urban skrifaði:þú reyndar virðist vita það og hafa það alveg á tandurhreinu að þetta virðist bara eiga að vera fyrir íslenskum dómstólum.
en þú mátt líka alveg endilega koma með einhverjar útskýringar og rök fyrir að þú teljir það, og þá meira en mér finnst, heldur benda á annað hvort einhverjar lagagreinar um þetta, eða þó svo að það væri ekki nema bara viðtöl við löglært fólk.
Ég benti á afhverju HÉR
Afhverju UK og Holland þurfi að sækja um endurgreiðslur fyrir íslenskum dómstólum:
1) EES skuldbindur Ísland til að vera með innistæðutryggingakerfi. Innistæðutryggingakerfið er svo íslenskt og fellur undir íslenska dómstóla.
2) EFTA dómstóllinn getur bara skorið úr um fullnustu og framkvæmd EES samningsins, s.s. hvort Ísland hafi verið með innistæðutryggingakerfi eða ekki og hvort það kerfi eigi að endurgreiða þessum innistæðueigendum eða ekki. Ísland þrætir fyrir hvorugt atriðið.
3) Fyrst að EFTA dómstóllinn hefur engann ágreining að dæma um þá er rökrétt næsta skref að UK og Holland einfaldlega sæki um bætur til íslenska sjóðsins sem þá endurgreiðir þeim m.v. getu og gildandi reglur.
4) Ef UK og Holland hafa eitthvað við úrskurð sjóðsins að athuga þá geta þeir kært fyrir íslenskum dómstólum enda sjóðurinn al-íslenskur eins og bankarnir sem hrundu á sínum tíma.
Hvað er að þessu eðlilega ferli sem málið ætti að fara í gegn um?