirka 3-4 reps. Er búinn að prufa flest öll magaæfinga tækin. Eina æfingin þar sem ég fæ ekki verk í mjóbakið er ef ég nota dýfingartækið og fer með fæturnar í 90° upp og niður. Afhverju gæti þessi verkur komið?
Nú veit ég ekkert hvað er að hrjá þig en ertu bara að taka magaæfingarnar í tækjum? Kemur þetta líka ef þú gerir hefðbundnar ("frjálsar") magaæfingar?
Fyrsta hugsun er reyndar að ef þú varst að byrja að þá sértu mögulega að ofgera þér (of mikil þyngd) og sársaukinn stafi af því.
Mér finnst allavega eitthvað asnalegt við að taka magaæfingar í þessum græjum.
Það er til haugur af sniðugum frjálsum magaæfingum, mæli með að þú haldir þig við þær ef að þær eru ekki að valda þér sársauka.
Fæ í mjóbakið líka við sumar frjálsar magaæfingar, er búinn að prufa allt mögulegt, lágar þyngdir, mörg tæki, en aðeins þessi eina æfing sem ég lýsti virkar fyrir mig.
Bestu magaæfingarnar eru beygjur, dedd og ólympískar (imo).
Annars myndi ég alfarið sleppa því að taka magaæfingar eins og 'crunches', myndi byrja á að taka planka, þegar þú getur haldið honum í 30+ sek án þess að missa form (rass niður, spennu í maga eða háls niður) þá geturðu farið í t.d. Pallof pressu (
http://www.youtube.com/watch?v=JmcH0UsXRVw) og svo seinna gætirðu tekið bóndagöngu með handlóð/ketilbjöllu og líka tekið bara öðrum megin í einu (haldið á lóði í einni hendi og passa að missa líkamann ekki til hliðar)
Hlutverk magavöðvanna er að stöðva hreyfingu, hálfgerðir demparar, svo þú vilt æfa þá í því.
Annars fyrir bakvöðvana gæti verið að þér vanti úthald í þá, prófaðu að taka ketilböllu swings í 20 repsunum. (Auðvitað með góðu formi, hreyfingin á að koma frá mjöðminni aðallega)