Sælir félagar,
Svo er mál með vexti að ég, eins og þið vitið kannski, hef átt í vandræðum með fíkniefni síðan á táningsaldri. Byrjaði að reykja gras 15-16 ára, fór svo útí harðari neyslu á mínu 23ja ári en notaði á þeim tímapunkti nánast einungis Amfetamín þar sem ég varð ástfanginn að því við fyrstu sýn.
Þetta með grasið þarna á mínu sextánda ári var aðallega til þess að look'a cool með það að eiga leyndarmál sem ég deildi með nokkrum félögum, í sannleika sagt voru aðeins fyrstu svona 3 skiptin skemmtileg, eftir það fór ég að upplifa mikla paranoiu og ranghugmyndir ásamt öðrum geðrofs einkennum. Ég hætti því samt ekki því það skipti mig of miklu máli að vera cool og harður tappi með þetta litla leyndarmál mitt sem enginn mátti komast að, nema viðkomandi fengi græna ljósið(græna ljósið, get it?).
Ég reykti gras on and off þar til ég varð um tvítugt en þá gafst ég bara upp á því að reyna að vera cool því geðrofseinkennin voru orðin það mikil að ég bara höndlaði það ekki mikið lengur. Við það að verða tvítugur fór ég að fikta með áfengi, fyrst ég gat nú loksins keypt það löglega. Málið var bara að ég hef alla tíð verið mjög hávaxinn og mjög feitur maður þannig að ég gat slátrað t.d. Captain Morgan flöskuni(1L) sem ég keypti á tuttugasta afmælisdeginum mínum á einu kvöldi án þess að vera orðinn ofur ölvi og fann fyrir því, eins og ég hef fundið fyrir alla tíð síðan, að sama hversu mikið ég þambaði og sama hversu fullur ég varð, það entist bara í svona 30-45 mínútur og eftir það var það búið spil. En þrátt fyrir það hef ég sjaldann orðið þunnur í gegnum tíðina, alveg sama hversu mikið áfengi ofaní mig fór.
Ég missti samt fljótt áhugann á þeim viðbjóði og eftir að hafa lent í svoldið slæmum félagsskap sem misnotaði meðvirknina mína snemma árið 2016, þá var ég allt í einu kominn í neyslu á Amfetamíni.
Ég veit ekki hvað ég get sagt, það var bara eitthvað við það að vera vakandi í 3-7 daga í senn, gerandi god knows what, aðallega hangandi í tölvuni, póstandi hér á Vaktina eða á Reddit allskonar vitleysu og samúðarrúnk. Málið var bara að oft á svona 3-4 degi var ég kominn í geðrof sem, meðal annars, einkenndi sig af því að ég fór að taka eftir allskonar sjónvillum og sjónrænum ofskynjunum. Ég man að þegar ég fór að upplifa það að allir stafir á tölvuskjánum fóru að hreifast og hreifðust í hringi og allskonar munstur og sama hljóðið, sama setningin stundum, glamraði í hausnum á mér í marga daga í senn, þá var gamanið bara rétt að byrja, því ég naut Amfetamín geðrofsins.
Ég veit, ég veit, að njóta geðrofs? Er ekki allt í lagi heima hjá þér(mér)? Það var bara eitthvað við það, get ekki útskýrt það, sem minnti mig á "home" eða heimili af einhverri sort. Kannski var það útaf því að ég var búinn að venjast því að vera í geðklofa geðrofi allann þennan tíma sem ég eyddi í því, þessa 18 mánuði sirka sem ég eyddi í því árin 2014-2015, og saknaði þess, eða kannski var það eitthvað annað.
2016 líður hjá eins og sinueldur um tún í mið Júlí og litli bróðir minn tekur upp á því að taka of stórann skammt af Ópíóðum og Non-Benzo lyfjum og deyr. Málið var að við höfðum verið að fikta saman eitthvað eftir að hafa bondað yfir sameiginlegum leyndarmálum í Maí 2016 sem olli því að ég tók andlátið hans mjög inná mig, þrátt fyrir að hafa alla tíð varað hann við þessum helvítis pillum.
Við andlátið sný ég mér s.s. út í heim fíkniefnanna en voru það stærstu mistök sem ég hef nokkurn tímann gert. Eftir 2 daga neyslu átta ég mig á því hvað neyslan er í raun og veru að gera mér, sem var bara að magna upp tilfinningarnar, gerandi allt heila klabbið enþá verra, og stoppaði mig af. Sem olli því að þegar ég fer til Reykjavíkur að hitta geðlækninn minn sléttri viku eftir andlát, 29. Nóv, þá var ég í svo miklum niðurtúr að ég virkaði ógnandi bæði sjálfum mér og öðrum, sem olli því að ég var handtekinn með látum í Lönguhlíð og settur inná viðeigandi stofnun.
Eftir allt stofnana lífið, eftir að hafa eytt 5 mánuðum af lífi mínu í það að sitja og bíða eftir því að þessu tímabili yrði lokið, 38 dagar á 32c og 4 mánuðir á Kleppi, þá var ég fljótur að detta útí sama farið aftur og áður en ég vissi af var ég orðinn alveg jafn mikill, ef ekki meiri, og ég var áður en ég fór inn.
Eitt leiðir af öðru og hlutir gerast, ég verð heimilislaus í Janúar 2018 og eyði heilum mánuði sofandi í bílnum mínum ásamt því að flakka á milli gistiheimila og Hostel'a. Flyt svo inní eitthvað drug den í Febrúar sama ár og þar beið mín bara enþá meiri neysla enda var ekki annað í boði þegar slæmir menn gerðu sér greiða leið inná "heimilið" og meðal annars gengu í skrokk á mér og földu eiturlyf í ísskápnum.
Gamall vinur nær mér uppúr þeim pakka í Apríl 2018 og flyt ég til hans í sveitina, mjög nálægt þar sem ég ólst upp. Var ég þá edrú aftur í 3-4 mánuði eða svo, fyrir utan smá bjór og fyllerí, en alkóhólisminn í honum félaga mínum sem ég bjó hjá var fljótur að sundra því heimili og var ég áður en ég vissi af kominn í bæinn aftur í enþá meiri eiturlyfja neyslu og sölu.
Eftir að hafa lent í útistöðum við einn félaga minn varð ég svo paranoid að hann myndi borga einhverjum skuggalegum aðilum fyrir það að koma heim til mín og berja mig að ég ákvað að flytja á Flúðir og var ég þar í tvo mánuði, eða þar til leigusalinn hjá fólkinu sem ég leigði hjá fór að vera með vesen.
Eftir það, 2. Des, fer ég í hvíldarinnlögn á Vog en endist þar í einungis viku eða svo. Þannig er mál með vexti að ég fer á trúnó með einhverjum gæja eftir AA fund að kvöldi til, fer að tala um andlát litla bróður míns, brotna niður, afsaka mig inná næsta opna herbergi sem var kvennaklósett og brýt óvart spegil í reiðiskasti. Eftir það var mér hent út, út á götu, heimilislaus enn eina ferðina, en hann alkóhólista félagi minn bauð mér að vera hjá sér á meðann ég var að finna mér eitthvað annað.
Eyði ég heilum mánuði og einni viku hjá þeim en enda á að finna mér nýtt og sjálfstætt heimili 13. Janúar á Selfossi, af öllum stöðum og er ég búinn að búa hér síðan þá. Eftir að ég fékk númer hjá dópsala stuttu eftir að hafa flutt inn, þá fór ég að nota aftur, enn eina ferðina, og er búinn að vera fastur á þeim stað núna í ca. 9 mánuði eða svo.
Sem leiðir okkur hingað í þetta móment! Málið er, það sem ég er búinn að taka ákvörðun með loksins í dag er að ég ætla mér að leggja mig fram í og leggja metnað í það að verða edrú, hætta þessu skítuga vímuefna lífi og segja skilið við undirheimana í eitt loka skipti!
Málið er að foreldrar mínir halda að ég sé búinn að vera edrú síðan í Desember 2018 og brýtur það einfaldlega hjarta mitt í hvert skipti sem ég lýg að þeim eða þau hrósa mér fyrir edrúmennskuna.
Kveikjan að þessari ákvörðun minni var einfaldlega sú að það er búið að vera mikið tal í fjölmiðlum varðandi það að taka sig til í smettinu, Birgir Hákon, tónlistarmaður og fyrrverandi hryllingssaga í Íslenskum undirheimum, er víst orðinn edrú núna og búinn að vera það í ár og fyrst hann gat það, drengur sem var mjög langt leiddur í viðbjóðinum, þá ætti ég að geta það líka!
Sem og að ég finn það bara andlega sem og líkamlega að ég er um það bil á síðasta snúning og ef ég fer ekki að gera eitthvað í mínum málum bráðlega, þá á ég bara eftir að snúa mér á bakið með hendur og fætur upp í loft eins og í teiknimyndunum og fylgja látnum yngri bróður mínum á nýtt heimili handan móðunar miklu!
Þið verðið að afsaka, ég var bara svo peppaður yfir þessari ákvörðun minni að mér fannst ég þurfa að láta einhvern vita af því, og í þetta skiptið gat ég ekki alveg snúið mér að Facebook, þannig að ég ákvað að koma, enn eina ferðina, hingað á Vaktina og sjá hvort þið gætuð samgleðst mér í því að vera búinn að ákveða þetta fyrir sjálfann mig!
Það er bara vonandi að þið takið vel í þennan póst minn, en ég er svo sem alltaf game í smá hatur ef það er það sem þið leitist eftir. En annað var það ekki og kveð ég ykkur, félaga mína í gegnum tíðina, bara í bili og óska ykkur góðrar helgar, það sem eftir er af henni!
Takk kærlega fyrir mig! Kær kveðja, HalistaX!
Ég hef tekið ákvörðun! (Póstur um persónulíf frá A til Ö, ekki smella ef þú fýlar ekki þannig!)
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2534
- Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
- Reputation: 379
- Staðsetning: 800
- Staða: Ótengdur
Ég hef tekið ákvörðun! (Póstur um persónulíf frá A til Ö, ekki smella ef þú fýlar ekki þannig!)
Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...
Re: Ég hef tekið ákvörðun! (Póstur um persónulíf frá A til Ö, ekki smella ef þú fýlar ekki þannig!)
Til hamingju með ákvörðunina.
Gott minni, góðir harðir diskar, gott skjákort og góður örgj0rvi. Allt þetta í góðum kassa ásamt
2 viftum og diskóljósum. Allt fengið á lítin pening. þarf eitthvað meira?
2 viftum og diskóljósum. Allt fengið á lítin pening. þarf eitthvað meira?
-
- Besserwisser
- Póstar: 3174
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Ég hef tekið ákvörðun! (Póstur um persónulíf frá A til Ö, ekki smella ef þú fýlar ekki þannig!)
Ljómandi gott mál, gangi þér vel.
Sjálfur setti ég tappann í flöskuna fyrir nokkrum árum, þetta er skítlétt ef maður hefur viljann og rétt hugarfar.
Sjálfur setti ég tappann í flöskuna fyrir nokkrum árum, þetta er skítlétt ef maður hefur viljann og rétt hugarfar.
Just do IT
√
√
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1081
- Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
- Reputation: 133
- Staðsetning: Njarðvík
- Staða: Ótengdur
Re: Ég hef tekið ákvörðun! (Póstur um persónulíf frá A til Ö, ekki smella ef þú fýlar ekki þannig!)
Gangi þér vel
| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | ASRock Steel Legend X670e | Gainward 3070 ti - 8 gb | Samsung 980 Pro NVMe PCIe M.2 - 2 tb og 2x 1 tb | 1x 16 tb og 1x 20 tb | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | Microlab B-77BT hátalarar | Rasperry Pie 5 með 1 tb nvme disk |
-
- Geek
- Póstar: 886
- Skráði sig: Fim 11. Mar 2010 23:42
- Reputation: 3
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Ég hef tekið ákvörðun! (Póstur um persónulíf frá A til Ö, ekki smella ef þú fýlar ekki þannig!)
Sæll er ánægður með þessa áhvörðun þína og það er einmitt allt hægt sé viljinn fyrir hendi, ég er sjálfur búinn að fara 30+ sinnum á vog frá því að ég var 15 ára gamall en ég byrjaði í neyslu 11 ára og var í henni þangað til í fyrra og ég er 37 í dag..
í fyrra var ég sprautufíkill á götunni, búinn að eyðileggja allt sem mér var kært, og eg lenti í slæmu od af kókaíni á Spáni í fyrra og var haldið sofandi í 20 klukkutíma, en við það gerðist eitthvað og ég fékk löngun til þess að lifa.. í dag er ég buinn að vera edrú í 15 mánuði og er kominn með íbúð og byrjaður í skóla
langaði bara að deila þessu smáræði með þér til þess að strika undir það að ALLT er hægt ef manni langar virkilega til þess gangi þér svaka vel
(edit) og p.s. ég samhryggist með bróðir þinn, ég veit hversu erfitt og vont það er að missa einhvern sem manni þykir vænt um út þessum viðbjóði
í fyrra var ég sprautufíkill á götunni, búinn að eyðileggja allt sem mér var kært, og eg lenti í slæmu od af kókaíni á Spáni í fyrra og var haldið sofandi í 20 klukkutíma, en við það gerðist eitthvað og ég fékk löngun til þess að lifa.. í dag er ég buinn að vera edrú í 15 mánuði og er kominn með íbúð og byrjaður í skóla
langaði bara að deila þessu smáræði með þér til þess að strika undir það að ALLT er hægt ef manni langar virkilega til þess gangi þér svaka vel
(edit) og p.s. ég samhryggist með bróðir þinn, ég veit hversu erfitt og vont það er að missa einhvern sem manni þykir vænt um út þessum viðbjóði
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 366
- Skráði sig: Þri 06. Des 2016 07:38
- Reputation: 38
- Staða: Ótengdur
Re: Ég hef tekið ákvörðun! (Póstur um persónulíf frá A til Ö, ekki smella ef þú fýlar ekki þannig!)
Flottur maður, þekki þig ekki neitt en flott hjá þér að deila þessu. Verður að viðra svona ákvarðanir fyrst á góðum, að ég tel öruggum stað áður en farið er með þetta í Facebook/aðra samfélagsmiðla. Þar nennir enginn að gefa sér almennilegan tíma að pæla í öðrum, allt of mikið að gera þar.
Gangi þér vel og það er bara "stick with it"
Gangi þér vel og það er bara "stick with it"
Kveðja,
Ingisnickers
Ryzen 5800X | Vengeance LPX 16 GB @ 3.6 | Red Devil 6950 XT | 250 GB Evo 960 | 1 TB Evo 850 | 2 TB WD Red | B450 Mortar Max | RM750x | Silencio S400 | 32" Odyssey G7 |
Ingisnickers
Ryzen 5800X | Vengeance LPX 16 GB @ 3.6 | Red Devil 6950 XT | 250 GB Evo 960 | 1 TB Evo 850 | 2 TB WD Red | B450 Mortar Max | RM750x | Silencio S400 | 32" Odyssey G7 |
-
- Nýliði
- Póstar: 18
- Skráði sig: Mið 21. Mar 2018 10:45
- Reputation: 3
- Staða: Ótengdur
Re: Ég hef tekið ákvörðun! (Póstur um persónulíf frá A til Ö, ekki smella ef þú fýlar ekki þannig!)
Gangi þér sem allra best!
Godspeed.
Godspeed.
-
- Vaktari
- Póstar: 2105
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
- Reputation: 175
- Staðsetning: Heima
- Staða: Ótengdur
Re: Ég hef tekið ákvörðun! (Póstur um persónulíf frá A til Ö, ekki smella ef þú fýlar ekki þannig!)
Æðislegt að heyra vinur.
Eins og Macklemore (og sjálfsagt margir, margir aðrir hafa sagt) þá er engin skömm í að relapsa, eða s.s. að detta aftur út. En ferðin snýst um að komast til baka og ná aftur heilsu. Ég óska þér annars alls hins besta í edrúmennskunni. Mundu bara. Lífið eins og allt annað, er bara einn dagur í einu.
Mér þykir þetta lag t.d. ágætt í því umræðuefni.
Eins og Macklemore (og sjálfsagt margir, margir aðrir hafa sagt) þá er engin skömm í að relapsa, eða s.s. að detta aftur út. En ferðin snýst um að komast til baka og ná aftur heilsu. Ég óska þér annars alls hins besta í edrúmennskunni. Mundu bara. Lífið eins og allt annað, er bara einn dagur í einu.
Mér þykir þetta lag t.d. ágætt í því umræðuefni.
i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1504
- Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
- Reputation: 38
- Staðsetning: Akranes
- Staða: Ótengdur
Re: Ég hef tekið ákvörðun! (Póstur um persónulíf frá A til Ö, ekki smella ef þú fýlar ekki þannig!)
Flottur og Flott ákvörðun ...
Re: Ég hef tekið ákvörðun! (Póstur um persónulíf frá A til Ö, ekki smella ef þú fýlar ekki þannig!)
Gangi þér vel!
edit: Ef þú vilt komast í rútinu þá er þetta app mjög gott, ég nota það mikið: https://play.google.com/store/apps/deta ... bits&hl=en
edit: Ef þú vilt komast í rútinu þá er þetta app mjög gott, ég nota það mikið: https://play.google.com/store/apps/deta ... bits&hl=en
-
- Gúrú
- Póstar: 552
- Skráði sig: Mán 20. Sep 2010 22:31
- Reputation: 57
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Ég hef tekið ákvörðun! (Póstur um persónulíf frá A til Ö, ekki smella ef þú fýlar ekki þannig!)
Fljott hjá þér, það er ekki auðvelt að koma svona út.
Ég prófaði gras úti í Lúxemborg nokkur skipti, fyrstu 3 skiptin svona voru ágæt og kósý en svo upplifði ég algjört helvíti, fékk ógeðslegt paník af því ég fann ekki fyrir hjartaslættinum mínum, og nóttin var enn verri, ég skalf eins og ég veit ekki hvað, ég var hræddur að engri ástæðu og gat varla gengið út af því, en samt í huganum var ég bara "hvað í andskotanum gengur á", það gekk ógeðslega illa að sofna út af líkamleg uparanoia (ekki andlegu, ég bara hafði enga stjórn á líkamanum).
Fékk mér aldrei gras síðan, hafnaði öllu sem vinir mínir vildu láta mig hafa.
Ég prófaði gras úti í Lúxemborg nokkur skipti, fyrstu 3 skiptin svona voru ágæt og kósý en svo upplifði ég algjört helvíti, fékk ógeðslegt paník af því ég fann ekki fyrir hjartaslættinum mínum, og nóttin var enn verri, ég skalf eins og ég veit ekki hvað, ég var hræddur að engri ástæðu og gat varla gengið út af því, en samt í huganum var ég bara "hvað í andskotanum gengur á", það gekk ógeðslega illa að sofna út af líkamleg uparanoia (ekki andlegu, ég bara hafði enga stjórn á líkamanum).
Fékk mér aldrei gras síðan, hafnaði öllu sem vinir mínir vildu láta mig hafa.
What ever you do, what ever you think you can do, there'll always be an Asian who's better than you.
Re: Ég hef tekið ákvörðun! (Póstur um persónulíf frá A til Ö, ekki smella ef þú fýlar ekki þannig!)
tl;dr
Ekkert við þig að sakast, samt, bara mína nanóathyglisgáfu.
En ég óska þér samt alls hins besta.
Ekkert við þig að sakast, samt, bara mína nanóathyglisgáfu.
En ég óska þér samt alls hins besta.
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2534
- Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
- Reputation: 379
- Staðsetning: 800
- Staða: Ótengdur
Re: Ég hef tekið ákvörðun! (Póstur um persónulíf frá A til Ö, ekki smella ef þú fýlar ekki þannig!)
Takk fyrir þessi fallegu orð, drengir.
Ég er búinn að vera að horfa á tilkynninga tabið hjá mér síðan ég póstaði þessu, skíthræddur um það sem ég myndi finna á þessum þræði, en það sem ég fann var allt annað en það sem ég var svona hræddur við. Takk kærlega fyrir að taka svona vel í þetta allt saman.
Ég er búinn að vera að horfa á tilkynninga tabið hjá mér síðan ég póstaði þessu, skíthræddur um það sem ég myndi finna á þessum þræði, en það sem ég fann var allt annað en það sem ég var svona hræddur við. Takk kærlega fyrir að taka svona vel í þetta allt saman.
Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1020
- Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
- Reputation: 206
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Ég hef tekið ákvörðun! (Póstur um persónulíf frá A til Ö, ekki smella ef þú fýlar ekki þannig!)
Gangi þér vel
Eiturlyf sökka
Eiturlyf sökka
CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video