Peningar og að græða í verðbólgu

Allt utan efnis

Höfundur
Kjarri81
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Fim 04. Maí 2023 09:12
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Peningar og að græða í verðbólgu

Pósturaf Kjarri81 » Fim 04. Maí 2023 09:38

Ég átti áhugavert samtal við vin minn sem er fjárfestir um tækifæri í verðbólgu, þar sem peningar séu núna búnir að missa verðmæti sitt mikið og lítið um góð tækifæri til að ávaxta þá. Hann benti mér á "trikk" sem fáir vita af nema fjársterkir aðilar sem mig langar að share-a með ykkur, það að fjárfesta í eftirsóttum skúlptúrum eða málverkum. Í verðbólgu munu nefnilega einhverjir þurfa að selja listaverkin sín til að borga upp skuldir. Þetta sé tækifæri til að kaupa þau á betri kjörum en vanalega. Þá sé jafnvel hægt að fá þau undir ásettu uppboðsverði ef maður sé mjög heppinn, þetta sé nú uppboð og allt geti gerst. Svo þarf bara að bíða aðeins, hann talaði um að ca. 6 - 12 mánuðir séu oftast nóg, selja síðan verkið aftur með gróða þegar verðbólgan hjaðnar, þetta hefði hann sjálfur stundum gert í gegnum tíðina.

Hann benti mér á uppboð sem er núna á mánudaginn (8. maí) í gallerý fold (https://www.myndlist.is/auction/Auction ... ebStatus=1), þar séu nokkur eftirsótt verk eftir fræga málara td. Alfreð Flóka, Kjarval og meira að segja verk eftir eftirsótta listamenn eins og Þórarinn B. Þorláksson, sem sjaldan sjáist á sölu, og að það sé gott merki um að einhvern vanti pening.

Hann tók sem dæmi verkið eftir Þórarinn (þetta málverk: https://www.myndlist.is/auction/Auction ... emID=28004), að ásett verð (2.800.000 - 3.200.000) sé vel undir því sem mætti búast við (hann talaði um að eðlilegt verð væri líklega nær 4 - 5 milljónum) og þarna væri því gott tækifæri. Það væri hægt að bjóða ca. 70-80% af uppsettu verði í verkið (ca. 2 til 2.5 miljónir) og ef maður fengi verkið á því verði, eða jafnvel þó maður bjóði meira og fengi það á eða aðeins yfir ásettu verði, þá sé síðan auðvelt að selja það seinna á eðlilegra verði með nokkura milljóna króna gróða.

Ég á því miður ekki milljónir á lausu akkúrat núna :megasmile og vildi því benda á þetta. Vitið þið um fleiri dæmi um svona "secrets" hvernig maður getur grætt í verðbólgunni eða bara grætt almennt, væri til í að heyra fleiri dæmi, hef gaman af svona pælingum :)




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6352
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: Peningar og að græða í verðbólgu

Pósturaf AntiTrust » Fim 04. Maí 2023 09:52

Secret'ið mitt er voðalega einfalt - bjóða upp sambærilega IT þjónustu og stóru fyrirtækin á betra verði með persónulegri þjónustu. Fyrirtæki af öllum stærðargráðum eru fljót að skoða sig um og hvað er í boði þegar topparnir fara að biðja um niðurskurði í IT, sem er oft einn af stærstu útgjaldapóstum fyrirtækja í dag.

I.e. vera riddarinn á hvíta hestinum á réttum stað og réttum tíma.
Síðast breytt af AntiTrust á Fim 04. Maí 2023 09:53, breytt samtals 1 sinni.




Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Peningar og að græða í verðbólgu

Pósturaf Mossi__ » Fim 04. Maí 2023 10:30

Ég stofnaði bara Onlyfans.
Síðast breytt af Mossi__ á Fim 04. Maí 2023 10:31, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Peningar og að græða í verðbólgu

Pósturaf appel » Fim 04. Maí 2023 11:45

Vonandi að maður kaupi ekki falsað málverk.


*-*


Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Peningar og að græða í verðbólgu

Pósturaf Mossi__ » Fim 04. Maí 2023 11:51

appel skrifaði:Vonandi að maður kaupi ekki falsað málverk.


Sleppa þessum málverkum og henda bara öllu í Bitcoin.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Peningar og að græða í verðbólgu

Pósturaf Daz » Fim 04. Maí 2023 12:05

Áhugavert að nýskrá sig á tölvuspjall til láta vita af "góðu" fjárfestingartækifæri.
Eitthvað segir mér að OP vonist til að eiga milljónir eftir þetta uppboð.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Peningar og að græða í verðbólgu

Pósturaf appel » Fim 04. Maí 2023 13:03

Óvirkjaði þráð tímabundið vegna hugsanlegs brots á reglum um referral linka. En eftir smá hugsun þá er ekkert víst að stofnandi þráðarins sé að hagnast eitthvað eða hafi einhverja hagsmuni, ekki frekar en menn eru að vísa á linka á skjákort eða aðrar söluvörur sem eru ekki "referral" linkar, þannig þráður virkjaður aftur.


*-*


Höfundur
Kjarri81
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Fim 04. Maí 2023 09:12
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Peningar og að græða í verðbólgu

Pósturaf Kjarri81 » Fim 04. Maí 2023 13:10

appel skrifaði:Óvirkjaði þráð tímabundið vegna hugsanlegs brots á reglum um referral linka. En eftir smá hugsun þá er ekkert víst að stofnandi þráðarins sé að hagnast eitthvað eða hafi einhverja hagsmuni, ekki frekar en menn eru að vísa á linka á skjákort eða aðrar söluvörur sem eru ekki "referral" linkar, þannig þráður virkjaður aftur.


Ekkert mál og svo sem skiljanlegt, þetta átti nú bara að vera svona þráður með ábendingum/hugmyndum um hvernig maður gæti ávaxtað peningana sína sem eru að brenna upp í verðbólgunni og þegar ástandið er svona, nýjasta fréttin á ruv:

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023 ... n-blodraud

:)



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7514
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1177
Staða: Ótengdur

Re: Peningar og að græða í verðbólgu

Pósturaf rapport » Fim 04. Maí 2023 13:15

Málverk eru ekki "gengistryggð" eða bundin verðmæti einhvers raunverulegs t.s. gull eða önnur hrávara.

Verk sem kostar milljón í dag en ætti að kosta 1200þ. bíður upp á 20% ávöxtun.

Ef verkið hækkar ekki meira í verði á tveimur árum þá yrð nánbast betra að setja peninginn bara inn á verðtryggðan reikning.

Líklega er best að komast í sparnaðarreikning eða skuldabréf í erlendri mynt til að vera safe með sitt fé.




Höfundur
Kjarri81
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Fim 04. Maí 2023 09:12
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Peningar og að græða í verðbólgu

Pósturaf Kjarri81 » Fim 04. Maí 2023 13:24

rapport skrifaði:Líklega er best að komast í sparnaðarreikning eða skuldabréf í erlendri mynt til að vera safe með sitt fé.


En er ekki krónan svo veik núna, hún á eftir að styrkjast og þá tapar maður á þessu er það ekki?


Einn félagi minn úti í reyk stakk upp á að notaðir bílar gætu verið sniðug fjárfesting þar sem fólk vantar pening og gæti verið tilbúið að selja þá ódýrt, en mér finnst einhvern veginn að notaðir bílar séu alltaf að lækka í verði eftir aldri svo maður þyrfti að fá þá á sjúklega ódýru verði til að það gæti gengið.




Peacock12
Fiktari
Póstar: 70
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Peningar og að græða í verðbólgu

Pósturaf Peacock12 » Fim 04. Maí 2023 13:45

Svo er líka hægt – svona fyrst peningar eru verðlausir – að taka sjensinn með einn af þessum lögfræðingum sem eru alltaf að senda mér gullboð frá Nigeríu. Ég á víst nokkra tugi fjarskylda moldríka ættingja þar. Reyndar flesta frekar óheppna og alltaf að drepast í flugslysum og skiljandi eftir sig hundruðirmilljóna.
Það þarf ekki nema einn af þessum 100 boðum að vera rétt…




Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Peningar og að græða í verðbólgu

Pósturaf Mossi__ » Fim 04. Maí 2023 14:01

Gerist bara Markþjálfi.




Höfundur
Kjarri81
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Fim 04. Maí 2023 09:12
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Peningar og að græða í verðbólgu

Pósturaf Kjarri81 » Fim 04. Maí 2023 14:03

Mossi__ skrifaði:Gerist bara Markþjálfi.


Ég er of latur :megasmile




Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Peningar og að græða í verðbólgu

Pósturaf Mossi__ » Fim 04. Maí 2023 14:24

Kjarri81 skrifaði:
Mossi__ skrifaði:Gerist bara Markþjálfi.


Ég er of latur :megasmile


Ég skal kenna þér, spesjalpræsforjúmæfrend.




Höfundur
Kjarri81
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Fim 04. Maí 2023 09:12
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Peningar og að græða í verðbólgu

Pósturaf Kjarri81 » Fim 04. Maí 2023 14:34

Mossi__ skrifaði:
Kjarri81 skrifaði:
Mossi__ skrifaði:Gerist bara Markþjálfi.


Ég er of latur :megasmile


Ég skal kenna þér, spesjalpræsforjúmæfrend.


:megasmile



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3168
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 545
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Peningar og að græða í verðbólgu

Pósturaf Hjaltiatla » Fim 04. Maí 2023 18:28

Ef vextir á sparnaði eru < en verðbólga , þá er rýrna peningarnir.

Ég reyni að hafa mitt concept einfalt. Eiga varasjóð , borga aukalega inná fasteignalán og legg fasta upphæð á nokkra mánaða fresti inná Standard and Poor 500 vísitölusjóð hjá Interactive Brokers (VUAA). Ég er ekki að reyna að vera einhver ofur fjárfestir og þetta virkar ágætlega fyrir mig eins og staðan er í dag.


Finnst þetta ágætis tilvitnun í bók sem ég las The Psychology of Money :)
Doing well with money isn’t necessarily about what you know. It’s about how you behave. And behavior is hard to teach, even to really smart people.


Örugglega hægt að flækja hlutina eitthvað í þessum fjárfestingarheimi en þá þarf maður eflaust að fylgjast mjög vel með markaðnum.Sjálfur mat ég stöðuna þannig að tímanum mínum er betur borgið í að læra eitthvað nýtt í mínu fagi sem getur skapað mér tækifæri.
Síðast breytt af Hjaltiatla á Fim 04. Maí 2023 18:42, breytt samtals 1 sinni.


Just do IT
  √

Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 753
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Peningar og að græða í verðbólgu

Pósturaf russi » Fim 04. Maí 2023 21:14

Það vantar í þessa upptalningu hjá OP að það leggst 20% uppboðsgjald og 10% höfundarréttargjald uppað 3000€, 5% á 3001-50000€ og svo framvegis. Þannig verk þurfa að fast á talsverðu undirverði svo þetta svari kostnaði.

En þetta er samt virkileg góð ábending og gott að velta öðrum leiðum til að fjárfesta í þessu umhverfi sem er núna.




Semboy
1+1=10
Póstar: 1143
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 111
Staða: Ótengdur

Re: Peningar og að græða í verðbólgu

Pósturaf Semboy » Fim 04. Maí 2023 23:22

Eg fer i svona dellu thegar eg er med 300M a bankareikningi. Og tha er mer sama ad misssa 1 til 3M i getgatur.


hef ekkert að segja LOL!


Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Peningar og að græða í verðbólgu

Pósturaf Mossi__ » Fös 05. Maí 2023 00:02

Semboy skrifaði:Eg fer i svona dellu thegar eg er med 300M a bankareikningi.


Eða eins og við sjallarnir köllum það.. klink.




Höfundur
Kjarri81
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Fim 04. Maí 2023 09:12
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Peningar og að græða í verðbólgu

Pósturaf Kjarri81 » Fös 05. Maí 2023 11:03

russi skrifaði:En þetta er samt virkileg góð ábending og gott að velta öðrum leiðum til að fjárfesta í þessu umhverfi sem er núna.


Það er einmitt það sem ég er að vonast eftir, að fá góðar ábendingar og leiðir til að fjárfesta eins og staðan er núna.
Þetta var ein leið sem mér var sagt frá og ég veit að virkar.

Væri mikið til í heyra fleiri leiðir sem menn vita um, eða vilja menn kannski ekkert share-a svona upplýsingum, muna gamla torrent mottóið "sharing is caring" :megasmile




Trihard
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 300
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: Peningar og að græða í verðbólgu

Pósturaf Trihard » Fös 05. Maí 2023 12:11

Bestu ráð sem ég hef nokkuð tímann fengið varðandi fjármálamarkaðinn kemur frá Wolf of Wallstreet,
- By the time you hear about it, it's already too late :guy
Öll fjárfesting sem verður vinsæl hratt á það til að hrapa í verði, skiptir ekki máli hvenær, bara að það mun gerast einu sinni, eins og með Marel í dag, hrapaði um -100kr á einum degi.
Síðast breytt af Trihard á Fös 05. Maí 2023 12:13, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7514
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1177
Staða: Ótengdur

Re: Peningar og að græða í verðbólgu

Pósturaf rapport » Fös 05. Maí 2023 13:40

Trihard skrifaði:Bestu ráð sem ég hef nokkuð tímann fengið varðandi fjármálamarkaðinn kemur frá Wolf of Wallstreet,
- By the time you hear about it, it's already too late :guy
Öll fjárfesting sem verður vinsæl hratt á það til að hrapa í verði, skiptir ekki máli hvenær, bara að það mun gerast einu sinni, eins og með Marel í dag, hrapaði um -100kr á einum degi.


Nkl. fólk græðir aldrei á að gera það sama og allir aðrir eru að gera.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Peningar og að græða í verðbólgu

Pósturaf urban » Fös 05. Maí 2023 19:01

Almennt séð er langbesta fjárfesting á íslandi "steinsteypa" (as in fasteignir).
Mig grunar að það sé mjög svipað undanfarin ár og ef að ég ætti eitthvað af peningum af ráði, þá er nær öruggt að það færi bara beint í steypu.

Hvort að það færi í íbúðir, jarðir eða atvinnuhúsnæði þyrfti maður að skoða almennilega, en það er nær öruggt að ég myndi fjárfesta í fasteignum.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Peningar og að græða í verðbólgu

Pósturaf appel » Fös 05. Maí 2023 19:26

urban skrifaði:Almennt séð er langbesta fjárfesting á íslandi "steinsteypa" (as in fasteignir).
Mig grunar að það sé mjög svipað undanfarin ár og ef að ég ætti eitthvað af peningum af ráði, þá er nær öruggt að það færi bara beint í steypu.

Hvort að það færi í íbúðir, jarðir eða atvinnuhúsnæði þyrfti maður að skoða almennilega, en það er nær öruggt að ég myndi fjárfesta í fasteignum.


Það er rétt.

Fólki er að fjölga á Íslandi og það er sífellt meiri eftirspurn eftir húsnæði. Þetta er mikill þrýstingur á hækkun íbúðaverðs.

Markaðurinn er mjög tregur í dag útaf því að vextir eru svo háir, en um leið og vextir lækka þá byrjum við að sjá aftur þessa stigvaxandi verðhækkandi á húsnæði, fólk að keppast um íbúðir, 15% til 20% hækkun á hverju ári.

Auðvitað á maður bara að setja umframpeninga í að borga upp lán sem maður er með, það er besta nýtingin á peningunum.


*-*

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Peningar og að græða í verðbólgu

Pósturaf urban » Fös 05. Maí 2023 19:32

appel skrifaði:
urban skrifaði:Almennt séð er langbesta fjárfesting á íslandi "steinsteypa" (as in fasteignir).
Mig grunar að það sé mjög svipað undanfarin ár og ef að ég ætti eitthvað af peningum af ráði, þá er nær öruggt að það færi bara beint í steypu.

Hvort að það færi í íbúðir, jarðir eða atvinnuhúsnæði þyrfti maður að skoða almennilega, en það er nær öruggt að ég myndi fjárfesta í fasteignum.


Það er rétt.

Fólki er að fjölga á Íslandi og það er sífellt meiri eftirspurn eftir húsnæði. Þetta er mikill þrýstingur á hækkun íbúðaverðs.

Markaðurinn er mjög tregur í dag útaf því að vextir eru svo háir, en um leið og vextir lækka þá byrjum við að sjá aftur þessa stigvaxandi verðhækkandi á húsnæði, fólk að keppast um íbúðir, 15% til 20% hækkun á hverju ári.

Auðvitað á maður bara að setja umframpeninga í að borga upp lán sem maður er með, það er besta nýtingin á peningunum.


Já fólk á náttúrulega helst ekkert að vera að spá í að fjárfesta fyrr en það er orðið nær skuldlaust, í dag er langbesta fjáfestingin sem að fólk finnur að borga niður lánin sín, skulda sem minnst er besta meðferð á laununum þínum sem að þú finnur, vera semasgt ekki að borga vexti af skuldum og reyn að fjárfesta á sama tíma.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !