Keypti þýfi af marketplace

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Fennimar002
spjallið.is
Póstar: 410
Skráði sig: Sun 24. Feb 2019 17:32
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Keypti þýfi af marketplace

Pósturaf Fennimar002 » Fös 19. Sep 2025 14:49

Sælir Vaktarar,
í Ágúst keypti ég fjallahjól af gæja á FB marketplace sem ég ætlaði mér að gera upp. Hjólið var ekki í besta ástandi og sá fyrir mér að gera það upp og sprauta og flr. En 5 dögum eftir að ég kaupi hjólið,morguninn eftir að ég er búinn að sandblása stellið, fæ ég senda auglýsingu að alveg eins hjól hafi verið stolið. Í sama hverfi og gæjinn sagðist ætla hitta mig í...

Ég hafði samband við eigandann og ætluðum við að leysa málið saman. Hún sagði í auglýsingunni að ég myndi fá sömu upphæð aftur, en sé það ekki vera gerast á næstunni. Ég myndi ekki hafa það í mér að eiga stolið hjól og auðvitað sendi strax á hana og í hvaða ástandi hjólið væri komið í.
Ég gef allar upplýsingar sem ég er með, samskipti við "seljandann" og millifærsluna. og þeir segjast ætla hafa samband við sinar tryggingar og lögguna.

Eigandinn sagðist ætla að kæra þjófinn, en nánast mánuði seinna hefur enn ekki verið kært. En samt enkamál hjá lögreglunni hjá þeim. Á sama tíma vildi eigandinn fá hjólið sitt til baka, en var ekki búinn að hafa samband um að sækja það í smá tíma, þegar hann sendir langan prófa um að ég VERÐ að skila því og er nánast að ýja að því að kæra mig.

Er orðinn vel þreyttur á þessu máli og vel pirraður á því að vita það að ég mun pottþétt ekki fá þennan pening til baka. Er nú ekkert lítil upphæð.

Hvað finnst ykkur um svona mál. Hvað er best að gera? Er þetta bara tapaður peningur fyrir að vera "a good citizen"?
Hefur ienhver lent í einhverju svipuðu og gæti leiðbeint mér?

Kv.
Fenni

P.S.
fannst "seljandinn" vera vel skrýtinn þegar ég var að kaupa hjólið, en ekki eitthvað sem flaggaði "STOLIÐ HJÓL". Hef oft lent í "spes" fólki þegar ég hef verið að kaupa notað eða selja af FB :-"


Main:
Ryzen 5 5600x | Asus ROG Strix B550-f | Vengeance RGB Pro 4x8gb | Asus ROG Strix RTX 3070 ti | Phanteks Evolv X| RM850x | Samsung 980 pro | ROG Swift 27" 144hz | ROG Strix 27" 144hz


Gemini
has spoken...
Póstar: 198
Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
Reputation: 42
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Keypti þýfi af marketplace

Pósturaf Gemini » Fös 19. Sep 2025 15:12

Sko strax og þú veist að um þýfi er að ræða áttu að skila hlutnum. Allt annað ertu að setja þig í hættu að vera flokkaður samsekur og þetta eru brot sem geta varðað fangelsisvist.

Þetta er bara hætta sem þú tekur þegar þú kaupir notaða hluti. En já það er eitt að vita ekkert að þetta sé þýfi en annað þegar þú ert kominn svo sannarlega með þá vitneskju og heldur hlutnum áfram.

Ég er ekki lögfræðingur en myndi halda að þú setir þig í hættu að vera að brjóta 264 gr. almennra hegningarlaga ef þú neitar sannarlegum eiganda að fá eign sína til baka.

"Hver sem tekur við, nýtir eða aflar sér eða öðrum ávinnings af broti á lögum þessum eða af refsiverðu broti á öðrum lögum, eða meðal annars umbreytir slíkum ávinningi, flytur hann, sendir, geymir, aðstoðar við afhendingu hans, leynir honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu eða ráðstöfun ávinnings skal sæta fangelsi allt að 6 árum."

Edit : Svona til að bæta við, þá er það algjörlega ótengt eigandanum hvort þú borgaðir einhverjum pening fyrir hans eign eða ekki. Auðvitað er það megasúrt en það er mál milli þín og þess sem tók við greiðslunni.
Síðast breytt af Gemini á Fös 19. Sep 2025 15:17, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

rostungurinn77
spjallið.is
Póstar: 476
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Keypti þýfi af marketplace

Pósturaf rostungurinn77 » Fös 19. Sep 2025 15:19

(Ef) Þetta er þýfi.

(Ert) Þú ert óheppinn.

(og) Málið (er) útrætt.
Síðast breytt af rostungurinn77 á Fös 19. Sep 2025 15:20, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17118
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2328
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Keypti þýfi af marketplace

Pósturaf GuðjónR » Fös 19. Sep 2025 15:59

Inngangur
Þetta er klassískt dæmi um hversu flókið það getur verið að vera heiðarlegur kaupandi sem lendir óvart í því að kaupa stolna vöru. Í raun er þetta tvíþætt mál: lagalegt og siðferðislegt.

Lagalega
Þú átt aldrei eignarrétt á stolnu hjóli, sama þótt þú hafir keypt það í góðri trú á Facebook Marketplace. Lögin segja að upprunalegi eigandinn á alltaf eignarréttinn. Það þýðir að þegar eigandinn krefst hjólsins til baka þá á hann lagalegan rétt á því. Þetta getur virst ósanngjarnt þar sem þú ert fjárhagslega sá sem tapar, en lögin líta ekki á það þannig: þjófurinn eða sá sem seldi þér hjólið er sá sem braut af sér, og þú átt kröfu á viðkomandi.

Siðferðislega
Þú gerðir það rétta. Þú hafðir samband við eigandann, sagðir frá ástandinu og bauðst til að láta hann fá hjólið aftur. Það er hreint og beint heiðarlegt, og þú mátt halda haus yfir því að hafa ekki haldið áfram að nota hjólið í von um að enginn kæmist að því.

Hvað þú getur gert núna
  • Safna gögnum: Öll samskipti við „seljandann“, kvittun eða staðfesting á millifærslu, dagsetningar og skjáskot af auglýsingu. Þessar sannanir styrkja þína stöðu ef þörf verður á að fara með málið áfram.
  • Krefja seljandann um endurgreiðslu: Gerðu það skriflega í Messenger/SMS og tilkynntu viðeigandi upplýsingar til lögreglu. Að selja stolna hluti er refsivert.
  • Kæra sjálfur ef þarf: Ef eigandinn vill ekki kæra eða er hægur þá getur þú lagt fram kæru á hendur seljanda. Þú ert líka tjónþoli og hefur rétt til þess.
  • Skila hjólinu ef eigandinn krefst þess: Ef eigandinn óskar eftir hjólinu aftur þá er hætta á að mál flækist ef þú heldur því. Að skila og kæra seljandann er oft öruggasta leiðin til að forðast frekari lagaleg vandamál.
Niðurstaða
Í svona málum situr kaupandinn oft eftir með tapið, þar sem eignarrétturinn fylgir alltaf upprunalega eigandanum. Það er ósanngjarnt að þú, sem keyptir í góðri trú, lendir í kostnaðinum, en lögin vernda þann sem missti eignina, ekki þann sem fékk hana í hendur síðar.
Það sem skiptir máli er að þú fórst rétt að málum: þú upplýstir eigandann, og hafðir ekkert að fela. Besta leiðin til að losna við þennan hnút er að skila hjólinu og beina kröfu þinni að seljandanum með kæru. Það getur tekið tíma og þú færð kannski ekki peningana strax, en þá hefurðu bæði hreinan skjöld og möguleika á réttlæti.

Gangi þér sem allra best!




akij
Fiktari
Póstar: 85
Skráði sig: Sun 09. Ágú 2015 22:10
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Keypti þýfi af marketplace

Pósturaf akij » Fös 19. Sep 2025 18:59

Ég hef skilað stolinni vöru til lögreglu og hún sér um samskipti við raunverulegan eiganda eftir að hafa sýnt fram á eignarhald.

Ég veit hversu pirraður maður verður eftir að svona dýrum hlut er stolið og rörsýnin á að fá hlutinn til baka er 100% blindni á réttlætiskennd.

Ég myndi alltaf fara lögreglu leiðina eftir samskipti við bæði þjófa og fórnarlömb. Fórnarlömbin eru verst.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8466
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1362
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Keypti þýfi af marketplace

Pósturaf rapport » Fös 19. Sep 2025 22:06

Er ég að skilja þetta rétt...

Þú keyptir vöru á Marketplace.

Sérð svo einhvern auglýsa eftir eins eða sambærilegri stolinni vöru og það er þú sem lætur viðkomandi vita að hugsanlega hafir þú keypt dótið hans.

Viðkomandi ætlaði að fara með þetta í gegnum kerfið en hefur ekki gert það og vill að þú skilir vörunni til sín.


Ef viðkomandi hefur ekki kært þjófnaðin og getur ekki sýnt að hann/hún sé eigandi vörunar, kvittun með serialnúmeri o.þ.h.

Hvernig veistu þá að þetta er ekki eitthvað scam?


Þú átt að sjálfsögðu bara að hugsa um eigin rass í þessu og ekki gefa eitthvað frá þér bara til einhvers og af því bara.

Viðkomandi á rétt að fá hjólið ef þetta er sannarlega eign viðkomandi... hvað ef viðkomandi keypti þetta af sama gaur viku á undan þér en borgaði ekki og gaurinn fór heim til þeirra og stal þessu til baka...

Þessi aðili verður að hafa eitthvað í höndunum, sérstaklega af því að þetta er hjól sem viðkomandi gæti sjálf/ur hafa keypt stolið...

Ekki vera meðvirkur með frekju annarra, stattu bara á þínu þar til þú vilt það ekki lengur eða málið er hafið yfir allan vafa.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5826
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1088
Staða: Ótengdur

Re: Keypti þýfi af marketplace

Pósturaf appel » Lau 20. Sep 2025 12:11

Gemini skrifaði:þetta eru brot sem geta varðað fangelsisvist.

Enginn að fara í fangelsi fyrir þetta, hvaða bull er þetta? :) þú þarft nánast að drepa mann til að lenda í fangelsi, eða drepa mann. Enginn sem kaupir notaðar vörur á netinu mun lenda í fangelsi. Worst-case scenario, lögreglan tekur þýfið... ekkert meira. Fangelsisvist? Give me a break, þau eru stútfull, kostar hálfan milljarð að geyma einn hálfvita í 4 ár. Enginn vill fylla fangelsin af fólki sem er að kaupa notaðar vörur á netinu.
Fangelsisvist... :megasmile :no
Síðast breytt af appel á Lau 20. Sep 2025 12:12, breytt samtals 2 sinnum.


*-*


Gemini
has spoken...
Póstar: 198
Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
Reputation: 42
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Keypti þýfi af marketplace

Pósturaf Gemini » Lau 20. Sep 2025 12:49

appel skrifaði:
Gemini skrifaði:þetta eru brot sem geta varðað fangelsisvist.

Enginn að fara í fangelsi fyrir þetta, hvaða bull er þetta? :) þú þarft nánast að drepa mann til að lenda í fangelsi, eða drepa mann. Enginn sem kaupir notaðar vörur á netinu mun lenda í fangelsi. Worst-case scenario, lögreglan tekur þýfið... ekkert meira. Fangelsisvist? Give me a break, þau eru stútfull, kostar hálfan milljarð að geyma einn hálfvita í 4 ár. Enginn vill fylla fangelsin af fólki sem er að kaupa notaðar vörur á netinu.
Fangelsisvist... :megasmile :no


Ég var nú ekki að segja að hann færi í fangelsi heldur. Var bara að benda á að ef hann ætlaði að neita sannarlegum eiganda að fá eign sína aftur væri hann líklega að brjóta almenn hegningarlög sem eru flokkuð eftir hversu langan tíma fólk getur fengið fangelsisvist fyrir að brjóta til að undirstrika alvarleika þeirra.

Svo það er ekki ég sem er að ákveða þetta heldur löggjafinn.

Dæmi 263. gr. almennra hegningarlaga

"Ef maður kaupir eða tekur við hlutum, sem fengnir hafa verið með auðgunarglæp, og hann hefur við móttökuna eða kaupin sýnt af sér stórfellt gáleysi, þá varðar það sektum eða [fangelsi allt að 3 mánuðum]. 1) Ef brot er ítrekað, eða hafi sökunautur áður gerst sekur um auðgunarbrot, þá má beita fangelsi allt að 6 mánuðum."




Frussi
Tölvutryllir
Póstar: 656
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 139
Staða: Ótengdur

Re: Keypti þýfi af marketplace

Pósturaf Frussi » Lau 20. Sep 2025 20:08

rapport skrifaði:Er ég að skilja þetta rétt...

Þú keyptir vöru á Marketplace.

Sérð svo einhvern auglýsa eftir eins eða sambærilegri stolinni vöru og það er þú sem lætur viðkomandi vita að hugsanlega hafir þú keypt dótið hans.

Viðkomandi ætlaði að fara með þetta í gegnum kerfið en hefur ekki gert það og vill að þú skilir vörunni til sín.


Ef viðkomandi hefur ekki kært þjófnaðin og getur ekki sýnt að hann/hún sé eigandi vörunar, kvittun með serialnúmeri o.þ.h.

Hvernig veistu þá að þetta er ekki eitthvað scam?


Þú átt að sjálfsögðu bara að hugsa um eigin rass í þessu og ekki gefa eitthvað frá þér bara til einhvers og af því bara.

Viðkomandi á rétt að fá hjólið ef þetta er sannarlega eign viðkomandi... hvað ef viðkomandi keypti þetta af sama gaur viku á undan þér en borgaði ekki og gaurinn fór heim til þeirra og stal þessu til baka...

Þessi aðili verður að hafa eitthvað í höndunum, sérstaklega af því að þetta er hjól sem viðkomandi gæti sjálf/ur hafa keypt stolið...

Ekki vera meðvirkur með frekju annarra, stattu bara á þínu þar til þú vilt það ekki lengur eða málið er hafið yfir allan vafa.


Nokkuð sammála þessu. Myndi heyra í löggunni og fá ráðgjöf.


Ryzen 9 5900x // ROG STRIX X570-F // RTX4080 Super // 64GB 3600MHz // 32" 1440p 165hz

Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 799
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Reputation: 54
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Keypti þýfi af marketplace

Pósturaf Squinchy » Sun 21. Sep 2025 11:27

Rapport er með þetta, raunverulegur eigandi verður auðvitað að sýna fram á eignarhald.
Seinast þegar ég keypti mér hjól sem var í erninum þá varð ég að gefa upp kennitölu og á reikningnum kom fram kennitalan mín og raðnúmer hjólsins,

þannig að eigandi getur ekki falið sig á bakvið týnda kvittun eða álíka afsakanir, seljandi hjólsinns þarf að varðveita kvittanir sínar í 7 ár frá sölu, þannig að ef þetta hjól er ekki eldra en það þá eiga þessi gögn að vera til.

Ef þú veist hvaða verslun selur þessa tegund af hjóli getur þú prófað að heyra í þeim og óska eftir nafni þess sem á þetta raðnúmer.

Það er svo þitt að sækja rétt þinn gagnvart þeim sem seldi þér þýfi, það kemur eiganda þýfisinns ekkert við.


Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Ti Gaming X 11GB | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

HP Z840 | TrueNAS Scale | 2 x Xeon 2650 V3 | 32GB DDR4 ECC | 20TB RaidZ1 | Eaton 5SC 1000i UPS