Hér kemur
óvinsæl skoðun en stundum þarf einhver að koma fram með þær skoðanir.
Finnst samt
hæpið að bera saman laun í einkageira hjá fólki sem semur sjálft um laun sín og þarf/getur unnið sig upp stigann og hjá þeim sem eru undir risakjarasamning og vinna hjá ríki og sveitafélögum, það skal líka tekið fram að þessir launagreiðendur verða að ná í fjármunina úr vösum annara (skattgreiðanda) þar sem t.d. sveitafélögin borga laun kennara og hérlendis standa þau flest mjög illa að velli.
Aftur á móti eru mörg ríkisstörf og störf hjá sveitafélögum m.a. lögfræðingum hagfræðingum, geislafræðingum, jarðfræðingum, líffræðingum og verkfræðingum geta verið hrikalega illa borguð t.d. 5-10ár í starfi getur verið undir 500, sem er 200þ undir meðallaunum sumra þessara stétta.
Það þekkist í mörgum stéttum í einkageiranum að ekki er greidd yfirvinna (heldur ekki frí) og það er bara talið algjörlega eðlileg staða sama hvað verklýðsfélög segja. Í staðinn hækkar fólk í grunnlaunum og hafa margir því hækkað langt umfram kjarasamninga með ýmsum leiðinlegum og ósanngjörnum leiðum. (oft með ógreidda yfirvinnu, sleppa að taka sumarfrí, vinna nokkur störf innan fyrirtækisins, taka að sér fleiri verk osfr osfr.)
Þar að auki er mjög auðvellt fyrir einkageirann að sýna fram á vægi starfsmenn enda oft beintengt fjármunum eða hagnaði viðkomandi fyrirtækisins annað en sumar stéttir sem mjög erfitt er að sýna fram á hagnað t.d. við að kenna/passa börn eða lækna eldri borgara af sjúkdómum. (bæði bara kostnaður í sinni einföldustu mynd, þótt engin megi segja það)
Finnst samt þessi umræða alltaf svo sérstök þar sem fólk velur sér menntun, það er engin þvingaður að verða hjúkrunarfræðingur, grunnskólakennari, læknir eða lögfræðingur. Það er alveg vitað fyrirfram hvernig þessar stéttir vinna og launakjör þeirra eru t.d.vita hjúkrunarfræðinga að vinnan felst að mestu leyti í vöktum. Sama á við lögfræðinga sem vinna ekki hjá ríkinu að þeir skulu gjöra svo vel að vinna flest kvöld og helgar launalaust því þannig er bara sú stétt. Þetta vita nemendurnir þegar þeir útskriftast og oftast þegar þeir hefja nám.
Það er engin að segja sig að þeir eigi að sæta sig við þau laun eða aðstæður en það á ekki að vera total sjokk þegar nemendur útskrifast eða að það teljist raunhæft/eðlilegt að sumar stéttir hækki um hundruði þúsunda en aðrir ekki