ég er að kaupa íbúð og verð að taka verðtryggt lán miðað við mína greiðslugetu. Kemst einfaldlega ekki í gegnum greiðslumat fyrir óverðtryggt lán.
Það sem ég er að spá í er samt að Frjálsi lífeyrissjóðurinn sem ég er að taka stærra lánið hjá býður uppá 2,46% breytilega vexti (lækkar í 2,15% um miðjan mánuðinn en breytast ársfjórðungslega) en það er í boði að taka fasta vexti uppá 3,55% út lánstímann (40 ár). Greiðslubyrðin færi þá úr 67 þúsund upp í 78 þúsund.
En svo neyðist ég til að taka lán líka hjá Framtíðinni verðtryggt með alltof háum vöxtum þar sem bankarnir neita að veita mér þessar 2-3 millur sem vantar á milli þar sem lífeyrissjóðurinn lánar bara uppí 70% en að hámarki 20 millur.
Hugsunin með að taka fasta vexti á lífeyrissjóðslánið væri að þá myndi maður verja sig gegn vaxtahækkunum á þeim pakka þar sem lánið hjá Framtíðinni er frekar mikið óhagstætt enda mun ég ráðast á það eins og ég get í hverjum mánuði. En á móti kemur að breytilegu vextirnir hjá lífeyrissjóðnum eru mjög hagstæðir núna í 2,15% um miðjan mánuðinn.
Einhverjir möguleikar sem mér hefur yfirsést haldið þið?
