Tbot skrifaði:Er ég þá að haga mér eins og þú, með því gagnrýna málflutning þinn.
Nei, þú ert að haga þér eins og öfgamaður með því að tala gegn öllum flóttamönnum af því að einhverjir þeirra hafa verið öfgamenn.
s.s. í hvert skipti sem þú rökstyður þína afstöðu ertu að rökstyðja þeirra afstöðu því báðar byggja þær á fordómum.
Tbot skrifaði:Hvað er siðlaust, órettlátt og óréttlætanlegt.
Að hjálpa ekki fólki þegar maður getur það og að mismuna fólki eftir trúarbrögðum, stéttarstöðu, litarhætti o.s.frv.
Tbot skrifaði:Hvergi segi ég hvernig viðkomandi eigi að haga lífi sínu í sínu heimalandi.
Hvergi segi ég hvernig viðkomandi eigi að haga lífu sínu í Evrópu.
Þegar ég setti "eftir þínur reglum" í gæsalappir þá átti ég við, hversu margar milljónir eða milljarðar múslima eru að þínu mati ekki glæpamenn og þess verðugir að fá að búa á Íslandi, að þínu mati.
Ekki upp á að bjóða þeim öllum að flytja, bara upp á að fá þinn skilning á múslimum. Hversu margir heldur þú að gætu aðlagast íslensku samfélagi og hversu margir heldur þú að gætu það ekki.
Og kannski að þú útskýrir ef þú nennir hvernig þú færð þessi viðmið.
Hvað varðar ástandið í öðrum löndum í kringum okkur þá er hægt að spyrja á móti.
Hvað hefði orðið um allt þetta fólk ef það hefði ekki verið tekið á móti því?
Hefðir þú frekar sætt þig við að lesa um dauða þess í blöðunum, einhverjum dálk á bls. 2-3 þar sem frétt eftir frétt hefði verið um mannfall í einhverju stríði langt langt í burtu?
Er þetta óþægilegt fyrir þig af því að þetta vandamál er næstum komið heim til þín?
Mér þykir leitt að þetta fólk þurfti hjálp, mér þykir leitt að þetta fólk flúði heimaland sitt og langbest hefði verið að það hefði ekki þurft að flýja, LANGBEST.
En það þurfti að flýja, það óttaðist um líf sitt og hefur upplifað hörmungar sem orð fá ekki lýst.
Og hvað vilt þú gera í málinu?
Tbot skrifaði:En þess utan geri ég þá sjálfsögðu kröfu að ég og aðrir sem búa á þessu landi ákveði hverjum sé veitt hæli, því það eru skatttekjur landsmanna sem munu halda viðkomandi uppi í mislangan tíma.
Ríkið getur ekki eytt sömu krónunni mörgum sinnum, þá verður sá kostnaður að koma frá niðurskurði á einhverju eða hækka skatta.
Okkar land er hluti af samfélagi þjóðanna sem byggja þessa jörð og við þurfum öll að taka tillit til og hjálpa öðrum sem hér búa.
Það er ekki hægt að njóta alþjóðaviðskipta og samtryggingar með ýmsum alþjóðasamningum og sáttmálum og gefa svo ekkert af sér sjálfur.
Einangrunarsinnar sem villja setja sín lönd í sápukúlu og lifa þar í friði átta sig fljótt á hversu óraunverulegur sá draumur er.
Hvað varðar að ríkið geti ekki eytt sömu krónunni tvisvar þá er það hárrétt.
En samlegðaráhrif og stærðarhagkvæmni geta og munu leiða til þess að fyrir fyrir lítinn auka pening, ef einhvern þá mun þjónustan til allra batna.
Rétt eins og almenningssamgöngur verða hagkvæmari eftir því sem fleiri nota þær, sama gildir um velferðar-, heilbrigðis- og menntakerfið.
Þá er ástandið á Íslandi dag orðið svo slæmt að samfélagið er við það að hætta að geta fúnkerað.
Við þurfum að fá strætóbílstjóra frá erlendum starfsmannaleigum svo að fastráðnir komist í sumarfrí.
Það vantar hundruðir ef ekki þúsund kennara í skólakerfið, þá leik-, grunn- og framhaldsskóla.
Okkur vantar fleira fólk og fólk sem fjölgar sér. Ekki þennan normal Íslending sem eignast tvö börn og fer svo í ófrjósemisaðgerð.
Annars erum við screwed...