appel skrifaði:Ég held að byggð í Grindavík sé lokið.
Nú er spurning hvernig gert verður upp við fólk sem er með fasteignir þarna. Lánastofnanir þurfa líklega að afskrifa þetta.
Til þess er Náttúruhamfaratrygging Íslands, https://nti.is.
appel skrifaði:Ég held að byggð í Grindavík sé lokið.
Nú er spurning hvernig gert verður upp við fólk sem er með fasteignir þarna. Lánastofnanir þurfa líklega að afskrifa þetta.
arons4 skrifaði:jonsig skrifaði:Þeir gerðu það sem þurfti að gera í Vestmannaeyjum. En Grindavík er rýmd og ég held að það sé enginn þarna lengur, þessi hugmynd að dæla vatninu þyrfti að fara í gegnum fjórar hálaunaðar nefndir í dag.
Má ekki gleyma því að það liðu tvær vikur frá því að gos hófst 1973 þar til byrjað var að reyna að kæla hraunið og þá úr skipi. Hraunkæling úr landi fór ekki á fullt fyrr en tveim mánuðum eftir að gos hófst. Þá var hraunveggurinn kominn talsvert langt frá sprungunni og ætla má að það sé auðveldara að kæla hraunið þegar það hefur runnið svo langt og minni hætta að hraunveggurinn brotni.
sverrirgu skrifaði:appel skrifaði:Ég held að byggð í Grindavík sé lokið.
Nú er spurning hvernig gert verður upp við fólk sem er með fasteignir þarna. Lánastofnanir þurfa líklega að afskrifa þetta.
Til þess er Náttúruhamfaratrygging Íslands, https://nti.is.
mikkimás skrifaði:Hvað ef það er enginn grundvöllur lengur fyrir langtímabúsetu í bæjarfélaginu vegna tjóns á innviðum og sífelldri eldgosahættu?
NTÍ er gagnslaust í því tilviki.
jardel skrifaði:þrýstingurinn er að minka og það er að draga úr hraunflæðinu þetta er að klárast
zetor skrifaði:jardel skrifaði:þrýstingurinn er að minka og það er að draga úr hraunflæðinu þetta er að klárast
Nei, þetta er rétt að byrja
jardel skrifaði:zetor skrifaði:jardel skrifaði:þrýstingurinn er að minka og það er að draga úr hraunflæðinu þetta er að klárast
Nei, þetta er rétt að byrja
Að sögn jóns er þetta að minka
Moldvarpan skrifaði:jardel skrifaði:zetor skrifaði:jardel skrifaði:þrýstingurinn er að minka og það er að draga úr hraunflæðinu þetta er að klárast
Nei, þetta er rétt að byrja
Að sögn jóns er þetta að minka
Hvar kom það fram? Hef ekkert séð um það?
jonfr1900 skrifaði:Moldvarpan skrifaði:jardel skrifaði:zetor skrifaði:jardel skrifaði:þrýstingurinn er að minka og það er að draga úr hraunflæðinu þetta er að klárast
Nei, þetta er rétt að byrja
Að sögn jóns er þetta að minka
Hvar kom það fram? Hef ekkert séð um það?
Ég var að skrifa um það á facebook. Óróinn byrjaði að lækka mikið um klukkan 23:30. Hinsvegar bendir smáskjálftavirkni sem er þarna núna til þess að mikil kvika sé að troða sér inn í kvikuganginn og það er vandamál, þar sem það eykur hættuna á nýjum sprungum á svæðinu þegar þessar sprungur sem eru núna að gjósa lokast.