Mér fannst vanta fleiri svona samantektir, svo hér kemur mín:
Núverandi lán (Arion banki):
* Óverðtryggt
* Staða 1.ágúst 2024: 28,9mkr
* Fastir vextir 4,49% (losna 1. nóvember 2024)
* Jafnar afborganir
Ég stillti lánið þannig að ég greiði mjög hátt mánaðarlega og tók því stutt lán (9 ár eftir af 12 upphaflega). Ég borga því ekkert aukalega inn á lánið, að undanskildum viðbótarlífeyrissparnaði og 1mkr árlega án uppgreiðslugjalds.
Síðasti greiðsluseðill:
* Vextir (4,49%): 108.980 kr + Afborgun á nafnverði: 262.396 kr + Tilkynningar- og greiðslugjald: 130 kr = Samtals 371.506 kr
Ef ég geri ekkert, þá verða vextir breytilegir 10,89% (gerist sjálfkrafa) mun fyrsti greiðsluseðillinn líta svona út:
* Vextir (10,89%): 261.937 kr + Afborgun á nafnverði: 267.255 kr + Tilkynningar- og greiðslugjald: 130 kr = Samtals 529.322 kr
* Heildargreiðslur við lok lánstíma:
43.153.165 krEf ég breyti í verðtryggt (4,04% breytilegir vextir) og reyni að halda mánaðarlegum greiðslum í lágmarki (25 ár) mun fyrsti greiðsluseðillinn líta svona út:
* Vextir (4,04%): 97.632 kr + Verðbætur: 135.931 kr + Afborgun á nafnverði: 56.080 kr + Tilkynningar- og greiðslugjald: 130 kr = Samtals 153.842 kr
* Heildargreiðslur við lok lánstíma:
101.022.567 krLífeyrissjóðurinn býður lægri vexti en bankinn minn, en þeir voru að breyta reglunum sínum og nú leyfa þeir ekki endurfjármögnun á "utanaðkomandi" lánum.
NiðurstaðaÞótt ég vilji greiða lánið sem hraðast niður og að heildargreiðslur við lok lánstíma séu sem lægstar, þá ætla ég að endurfjármagna í verðtryggt til 25 ára, til að halda mánaðarlegum greiðslum í lágmarki (ef eitthvað skyldi koma upp á). Hins vegar mun ég greiða inn á lánið eins mikið og ég mögulega get í hverju mánuði.
P.S. þótt ég sé að fara úr +500þús mánaðarlegum greiðslum niður í 150þús, þá þarf ég samt að fara í greiðslumat
Það væri gaman að sjá stöðuna og samantekt hjá fleirum