KristinnK skrifaði:Ég veit ekki til hvers þú vísar með mælingum á verðlagsbreytingum...
Það er bara til ein marktæk mæling á verðlag á Íslandi og það er vísitala neysluverðs, undirvísitölur og vægi þeirra við útreikning á VNV.
Varðandi ferðamannastrauminn þá segir þú að við þurfum að "bregðast við" en vísar svo í gengisútreikninga. Það er ekki "inngrip" það er bara business as usual.
Frá mínu sjónarhorni séð þá á ekki að draga úr eftirspurn með hækkandi gengi því það stuðlar að sóun, t.d. að það sé til framleiðslugeta sem ekki er nýtt því að gengið hafði hækkað.
Það er miklu eðlilegra að setja þetta vald til einstakra fyrirtækja, að skapa og styðja við beina verðsamkeppni bæði innanlands og utan en ekki genralisera allan markaðinn með gengissveiflum.
KristinnK skrifaði:Fjárlög Evrópusambandsins 2022 námu um 170 miljarða evra. Hljómar kannski mikið, en fjárlög alríkisstjórnar Bandaríkjanna námu 6,3 biljóna dala. Næstum fjörutíu sinnum hærri upphæð.
Umfram margt annað sýnir þetta kannski skilvirkni EU og að frjálsari og skilvarkari markaðir kosta lítið í rekstri.
EN það má ekki gleyma að í US þá sér alríkisstjórnin nær alfarið um her- og varnarmál og svo heilbrigðis- og menntamál að miklu leiti... sem EU gerir í raun ekki.
Miðstýringin er eins og þú segir miklu meiri í USA en nokkurntíman í EU en útgjöld alríkisins í USA hafa verið að dragast saman sem hlutfall heildar ríkisútgjalda, fyrir utan stríðsreksturinn.
KristinnK skrifaði:Varðandi samkeppni iðnaða innan sama mynt- og atvinnusvæðis er það einfaldlega staðreynd að svæði með lægri framleiðslu geta ekki keppt við svæði með hærri framleiðslu. Þau einfaldlega framleiða færri eintök af sömu gerð vöru fyrir sama fjölda unninna tíma, og geta því ekki selt vöruna á jafn lágu verði.
Aðfangakeðjan virkar ekki svona. Verðmæti framleiðslu er ekki ákveðið á framleiðslustað það er ákveðið af kaupanda, hvað hann er tilbúinn að greiða fyrir vöruna og bara helvíti oft vilja kaupendur ekki ódýrustu vöruna því þeir tengja saman verð og gæði þó engin önnur rök séu að baki.
Þá er mikil markaðsfræði fólgin í að reyna að skapa virði á bakvið sérstöðu með "lobbyisma" t.d. að íslenskur fiskur sé hreinni enn annar og því eigi að borga premium fyrir íslenskan fisk. Íslenskur fiskur er því að keppa í gæðum en ekki verðum s.s. ódýrasti fiskurinn á markaði er líklega miklu miklu ódýrari en sá íslenski og við viljum alls ekki selja íslenskan fisk á því verði og samsama hann þessu ódýra gumsi, frekar mundum við henda honum.
Fólk borgar fyrir að upplifa sig öðruvísi, að fá sérstöðu, lúxus... og þeir sem geta ekki keppt í magni og verðum geta keppt í gæðum eða reynt að skapa sér sérstöðu (niche).
KristinnK skrifaði:Ef gjaldmiðlar eru sjálfstæðir þá getur gjaldmiðill svæðisins með lægri framleiðslu veikst þangað til vara sem framleidd er þar er samkeppnishæf við vöru framleidda á svæði með hærri framleiðslu. Það er ekki heldur hægt að leiðrétta muninn með mun á launum nema upp að takmörkuðu leyti, þar sem starfsmenn munu í því tilviki frekar vinna sömu vinnu á svæðinu þar sem framleiðnin er meiri þar sem laun eru hærri. Þú segir að þessi lönd eiga að ,,finna styrkleika sinn", en það er ekki svo einfalt, og mörg lönd eru einfaldlega ekki samkeppnishæf nema kannski á mjög tökmörkuðum sviðum svo sem ferðamannaiðnaði.
Þetta er það sem er svo galið, að frammistaða einhverra iðngreina hafi áhrif á lán almennings í innlendum gjaldmiðli og verðmæti eigna... þetta skapar óstöðuglieka og óöryggi.
KristinnK skrifaði:rapport skrifaði:EFTA/EES er ekki að hætta en EU ríkin eru að hafa minni og minni áhuga á að viðhalda þessu með góðu móti, þetta er bara byproduct sem er aukaatriði fyrir EU í stóra samhenginu.
Fólk sem er fast í þeim gír að vera í vörn en ekki sókn mun ekki sjá kostina við að deila auðlindum og framleiðsu með EU fá allskonar og gefa allskonar... Að gera þetta vel yrði mikill plús fyrir íslenskt efnahagslíf en ef þetta er gert illa þá fer allt í fokk EN við yrðum a.m.k. með hjálpardekk og virkara og hlutlausara eftilit og samanburð.
Eins lengi og engar háværar raddir eru innan ESB um að draga sig úr EES samningnum skiptir það okkur í raun engu máli hvort samningurinn sé álitinn mikilvægur eða bara aukaatriði. Að ganga í ESB hefur í för með sér marga ókosti óháð því hvort kostir séu eða hverjir þeir séu. Við höfum skapað hér á landi eitt ríkasta, þróaðasta og jafnasta samfélag og efnahagskerfi á jörðinni, og mér finnst ástæðulaust að leggja það að veði fyrir óvissan ávinning.
Við erum rík en við erum viðbjóðslega nísk og eigingjörn, deilum ekki neinu með neinum og gefum eins lítið af okkur og við mögulega getum.
Við erum ekki þróuð, við erum vanþróað samfélag og höfum enga menningu eða rætur og getum því hagað okkur eins og okkur listir, virðum ekki eigin lög og reglur og pólitíkin hjá okkur er svo spillt að ráðherra sem þarf að segja af sér vegna spillingar verður bara öðruvísi ráðherra í sömu ríkisstjórn.
Við erum svo jöfn að fólk er að deyja á götunni og við leyfum það að fólki sé haldið í fátækragildu af leigusölum með lögum, reglum og vísitölum... tólum sem ríkið útvegar og viðheldur svo að dæmið gangi upp svo stóreignafólk tapi nú örugglega ekki neinum möguleika á gróða.
Við erum svo föst í fortíðinni að við viljum ekki taka þátt í framtíðinni, móta hana eða láta hana raungerast, bara loka augunum og breyta engu nema við neyðumst til þess.
Talandi um framleiðni... þá er líklega 80% framleiðslugetu Íslands í eigum eða umsjón innan við 500 manns sem fá rentu af því sem restin framleiðir.