2,5-3 milljarðar: Svona yrðu varnargarðarnir
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023 ... gardarnir/Er ég bara kjáni fyrir að hugsa þetta, en varnargarðar þarna eru galin hugmynd.
Skoðum aðstæður.
Það er ekki vitað hvar eldgos gæti komið upp, þannig að hvernig áttu að ákvarða hvar varnargarður á að rísa? Kannski er þetta algjör sóun á fjármunum, ef ekki kemur til eldgoss.
Hitt er svo, sem er stærra atriðið, er að þarna er NÓG AF VATNI.
Ef svo gerist ef eldgoss raungerist og hraun flæðir í átt að þessu svæði, væri ekki miklu nær að DÆLA vatni á þetta hraun og búa þannig til varnarvegg þegar hraunið harðnar og myndar skel?
Þarna þarf eingöngu að staðsetja kröftugar dælur til að sprauta, sem yrði þá ekki sokkinn kostnaður heldur gætu dælurnar verið fengnar að láni tímabundið, t.d. á slökkviliðið öflugar dælur. En það þyrfi auðvitað meira. En með því að dæla á þetta fossum af vatni þá er hægt að bægja þessu frá hugsa ég, og það fyrir miklu minni kostnað en 3 milljarða.